Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Komst frá Belarús með íslenskum ferðaskilríkjum

Maria Alyok­hina flúði Rúss­land í apríl á síð­asta ári. Hún þurfti að gera nokkr­ar til­raun­ir til að kom­ast út úr Bela­rús áð­ur en hún fékk „ferða­skil­ríki frá ótil­greindu Evr­ópu­landi“ upp í hend­urn­ar líkt og það var orð­að í um­fjöll­un New York Times. Þau skil­ríki voru ís­lensk.

Komst frá Belarús með íslenskum ferðaskilríkjum
Á sviði Maria Alyokhina stendur hér keik fyrir miðju við flutning á verkinu Riot Days. Til vinstri er Diana Burkot og til hægri er Olga Borisova. Fyrir aftan þær mundar Alina Petrova raffiðlu sína. Mynd: Tara Tjörvadóttir

Tímabundin ferðaskilríki frá Íslandi gegndu lykilhlutverki þegar Maria Alyokhina ferðaðist yfir landamæri Belarús að Litháen á síðasta ári. Maria, eða Masha eins og hún er oftast kölluð, hafði þá nýlega tekist að komast burt frá heimalandi sínu Rússlandi. Masha sat í varðhaldi þegar Rússar réðust inn í Úkraínu og fréttin barst henni til eyrna úr útvarpi sem hún var með í klefanum sínum. Þá þurfti hún að taka ákvörðun um hvað hún ætlaði að gera í framhaldinu. Hún vildi berjast gegn stríðinu og til þess þurfti hún að komast burt úr landinu, enda taka yfirvöld hart á öllum gagnrýnisröddum.

Það sem helst vakti athygli við flótta Möshu var sendlabúningurinn sem hún notaði til að dulbúa sig. Þegar Masha sat inni greip Lucy Shtein, kærasta Möshu, til þess ráðs að kaupa slíkan búning til þess að geta skroppið út úr íbúð þeirra og í göngutúra en byggingin þeirra var undir eftirliti lögreglu.

„Heimsendingar á mat eru mjög algengar í Rússlandi og svona sendlar eru út um allt svo þannig tókst henni að komast í göngutúra á meðan ég var í fangelsi. Svo þegar hún yfirgaf landið þá skildi hún gallann eftir handa mér. Ég var enn undir eftirliti svo ég notaði gallann til þess að komast út úr byggingunni sem íbúðin okkar var í en ég var ekki í honum alla leiðina út úr Rússlandi. Það hefði verið mjög skrítið að vera í svona sendlagalla í bíl við landamærin inn í Belarús,“ segir Masha hlæjandi í samtali við Heimildina.

Ragnar Kjartansson hjálpaði til

Það reyndist henni þó þrautinni þyngri að komast í burtu frá Belarús. New York Times tók viðtal við Möshu og fjallaði í löngu máli um svaðilförina en hún tókst að hluta til vegna aðstoðar frá myndlistarmanninum Ragnari Kjartanssyni sem náði að útvega Möshu ferðaskilríki frá ótilgreindu Evrópulandi, eins og það var orðað í greininni.

Þær Masha og Lucy hafa nú báðar fengið íslenskan ríkisborgararétt. Spurð að því hvort hún geti nú staðfest, í ljósi íslenska ríkisborgararéttarins, að ferðaskilríkin sem hún fékk í Belarús hafi verið íslensk segir Masha ekki geta tjáð sig um það.

„Ég get ekki talað um ferðaskilríkin mín, það er það eina sem ég get ekki talað um.“

Svarið fékkst hjá umboðsmanninum

Svarið við þessari spurningu fékkst þó síðar sama kvöld og viðtalið var tekið, frá umboðsmanni hljómsveitarinnar, Alexander Cheparukin. Áður en Pussy Riot steig á stokk í Herðubreið þá hélt hann stutta tölu þar sem hann kynnti meðlimi sveitarinnar. Þar rakti hann flótta Möshu í stuttu máli og sagði hana þrisvar sinnum hafa reynt að komast yfir landamærin út úr Belarús. 

„Loksins tókst henni að komast yfir landamæri með gildum ferðaskilríkjum. Núna vitum við það og það er ekkert leyndarmál að hún fékk í hendurnar tímabundin, afar tímabundin ferðaskilríki frá Íslandi sem henni voru send til Belarús. Fyrir viku síðan fékk hún svo íslenskt vegabréf í Reykjavík og þess vegna erum við hér,“ sagði umboðsmaðurinn um miðjan júlí.

Fáar leiðir greiðar út úr Rússlandi

Frekari spurningar til Möshu um það hvernig hún komst á brott báru ekki miklan árangur, hún vildi helst ekki tjá sig mikið um það. Skiljanlega, gæti einhver sagt, sérstaklega í ljósi þess sem hún þó sagði undir lok viðtalsins, í þann mund sem hópurinn þurfti að hlaupa niður í félagsheimilið til þess að koma sér í hljóðprufu fyrir tónleika kvöldsins.

„Ég held að það sem er mikilvægast fyrir þig að skilja er það að í Rússlandi eru mjög margir í mikilli hættu. Það eru ekki margar greiðar leiðir út úr landinu. Fólk er að nota þessar leiðir og þeir aðgerðasinnar sem aðstoða fólk við að koma sér í burtu þurfa að notast við sömu, fáu leiðirnar og því minna sem við tölum um þær, því betra fyrir fólkið sem enn þarf að nota þessar leiðir til að koma sér burt.“

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu