Senuþjófar sumarsins

Fyr­ir ut­an hið and­lausa plastæv­in­týri Barbie eru stóru sum­ars­mell­irn­ir frá Hollywood að venju flest­ir með karla í að­al­hlut­verk­um. En það kem­ur ekki í veg fyr­ir að nokk­ur kjarna­kvendi steli sen­unni.

Senuþjófar sumarsins
Helena Shaw Guðdóttir Indy.

Fimmta Indiana Jones-myndin reynist til dæmis prýðileg skemmtun – enda er Phoebe Waller-Bridge stórskemmtileg þar sem harðhausinn Helena Shaw, guðdóttir Indy, sem hann kallar ávallt Wombat. Persónan er eins og beint upp úr orðheppnum screwball-myndum fimmta áratugarins og Waller-Bridge fer ótrúlega vel að leika ólíkindatól og hörkutól með passlega sveigjanlegan siðferðiskompás. Svo horfir maður bara á Fleabag-þættina hennar aftur, á meðan maður lætur sig dreyma um að hún fái sína eigin hasarseríu, enda er myndin í raun ekkert síður um hana en Dr. Jones.

Mission: Impossible-myndirnar hafa alltaf þurft að reiða sig á öflugar mótleikkonur til að draga fram alvöru tilfinningar úr spýtukallinum Tom Cruise – og tókst það best í þeirri fimmtu, þar sem hin sænska Rebecca Ferguson labbar beint inn úr Casablanca sem hasarútgáfan af Ilsu Lund, enda nefnd eftir henni – Ilsa Faust. Hún er því miður lítið í nýjustu myndinni, en það er myndinni til happs að handbendi skúrksins er Paris, þögult morðkvendi sem Pom Klementieff leikur og skapar eftirminnilega persónu með líkamstjáningu, danskenndum bardagahreyfingum og svipbrigðum – það er nánast eins og hún hafi villst úr þögulli mynd og stelur þessari splunkunýju talmynd með húð og hári.

Kjósa
-3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár