Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Borgar 276 þúsund krónum meira fyrir leikskólapláss í Kópavogi en Reykjavík á ári

Helen Rut Ást­þórs­dótt­ir er með­al þeirra for­eldra sem gagn­rýna nýja gjald­skrá leik­skóla í Kópa­vogi. Leik­skóla­vist barns sem er sex tíma á dag í leik­skól­an­um kost­ar 10.462 krón­ur en fyr­ir barn sem er í átta tíma á dag þarf að greiða 49.474 krón­ur. Kópa­vogs­bær sendi frá sér aug­lýs­ingu til nýbak­aðra for­eldra að þeir geti feng­ið sér vinnu á leik­skóla og þannig fari barn­ið þeirra í for­gang auk þess sem þeir fengju af­slátt af gjöld­un­um.

Borgar 276 þúsund krónum meira fyrir leikskólapláss í Kópavogi en Reykjavík á ári
Leikskólabarn Munað getur tugum þúsunda á kostnaði við að senda barn í leikskóla samkvæmt nýrri gjaldskrá Kópavogs, þrátt fyrir að munur á lengd dagvistar séu aðeins tveir eða þrír tímar. Mynd: Facebook / Leikskólinn Jörfi

Ákvörðun Kópavogsbæjar um ný leikskólagjöld hefur verið í brennidepli síðustu daga. Nú munu foreldrar barna sem eru í leikskóla sex tíma eða minna á dag ekki borga neitt daggjald. Hins vegar mun daggjald þeirra barna sem dvelja meira en sex tíma á dag hækka töluvert. Leikskólavist barns sem er í sex tíma á dag í leikskólanum kostar nú 10.462 krónur, en fyrir barn sem er í átta tíma á dag þarf að greiða 49.474 krónur. Þrátt fyrir verðhækkunina hyggst Kópavogsbær skerða þjónustu þar sem leikskólar eiga að loka milli jóla- og nýárs, í vetrarfríum og Dymbilvikunni. 

Helen Rut Ástþórsdóttir er meðal foreldra leikskólabarna í Kópavogi sem gagnrýna ákvörðunina. Sjálf á Helen Rut fjóra syni, þrír eru í grunnskóla en sá yngsti er enn á leikskóla. Þegar Heimildin náði tali af Helen Rut hafði hún nýlokið við að skrifa bréf sem senda á til Kópavogsbæjar vegna málsins. „Ég hef fengið fullt af persónulegum skilaboðum frá foreldrum, það eru ekki allir sem vilja tjá sig opinberlega, og þetta er bara aukið flækjustig fyrir marga. Fólk sér fyrir sér aukin útgjöld og þetta er erfitt fyrir mörg heimili. Foreldrar eru ekki sáttir enda geta ekki allir minnkað við sig vinnu eða borgað þessu háu leikskólagjöld.“

Öll stytting jákvæð 

Um þessar mundir eru tvö prósent allra leikskólabarna í Kópavogi í sex tíma dagvistun. Á vefsíðu Kópavogsbæjar þar sem nýja gjaldskráin er tilkynnt segir: „Öll stytting hefur jákvæð áhrif á leikskólastarfið, minnkar álag, styrkir faglegt starf og auðveldar mönnun. Styttri dvalartími hefur jákvæð áhrif á börnin sem og skipulag og starfsemi leikskóla.“

Í viðtali við Andra Stein Hilmarsson, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem birtist á Vísi þann 3. ágúst segir: „Það verður bara gaman að sjá hversu margir sjá sér kleift að gera breytingar og styttingar á leikskóladvöl barnsins síns.“ 

Sumarfrí foreldra dekka þetta ekki

Helen Rut lýsir reynslu sinni af leikskólakerfinu í Kópavogi almennt sem jákvæðri en allir hennar synir hafa verið í leikskóla þar. Hún segist þó hafa fundið fyrir aukinni mannekklu fyrir heimsfaraldur, á meðan honum stóð og eftir hann. Stytting vinnuvikunnar spilar þar líka inn í en það eru fjórar klukkustundir á hvert stöðugildi. Helen Rut segist hafa stokkið til og sótt strákana fyrr ef mannskap vantar á leikskólana án þess að það hafi verið neitt vandamál. 

Hins vegar hefur ný ákvörðun Kópavogsbæjar um skerta þjónustu það í för með sér að foreldrar og forsjárfólk er krafið um ansi marga frídaga. „Samkvæmt þessum nýju reglugerðum ætla þeir að hafa lokað á milli jóla- og nýárs, í Dymbilvikunni og vetrarfríum. Þarna ertu með auka 11 daga, plús starfsdaga og sumarfríið. Einstaklingur á venjulegum vinnumarkaði á bara 25 daga sumarfrí. En fyrir þetta þarft þú þarft 37 daga í frí til að dekka þetta allt.“

„Þér er boðið að sækja um vistun fyrir barnið þitt þessa daga í þeim skólum sem koma til með að vera opnir. Fólk sem á börn veit alveg að þú ferð ekki bara með börn í ókunnugar aðstæður þó það verði einn starfsmaður þarna af leikskóla barnsins. Þetta er vanhugsað og bara hugsað útfrá því að þeir ætli að leysa sín mannauðsvandamál með þvi að foreldrar minnki við sig í vinnu.“

Inná vefsíðu Kópavogsbæjar stendur að: „styttri dvalartími hafi sömuleiðis jákvæð áhrif á börn með tillliti til vellíðunar og skapar aukin tækifæri til samveru fjölskyldunnar.“ Helen Rut spáir því að mæður muni frekar taka á sig minna hlutfall í vinnu til að koma í veg fyrir að borga leikskólagjöldin. „Þarna er bara verið að ýta konum aftur inn á heimilin sem er ekki gott.“ 

Hún bætir við: „Þrátt fyrir að foreldrar hafi sveigjanleika í starfi að þá er það ekki minna vinnuhlutfall, þú verður alltaf að klára vinnuskylduna þína. Er þá lausn að fara að vinna á kvöldin heima? Það gengur til dæmis ekki fyrir mig, ég er með fjögur börn heima.“

Nýlega sendi Kópavogsbær frá sér auglýsingu markaðssetta fyrir foreldra sem eru að ljúka fæðingarorlofi og vantar leikskólapláss.

Auglýsing til foreldraBærinn reynir að skapa hvata fyrir foreldra til að vinna á leikskólum.

Um auglýsinguna segir Helen Rut: „Mér finnst þetta til dæmis ekki réttlætanleg auglýsing fyrir aðra sem eru í þessari stöðu og langar ekki að vinna á leikskóla. Það er fullt af fólki sem er búið að mennta sig á öðrum sviðum og vill starfa á þeim en það hefur færri pláss á milli sín.“

Aðspurð hvort að þetta hafi áhrif á vilja hennar til að búa í Kópavogsbæ segir hún svo ekki vera. „Það er svolítið flókið að þurfa að flytja með sex manna fjölskyldu úr bæjarfélaginu. En vissulega er ég ekki manneskja sem segi fólki að flytja hingað því það er svo æðislegt að búa í Kópavogi. Nú er það orðið lang dýrast. Ég borga 276 þúsund meira hér á ári heldur en í Reykjavík með eitt barn.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðröður Jónsson skrifaði
    Þetta fyrir komulag eykur ójöfnuð. Viljum við þannig samfélag?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
3
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
4
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Secret Recording Exposes Political Deals Behind Iceland’s Whaling Licenses
6
English

Secret Record­ing Exposes Political Deals Behind Ice­land’s Whal­ing Licens­es

Prime Mini­ster Bjarni Bene­dikts­son has gran­ted whal­ing licens­es to two Icelandic whal­ing operati­ons. But secret record­ings of the son and bus­iness partner of a mem­ber of parlia­ment revea­led a political scheme behind the decisi­on, alle­ged­ly in­volving Bjarni tra­ding political favours that ensured that the MP’s close friend would recei­ve a whal­ing licen­se, even if political parties oppos­ing whal­ing were to take power.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár