Sorpa vill ekki burðarpokana úr Bónus í lífrænu tunnuna

Bón­us vill meina að flokka eigi „líf­brjót­an­legu“ burðar­pok­ana með líf­ræn­um úr­gangi. Sorpa seg­ir þá eiga að fara í al­mennt rusl. Kalka seg­ir þá eiga heima í plast­tunn­unni. Á öðr­um stöð­um á land­inu eru þeir not­að­ir und­ir líf­ræn­an úr­gang.

Sorpa vill ekki burðarpokana úr Bónus í lífrænu tunnuna
100% niðurbrot Bónus segir að með tilkomu lífbrjótanlegu burðarpokanna hafi sparast allt að 200 tonn af plasti á ári. Mynd: Bónus

Lífbrjótanlegir burðarpokar, líkt og þeir sem Bónusverslanir bjóða upp á, eiga ekki að fara í lífrænu tunnuna á höfuðborgarsvæðinu heldur í almennan úrgang (gömlu góðu gráu tunnuna) samkvæmt upplýsingum frá Sorpu. Kalka á Suðurnesjum vill að pokar þessir fari í plasttunnuna og í einhverjum byggðarlögum úti á landi má nota hann undir lífrænan úrgang.

„Frumskógur og misvísandi upplýsingar,“ segir fólk sem lætur sig endurvinnslumál varða á Facebook-síðu um áhugamálið. „Verið er að stíga skref í rétta átt og vonandi verður öll flokkun og allar merkingar samræmd á landinu öllu fljótlega,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson, upplýsingafulltrúi Sorpu, við Heimildina.

„Bónus-burðarpokarnir brotna 100% niður ef þeir eru flokkaðir með lífrænum úrgangi,“ segir á vef Bónuss. Með tilkomu lífniðurbrjótanlegu burðarpokanna hafi sparast allt að 200 tonn af plasti á hverju ári.

GAJA ræður ekki við pokana

Gunnar Dofri segir það vissulega rétt að pokarnir brotni niður en á lengri tíma en almennur lífrænn úrgangur líkt og matarleifar. Og þess vegna henta þeir ekki til vinnslu hjá gas- og jarðgerðarstöðinni GAJA. Þá endurvinnast þeir ekki heldur eins og plast – því þeir eru einmitt ekki úr plasti. „Við þurfum að hafa mikla stjórn á hráefninu sem kemur inn í GAJA og lífplast hegðar sér í grunninn eins og plast í vinnslunni.“

Það jákvæða er, að mati Gunnars Dofra, að með aukinni umræðu um flokkun séu fyrirtæki að verða sífellt meðvitaðri og hafa sum hver sett sig í samband við Sorpu til að fá leiðbeiningar um merkingar á umbúðum sínum.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár