Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Pussy Riot: Hættulegt að vera hinsegin manneskja í Rússlandi

Staða hinseg­in fólks í Rússlandi hef­ur versn­að á ný­liðn­um ár­um að sögn liðs­kvenna Pus­sy Riot. Þær hafa bar­ist fyr­ir um­bót­um og var hluti liðs­kvenna sveit­ar­inn­ar hand­tek­inn í kjöl­far gjörn­ings sem þær frömdu til stuðn­ings hinseg­in fólki á af­mæl­is­degi Rúss­lands­for­seta ár­ið 2020.

Pussy Riot: Hættulegt að vera hinsegin manneskja í Rússlandi
Baráttukonur Þær Alina, Masha, Olga og Diana eru nú í sjálfskipaðri útlegð frá Rússlandi. Þær ákváðu að yfirgefa heimalandið í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Þær töldu ómögulegt að berjast gegn stríðinu frá Rússlandi vegna ritskoðunarlaga. Þær hafa líka látið sig varða málefni hinsegin fólks í baráttu sinni fyrir auknum mannréttindum í Rússlandi. Mynd: Tara Tjörvadóttir

Staða hinsegin fólks er afleit í Rússlandi og hefur einungis versnað á nýliðnum árum. Þetta er á meðal þess sem liðskonur Pussy Riot segja í löngu viðtali sveitarinnar við Heimildina. Þrengt hefur verið að rétti hinsegin fólks í landinu að undanförnu, líkt og Diana Burkot bendir á.

„Það sem hefur gerst er að stjórnvöld hafa ákveðið að láta sömu reglur gilda í Rússlandi öllu og gilda í Téténíu. Þar er hreinlega mjög hættulegt að vera hinsegin manneskja og þar getur hinsegin manneskja átt á hættu að vera flutt af öðrum fjölskyldumeðlimum á sérstaka sjúkrastofnun og meðferðin þar líkist pyntingum.“

„Þetta kallast bælingarmeðferð,“ bætir Alina Petrova við til upplýsingar.

Téténia hefur verið kallað hættulegasta svæði Rússlands fyrir hinsegin fólk en þar er það beinlínis ofsótt. Leiðtogi landsins, Ramzan Kadyrov sem er álitinn hálfgerður varðhundur Pútíns hefur hins vegar þvertekið fyrir það að hinsegin fólk fyrirfinnist í Téténíu.

Flögguðu regnbogafána við ríkisstofnanir í Moskvu

Liðskonur Pussy Riot hafa látið málefni hinsegin fólks sig varða. Diana segir til að mynda í viðtalinu frá gjörningi sem hópurinn framdi á afmæli Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta árið 2020. „Við frömdum gjörning til stuðnings fólki sem tilheyrir LGBTQ+ samfélaginu og eftir gjörninginn náði lögreglan mér. Ég fór niður á lögreglustöð og ég hef verið þar margoft en aldrei í fangelsi. Að minnsta kosti ekki enn sem komið er.“

Gjörningurinn sem um ræðir vakti nokkra athygli og um hann var fjallað í fjölmiðlum á borð við Reuters og Deutsche Welle. Liðsmenn Pussy Riot fóru um Moskvu og flögguðu regnbogafána við byggingar margra af helstu stofnununum sem þar er að finna, til að mynda við höfuðstöðvar leyniþjónustunnar FSB (forveri hennar var KGB), við hæstarétt, við stjórnarskrifstofu forsetans og við rússneska menningarmálaráðuneytið.

Rússneska menningarmálaráðuneytiðStarfsfólk vinnur saman að því að taka niður regnbogafána sem liðskonur Pussy Riot höfðu flaggað við skrifstofur rússneska menningarmálaráðuneytisins í Moskvu.

Í umfjöllun The Art Newspaper um gjörninginn og afleiðingar hans segir að fimm hafi verið færð á lögreglustöð í kjölfarið. Í þeim hópi, auk Diönu, var meðal annars Maria Alyokhina sem var gripin af lögreglu þegar hún var á leið í sjónvarpsviðtal.

Hafa kallað eftir alls kyns umbótum 

Í yfirlýsingu sem Pussy Riot birti á Facebook-síðu sinni í tengslum við þessar aðgerðir notaði hópurinn tækifærið til að senda Pútín hamingjuóskir í tilefni afmælis hans. Hópurinn óskaði einnig aðgerðum frá Rússlandsstjórn í sjö liðum.

Meðal þess sem hópurinn óskaði eftir var að rannsókn færi fram á mannránum og morðum á hinsegin fólki í Téténíu, að aðsókn að aðgerðasinnum sem berjast fyrir auknum réttindum hinsegin fólks yrði hætt og að mismunun á grundvelli kyns og kynhneigðar yrði bönnuð með lögum. Þær óskuðu enn fremur eftir því að samkynja hjónabönd yrðu lögleidd, að áreiti í garð fólks í samkynja samböndum yrði hætt sem og brottnám barna samkynja fólks.

Þá lögðu þær til að 7. október, afmælisdagur forsetans, yrði gerður að sérstökum hátíðisdegi til heiðurs hinsegin fólki.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár