Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Er rétti tíminn til að fara yfir í verðtryggt lán?

Ef marka má for­spá Seðla­banka Ís­lands verða verð­tryggð hús­næð­is­lán mun hag­stæð­ari í heild­ina en óverð­tryggð lán næstu miss­eri. Þar með er þó ekki öll sag­an sögð.

Greiðslur af óverðtryggðum húsnæðislánum eru orðnar svo háar að 40 ára óverðtryggt lán jafngildir jafnháu 12 ára verðtryggðu láni í greiðslubyrði. Ef verðbólguspá Seðlabanka Íslands fer nálægt því að rætast kemur lántakandi mörgum milljónum króna betur út úr verðtryggða láninu en því óverðtryggða á núverandi föstum vöxtum. Færa má rök fyrir því að þau sem ætla að taka verðtryggt lán ættu að gera það snemma í ágúst.

Spá minni verðbólgu

Sögulega eru vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum sérstaklega háir á Íslandi, eða upp undir 10,5% hjá Íslandsbanka. Á sama tíma er hægt að fá vexti á verðtryggð lán niður í 2,65% hjá Íslandsbanka og enn lægri hjá ýmsum lífeyrissjóðum, fyrir sjóðsfélaga. Til þess að verðtryggða lánið sé óhagstæðara en óverðtryggða lánið þarf verðbólgan, sem hækkar höfuðstól verðtryggðra lána, því að vera hátt í 8%. Í dag er verðbólgan 7,6% á ársgrundvelli. En það segir ekki alla söguna, því verðbólga er mæling …

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár