Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Pussy Riot: Hættulegt að vera hinsegin manneskja í Rússlandi

Staða hinseg­in fólks í Rússlandi hef­ur versn­að á ný­liðn­um ár­um að sögn liðs­kvenna Pus­sy Riot. Þær hafa bar­ist fyr­ir um­bót­um og var hluti liðs­kvenna sveit­ar­inn­ar hand­tek­inn í kjöl­far gjörn­ings sem þær frömdu til stuðn­ings hinseg­in fólki á af­mæl­is­degi Rúss­lands­for­seta ár­ið 2020.

Pussy Riot: Hættulegt að vera hinsegin manneskja í Rússlandi
Baráttukonur Þær Alina, Masha, Olga og Diana eru nú í sjálfskipaðri útlegð frá Rússlandi. Þær ákváðu að yfirgefa heimalandið í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Þær töldu ómögulegt að berjast gegn stríðinu frá Rússlandi vegna ritskoðunarlaga. Þær hafa líka látið sig varða málefni hinsegin fólks í baráttu sinni fyrir auknum mannréttindum í Rússlandi. Mynd: Tara Tjörvadóttir

Staða hinsegin fólks er afleit í Rússlandi og hefur einungis versnað á nýliðnum árum. Þetta er á meðal þess sem liðskonur Pussy Riot segja í löngu viðtali sveitarinnar við Heimildina. Þrengt hefur verið að rétti hinsegin fólks í landinu að undanförnu, líkt og Diana Burkot bendir á.

„Það sem hefur gerst er að stjórnvöld hafa ákveðið að láta sömu reglur gilda í Rússlandi öllu og gilda í Téténíu. Þar er hreinlega mjög hættulegt að vera hinsegin manneskja og þar getur hinsegin manneskja átt á hættu að vera flutt af öðrum fjölskyldumeðlimum á sérstaka sjúkrastofnun og meðferðin þar líkist pyntingum.“

„Þetta kallast bælingarmeðferð,“ bætir Alina Petrova við til upplýsingar.

Téténia hefur verið kallað hættulegasta svæði Rússlands fyrir hinsegin fólk en þar er það beinlínis ofsótt. Leiðtogi landsins, Ramzan Kadyrov sem er álitinn hálfgerður varðhundur Pútíns hefur hins vegar þvertekið fyrir það að hinsegin fólk fyrirfinnist í Téténíu.

Flögguðu regnbogafána við ríkisstofnanir í Moskvu

Liðskonur Pussy Riot hafa látið málefni hinsegin fólks sig varða. Diana segir til að mynda í viðtalinu frá gjörningi sem hópurinn framdi á afmæli Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta árið 2020. „Við frömdum gjörning til stuðnings fólki sem tilheyrir LGBTQ+ samfélaginu og eftir gjörninginn náði lögreglan mér. Ég fór niður á lögreglustöð og ég hef verið þar margoft en aldrei í fangelsi. Að minnsta kosti ekki enn sem komið er.“

Gjörningurinn sem um ræðir vakti nokkra athygli og um hann var fjallað í fjölmiðlum á borð við Reuters og Deutsche Welle. Liðsmenn Pussy Riot fóru um Moskvu og flögguðu regnbogafána við byggingar margra af helstu stofnununum sem þar er að finna, til að mynda við höfuðstöðvar leyniþjónustunnar FSB (forveri hennar var KGB), við hæstarétt, við stjórnarskrifstofu forsetans og við rússneska menningarmálaráðuneytið.

Rússneska menningarmálaráðuneytiðStarfsfólk vinnur saman að því að taka niður regnbogafána sem liðskonur Pussy Riot höfðu flaggað við skrifstofur rússneska menningarmálaráðuneytisins í Moskvu.

Í umfjöllun The Art Newspaper um gjörninginn og afleiðingar hans segir að fimm hafi verið færð á lögreglustöð í kjölfarið. Í þeim hópi, auk Diönu, var meðal annars Maria Alyokhina sem var gripin af lögreglu þegar hún var á leið í sjónvarpsviðtal.

Hafa kallað eftir alls kyns umbótum 

Í yfirlýsingu sem Pussy Riot birti á Facebook-síðu sinni í tengslum við þessar aðgerðir notaði hópurinn tækifærið til að senda Pútín hamingjuóskir í tilefni afmælis hans. Hópurinn óskaði einnig aðgerðum frá Rússlandsstjórn í sjö liðum.

Meðal þess sem hópurinn óskaði eftir var að rannsókn færi fram á mannránum og morðum á hinsegin fólki í Téténíu, að aðsókn að aðgerðasinnum sem berjast fyrir auknum réttindum hinsegin fólks yrði hætt og að mismunun á grundvelli kyns og kynhneigðar yrði bönnuð með lögum. Þær óskuðu enn fremur eftir því að samkynja hjónabönd yrðu lögleidd, að áreiti í garð fólks í samkynja samböndum yrði hætt sem og brottnám barna samkynja fólks.

Þá lögðu þær til að 7. október, afmælisdagur forsetans, yrði gerður að sérstökum hátíðisdegi til heiðurs hinsegin fólki.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu