Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Komst frá Belarús með íslenskum ferðaskilríkjum

Maria Alyok­hina flúði Rúss­land í apríl á síð­asta ári. Hún þurfti að gera nokkr­ar til­raun­ir til að kom­ast út úr Bela­rús áð­ur en hún fékk „ferða­skil­ríki frá ótil­greindu Evr­ópu­landi“ upp í hend­urn­ar líkt og það var orð­að í um­fjöll­un New York Times. Þau skil­ríki voru ís­lensk.

Komst frá Belarús með íslenskum ferðaskilríkjum
Á sviði Maria Alyokhina stendur hér keik fyrir miðju við flutning á verkinu Riot Days. Til vinstri er Diana Burkot og til hægri er Olga Borisova. Fyrir aftan þær mundar Alina Petrova raffiðlu sína. Mynd: Tara Tjörvadóttir

Tímabundin ferðaskilríki frá Íslandi gegndu lykilhlutverki þegar Maria Alyokhina ferðaðist yfir landamæri Belarús að Litháen á síðasta ári. Maria, eða Masha eins og hún er oftast kölluð, hafði þá nýlega tekist að komast burt frá heimalandi sínu Rússlandi. Masha sat í varðhaldi þegar Rússar réðust inn í Úkraínu og fréttin barst henni til eyrna úr útvarpi sem hún var með í klefanum sínum. Þá þurfti hún að taka ákvörðun um hvað hún ætlaði að gera í framhaldinu. Hún vildi berjast gegn stríðinu og til þess þurfti hún að komast burt úr landinu, enda taka yfirvöld hart á öllum gagnrýnisröddum.

Það sem helst vakti athygli við flótta Möshu var sendlabúningurinn sem hún notaði til að dulbúa sig. Þegar Masha sat inni greip Lucy Shtein, kærasta Möshu, til þess ráðs að kaupa slíkan búning til þess að geta skroppið út úr íbúð þeirra og í göngutúra en byggingin þeirra var undir eftirliti lögreglu.

„Heimsendingar á mat eru mjög algengar í Rússlandi og svona sendlar eru út um allt svo þannig tókst henni að komast í göngutúra á meðan ég var í fangelsi. Svo þegar hún yfirgaf landið þá skildi hún gallann eftir handa mér. Ég var enn undir eftirliti svo ég notaði gallann til þess að komast út úr byggingunni sem íbúðin okkar var í en ég var ekki í honum alla leiðina út úr Rússlandi. Það hefði verið mjög skrítið að vera í svona sendlagalla í bíl við landamærin inn í Belarús,“ segir Masha hlæjandi í samtali við Heimildina.

Ragnar Kjartansson hjálpaði til

Það reyndist henni þó þrautinni þyngri að komast í burtu frá Belarús. New York Times tók viðtal við Möshu og fjallaði í löngu máli um svaðilförina en hún tókst að hluta til vegna aðstoðar frá myndlistarmanninum Ragnari Kjartanssyni sem náði að útvega Möshu ferðaskilríki frá ótilgreindu Evrópulandi, eins og það var orðað í greininni.

Þær Masha og Lucy hafa nú báðar fengið íslenskan ríkisborgararétt. Spurð að því hvort hún geti nú staðfest, í ljósi íslenska ríkisborgararéttarins, að ferðaskilríkin sem hún fékk í Belarús hafi verið íslensk segir Masha ekki geta tjáð sig um það.

„Ég get ekki talað um ferðaskilríkin mín, það er það eina sem ég get ekki talað um.“

Svarið fékkst hjá umboðsmanninum

Svarið við þessari spurningu fékkst þó síðar sama kvöld og viðtalið var tekið, frá umboðsmanni hljómsveitarinnar, Alexander Cheparukin. Áður en Pussy Riot steig á stokk í Herðubreið þá hélt hann stutta tölu þar sem hann kynnti meðlimi sveitarinnar. Þar rakti hann flótta Möshu í stuttu máli og sagði hana þrisvar sinnum hafa reynt að komast yfir landamærin út úr Belarús. 

„Loksins tókst henni að komast yfir landamæri með gildum ferðaskilríkjum. Núna vitum við það og það er ekkert leyndarmál að hún fékk í hendurnar tímabundin, afar tímabundin ferðaskilríki frá Íslandi sem henni voru send til Belarús. Fyrir viku síðan fékk hún svo íslenskt vegabréf í Reykjavík og þess vegna erum við hér,“ sagði umboðsmaðurinn um miðjan júlí.

Fáar leiðir greiðar út úr Rússlandi

Frekari spurningar til Möshu um það hvernig hún komst á brott báru ekki miklan árangur, hún vildi helst ekki tjá sig mikið um það. Skiljanlega, gæti einhver sagt, sérstaklega í ljósi þess sem hún þó sagði undir lok viðtalsins, í þann mund sem hópurinn þurfti að hlaupa niður í félagsheimilið til þess að koma sér í hljóðprufu fyrir tónleika kvöldsins.

„Ég held að það sem er mikilvægast fyrir þig að skilja er það að í Rússlandi eru mjög margir í mikilli hættu. Það eru ekki margar greiðar leiðir út úr landinu. Fólk er að nota þessar leiðir og þeir aðgerðasinnar sem aðstoða fólk við að koma sér í burtu þurfa að notast við sömu, fáu leiðirnar og því minna sem við tölum um þær, því betra fyrir fólkið sem enn þarf að nota þessar leiðir til að koma sér burt.“

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár