Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir rúmlega 9 mánuðum.

10 gleymdar útihátíðir

Yf­ir stend­ur fjöldi úti­há­tíða þessa versl­un­ar­manna­helgi líkt og venj­an hef­ur ver­ið síð­ustu hálfa öld. Þótt sið­ur­inn sé gam­all lifa há­tíð­irn­ar hins veg­ar mis­lengi. Hér er fjall­að um nokkr­ar um­tal­að­ar, en skamm­líf­ar há­tíð­ir.

10 gleymdar útihátíðir
Atlavík Frá útihátíðinni í Atlavík árið 1984.

1. Fimm þúsund smokkar á Húnaveri

Haldnar voru þrjár úti­há­tíðir um versl­un­ar­manna­helg­ina í Húna­veri á árunum 1989-91 á vegum Jak­obs Frí­manns Magn­ús­sonar og Stuð­manna. Sú fyrsta er fræg­ust þeirra, en þar mættu alls 7-8 þús­und manns. Blaða­maður Tím­ans lýsti úti­há­tíð­inni svo­leið­is: „Stans­laus tón­list í þrjá og hálfan sól­ar­hring. Drukknir ung­ling­ar, sof­andi, dans­andi, hlæj­andi, í fam­lög­um;skríð­andi vafr­andi, grát­andi, leit­andi. Rusl, enda­laust rusl, fjúk­andi papp­ír, bjór­dós­ir, gos­dós­ir, gos­flöskur, vín­flösk­ur.“ Hátíðin var einnig þekkt fyrir smokka­þurrð, en á föstu­degi hátíð­ar­innar sagði Jakob Frí­mann að búið væri að selja fimm þús­und smokka og verið væri að senda eftir meiri birgð­u­m. 

2. Rauðhetta 1977

Úti­há­tíðin Rauð­hetta var haldin þrisvar yfir versl­un­ar­manna­helgi á árunum 1976-78, en hún var skipu­lögð af skáta­hreyf­ing­unni. Fyrsta hátíðin var fjöl­mennu­st, en þar mættu um sex þús­und manns. Sam­kvæmt Glatkist­unni var skemmt­unin sögð vera áfeng­is­laus, en lítið væri þó um eft­ir­fyglni og ekki leitað að áfengi á ungum gest­um, „sem margir skemmtu sér dauða­drukkn­ir.“ Í Dag­blað­inu stóð einnig að hátíðin 1977 hafi farið fram vel, „þrátt fyrir mikla vætu útvortis sem inn­vort­is.“ Þar var einnig sagt frá ýmsum keppnum sem áttu sér stað á hátíð­inni, þar á meðal mara­þons­kossa­keppni, þar sem sig­ur­veg­ar­arnir voru í sleik í rúman klukku­tíma uppi á svið­i. 

3. Húsafellshátíðin

Ung­menna­sam­band Borg­ar­fjarðar hélt sum­ar­há­tíð í Húsa­fells­skógi  um versl­un­ar­manna­helg­ina á árunum í kringum 1970. Fræg­ust þeirra var hátíðin árið 1969, þar sem talið er að aðsóknin hafi náð upp í 20 þús­und manns. Þar spil­uðu meðal ann­ars hljóm­sveit Ingi­mars Eydal og Trú­brot, sem titluð var „vin­sælasta ung­linga­hljóm­sveitin um þessar mund­ir“ af blaða­manni Tím­ans. Morg­un­blaðið sagði að hljóm­sveit­irnar á hátíð­inni hefðu verið „svo góðar að margir ung­lingar gleymdu að dansa en stóðu bara og hlust­uð­u.“ Blöðin voru sam­mála um að hátíðin hafi tek­ist vel, þrátt fyrir tölur um á að þriðja hund­rað hefðu verið „teknir úr umferð“ og sex tjöld hafi brunn­ið. 

4. Saltstokk

Ekki var jafn­vel fjallað um Saltvík­ur­há­tíð­ina sem fór fram á Kjal­ar­nesi um hvíta­sunnu­helg­ina árið 1971. Hátíðin sótti fyr­ir­mynd sína til Wood­stock-há­tíð­ar­innar í Banda­ríkj­unum og var því oft kölluð Salt­stokk. Að baki hátíð­inni stóð Æsku­lýðs­ráð Reykja­víkur og talið er að um 10 þús­und manns hafi sótt hana. Þar léku meðal ann­arra Trú­brot, Ríó Tríó, Roof Tops og Árni Johnsen, en sam­kvæmt blaðaum­fjöll­unum um Saltvík­ur­há­tíð­ina var þar „al­menn ölvun“ og talað um „litla sjálfs­stjórn ung­menna.“ Ekk­ert ald­urs­tak­mark var á hátíð­ina sjálfa, en sam­kvæmt einum aðstand­enda hennar tók tón­leika­dag­skráin mið af smekk fjórtán ára ung­linga. 

5. Smíðakennarinn í Atlavík

Úti­há­tíðin í Atla­vík í Hall­orms­stað­ar­skógi var haldin yfir versl­un­ar­manna­helg­ina árin 1980-1985, en að henni komu Stuð­menn og Ung­menna-og íþrótta­sam­band Aust­ur­lands (UÍ­A). Fræg­ust þeirra er úti­há­tíðin árið 1984, en þá kom Bít­ill­inn Ringo Starr og tók lagið með Stuð­mönn­um. Ringo sagð­ist líka vel við sig meðal heima­manna, en frægt er þegar Íslend­ingur kom upp að honum og spurði hvort bít­ill­inn hefði ekki kennt honum smíðar á Eiðum árið áður.  Sam­kvæmt umfjöllun DV komu yfir 6000 manns til Atla­víkur það árið og var þar „brjálað fjör og mikil ölv­un.“

6. Viðeyjarhátíðin 84

Á sama tíma og Ringo mætti til Atla­víkur 1984 var haldin úti­há­tíð í Viðey þar sem margar helstu hljóm­sveitir lands­ins á þeim tíma tróðu upp.  Hátíðin var þó talin vera eitt stórt klúð­ur, en hennar er minnst sem „veisl­unnar sem aldrei varð,“ sökum fámenn­ist. Búist var við 2500 gest­um, en rétt tæp­lega 400 manns mættu. Sam­kvæmt umfjöllun DV um málið skrif­ast fámennið bæði upp á rok og rign­ingu sem var í Viðey á þeim tíma sem og komu Ringo Starr á Hall­orms­stað.

7. Eiðar 1993-1994

UÍA hélt svo aftur úti­há­tíð á Eiðum á Hér­aði árin 1992 og 1993, þar sem Ringo Starr átti að hafa kennt smíð­ar. Þar komu meðal ann­ars fram Jet Black Joe, Nýdönsk og GCD, en fjöldi tón­leika­gesta var þó mun minni en í Atla­vík ára­tugi fyrr og talið er að hann hafi ekki náð yfir tveimur þús­und­um. Í sam­tali við Kjarn­ann sagði Jónas Þór Jóhanns­son, skipu­leggj­andi hátíð­ar­inn­ar, að erf­ið­lega hafi gengið að fá fólk úr Reykja­vík, bæði sökum kostn­aðar og sam­keppni við aðrar úti­há­tíðir víðs vegar um land­ið. 

8. Fyrsta rave-ið

Sú hátíð sem veitti Eiðum ef til vill hvað mesta sam­keppni var úti­há­tíðin Eld­borg á Kald­ár­melum 1992. Henni var lýst sem íþrótta-og fjöl­skyldu­há­tíð, en þar komu meðal ann­ars fram SSSól, Nýdönsk og Hemmi Gunn. Meðal nýj­unga á hátíð­inni var þó sér­stakt „ra­ve-­tjald,“ þar sem raf­tón­list var spiluð í botni. Hátíðin var svo end­ur­tekin aftur árið 2001, en hún var öllu umdeild­ari og þekkt­ust fyrir fjölda nauðg­un­ar-og fíkni­efna­mála sem komu upp á borð lög­reglu vegna henn­ar.

9. Uxi 95

Önnur umdeild hátíð var haldin árið 1995 á Kirkju­bjæj­ar­klaustri og bar heitið UXI ’95. Þar komu fram erlendar stór­stjörnur á borð við Björk, Prodigy og Aphex Twin, en ekki hafði þekkst að bjóða svona stórum núm­erum á tón­leika yfir versl­un­ar­manna­helgi áður. Í fjöl­miðlum varð hátíðin hins vegar þekkt fyrir áfeng­is- og eit­ur­lyfja­notkun og þurftu nokkrir að leita til læknis vegna E-pillu­neyslu.Lög­reglan á Suð­ur­landi þótti hins vegar ekki mikið um lyfja­neyslu á svæð­inu og sagði fíkni­efna­sala hafa hrein­lega horfið af svæð­inu vegna þess að eng­inn hafi viljað kaupa neitt frá þeim. Svip­myndir frá UXA má sjá hér að ofan.

10. Halló Akureyri

Á Akur­eyri var sex versl­un­ar­mann­ar­helgar í röð haldin hátíðin Halló Akur­eyri, á milli áranna 1994 og 1999. Fjöldi hátíð­ar­gesta fór vax­andi með árun­um, allt frá 5 þús­und árið 1994 upp í 15 þús­und árið 1999. Hátíðin var þá mikið gagn­rýnd fyrir ung­linga­drykkju og lagð­ist af því af. Sam­kvæmt grein í DV voru heima­menn afar gagn­rýnir á mik­inn drykkju­skap og ólæti aðkomu­manna, en það leiddi til þess að engin frek­ari leyfi voru gefin til svo umfangs­mik­ils skemmt­ana­halds innan bæj­ar­markanna. Því var engin úti­há­tíð haldin í bænum árið 2000, en ári eftir það kom svo hátíðin Ein með öllu, sem enn er haldin fyrir norð­an.

Þessi grein birtist fyrst á Kjarnanum um verslunarmannahelgina árið 2018.
Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
4
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
9
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
3
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
7
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár