Greiðslur af óverðtryggðum húsnæðislánum eru orðnar svo háar að 40 ára óverðtryggt lán jafngildir jafnháu 12 ára verðtryggðu láni í greiðslubyrði. Ef verðbólguspá Seðlabanka Íslands fer nálægt því að rætast kemur lántakandi mörgum milljónum króna betur út úr verðtryggða láninu en því óverðtryggða á núverandi föstum vöxtum. Færa má rök fyrir því að þau sem ætla að taka verðtryggt lán ættu að gera það snemma í ágúst.
Spá minni verðbólgu
Sögulega eru vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum sérstaklega háir á Íslandi, eða upp undir 10,5% hjá Íslandsbanka. Á sama tíma er hægt að fá vexti á verðtryggð lán niður í 2,65% hjá Íslandsbanka og enn lægri hjá ýmsum lífeyrissjóðum, fyrir sjóðsfélaga. Til þess að verðtryggða lánið sé óhagstæðara en óverðtryggða lánið þarf verðbólgan, sem hækkar höfuðstól verðtryggðra lána, því að vera hátt í 8%. Í dag er verðbólgan 7,6% á ársgrundvelli. En það segir ekki alla söguna, því verðbólga er mæling …
Athugasemdir