Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ráðgjafi Hvals átti einkaleyfi á hluta sprengjuskutulsins í 20 ár

Hval­ur hf. hyggst hefja hval­veið­ar aft­ur í byrj­un sept­em­ber eft­ir að Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra bann­aði þær tíma­bund­ið fyrr í sum­ar. Einn helsti ráð­gjafi Hvals hf. Eg­il Ole Øen, norsk­ur dýra­lækn­ir, hann­aði hluta sprengju­skutuls­ins sem not­að­ur er við veið­arn­ar. Tals­vert er rætt um Eg­il í ný­legri skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um veið­arn­ar. Hann seg­ir í við­tali við Heim­ild­ina að sprengju­skutull­inn hafi bætt hval­veið­arn­ar mik­ið.

Ráðgjafi Hvals átti einkaleyfi á hluta sprengjuskutulsins í 20 ár
Skutlar í hval Á myndinni sést Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, við hval sem í standa tveir skutlar. Mynd: Arne Feuerhahn

Norski dýralæknirinn sem starfað hefur sem ráðgjafi Hvals hf. vegna langreyðaveiða Íslendinga hannaði einn hluta á sprengjuskutlinum sem fyrirtækið notar og átti einkaleyfi á þeim í 20 ár. Þetta einkaleyfi hans var skráð í Noregi og rann það út árið 2020. Þetta kemur fram í norsku einkaleyfaskránni. Um var að ræða einkaleyfi á öryggismekanisma á hvalskutlinum sem virkar þannig að sprengjuhleðslan á skutlinum springur aðeins ef skutullinn hæfir dýrið.   

Dýralæknirinn heitir Egil Ole Øen og er hann einn helsti sérfræðingur heims í hvalveiðum. Auk þess að hafa starfað sem ráðgjafi við veiðarnar fyrir Hval hf. þá hefur hann einnig verið ráðgjafi íslenskra stjórnvalda vegna hvalveiða. 

Þannig má segja að Egil Ole hafi hagnast á hverjum einasta sprengjuskutli sem notaður var á hvalskutul á Íslandi frá því Hvalur hf. hóf aftur veiðar á langreyðum við Ísland árið 2006, eftir 20 ára hlé, og þar til árið 2020.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
3
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár