Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Senuþjófar sumarsins

Fyr­ir ut­an hið and­lausa plastæv­in­týri Barbie eru stóru sum­ars­mell­irn­ir frá Hollywood að venju flest­ir með karla í að­al­hlut­verk­um. En það kem­ur ekki í veg fyr­ir að nokk­ur kjarna­kvendi steli sen­unni.

Senuþjófar sumarsins
Helena Shaw Guðdóttir Indy.

Fimmta Indiana Jones-myndin reynist til dæmis prýðileg skemmtun – enda er Phoebe Waller-Bridge stórskemmtileg þar sem harðhausinn Helena Shaw, guðdóttir Indy, sem hann kallar ávallt Wombat. Persónan er eins og beint upp úr orðheppnum screwball-myndum fimmta áratugarins og Waller-Bridge fer ótrúlega vel að leika ólíkindatól og hörkutól með passlega sveigjanlegan siðferðiskompás. Svo horfir maður bara á Fleabag-þættina hennar aftur, á meðan maður lætur sig dreyma um að hún fái sína eigin hasarseríu, enda er myndin í raun ekkert síður um hana en Dr. Jones.

Mission: Impossible-myndirnar hafa alltaf þurft að reiða sig á öflugar mótleikkonur til að draga fram alvöru tilfinningar úr spýtukallinum Tom Cruise – og tókst það best í þeirri fimmtu, þar sem hin sænska Rebecca Ferguson labbar beint inn úr Casablanca sem hasarútgáfan af Ilsu Lund, enda nefnd eftir henni – Ilsa Faust. Hún er því miður lítið í nýjustu myndinni, en það er myndinni til happs að handbendi skúrksins er Paris, þögult morðkvendi sem Pom Klementieff leikur og skapar eftirminnilega persónu með líkamstjáningu, danskenndum bardagahreyfingum og svipbrigðum – það er nánast eins og hún hafi villst úr þögulli mynd og stelur þessari splunkunýju talmynd með húð og hári.

Kjósa
-3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu