Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Reggí í nafni móðurinnar

Sinead O‘Conn­or lést í lok júlí og hún var sann­ar­lega ekk­ert eins smells und­ur, en því er ekki að neita að eitt ákveð­ið lag, Not­hing Compares 2U, gnæf­ir dá­lít­ið yf­ir ferl­in­um. En þá er bara að grafa dýpra til að finna meiri snilld.

Reggí í nafni móðurinnar
Sinead O‘Connor Rödd Sinead var þekkt um allan heim

Sjálfur hafði ég ekki heyrt Sinead lengi þegar ég heyrði fyrir tilviljun undurfallegt og skrítið lag á óræðu enskuskotnu tungumáli á kaffihúsi – og uppgötvaði með hjálp galdratækisins Shazam að þetta væri fyrsta lag Throw Down Your Arms, sem er betur þekkt sem reggíplata Sinead.

Þar syngur hún klassísk rótar-reggílög, en sú undirgrein reggísins blandar saman trúarstefjum við mannréttindabaráttu – eitthvað sem er sömuleiðis stef á ferli og lífi söngkonunnar sjálfrar. Þetta lag heitir Jah Nu Dead og blandar saman ensku og rastafarí-slangri, Jah þýðir til dæmis Guð á rastafari. Það var upphaflega sungið af Burning Spear 1978 og rétt eins og Prince má Burning Spear þola það að ábreiða Sinead er umtalsvert betri en orginalinn.

Þá viðurkenndi Bono að söngkonan hefði rænt hjarta hans þegar hún flutti lag hans, You Made Me The Thief Of Your Heart, fyrir myndina In the Name of the Father. Það kom aldrei annað til greina en að láta Sinead syngja lagið, eða eins og Jim Sheridan, leikstjóri myndarinnar, orðaði það: „Þótt myndin heiti Í nafni föðurins, þá snýst þetta allt um móðurina. Karlmaður getur ekki sungið þetta lag. Móðir Írland þarf kvenrödd.“

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár