Stjórnvöld horfa til þess að hækka fasteignagjöld á fasteignir þar sem fólk hefur ekki fasta búsetu, í því skyni að stuðla að því að íbúðir í þéttbýli sem ekki eru nýttar til fastrar búsetu verði frekar nýttar sem slíkar. Jafnframt stendur til að skoða að leggja á fasteignagjöld á lóðir samhliða veitingu uppbyggingarheimilda, til þess að koma í veg fyrir frestun uppbyggingar.
Til viðbótar er stefnt að því að breyta skipulagslögum þannig að sveitarfélög fái heimildir til að tímabinda uppbyggingarheimildir sem þau gefa á uppbyggingarreitum. Sveitarfélög hefðu þá heimild til þess að leysa til sín byggingarreiti þar sem framkvæmdarleysi kemur í veg fyrir að uppbyggingaráform sveitarfélagsins gangi eftir.
Þessi atriði eru á meðal alls 44 aðgerða sem finna má í aðgerðaáætlun sem lögð er fram í nýjum drögum að húsnæðisstefnu hins opinbera. Húsnæðisstefnan er sett fram til 15 ára en í aðgerðaáætluninni er horft til næstu fimm ára. Drögin, svokölluð …
Same old same old... ekkert að frétta nema klisjur.