Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Reggí í nafni móðurinnar

Sinead O‘Conn­or lést í lok júlí og hún var sann­ar­lega ekk­ert eins smells und­ur, en því er ekki að neita að eitt ákveð­ið lag, Not­hing Compares 2U, gnæf­ir dá­lít­ið yf­ir ferl­in­um. En þá er bara að grafa dýpra til að finna meiri snilld.

Reggí í nafni móðurinnar
Sinead O‘Connor Rödd Sinead var þekkt um allan heim

Sjálfur hafði ég ekki heyrt Sinead lengi þegar ég heyrði fyrir tilviljun undurfallegt og skrítið lag á óræðu enskuskotnu tungumáli á kaffihúsi – og uppgötvaði með hjálp galdratækisins Shazam að þetta væri fyrsta lag Throw Down Your Arms, sem er betur þekkt sem reggíplata Sinead.

Þar syngur hún klassísk rótar-reggílög, en sú undirgrein reggísins blandar saman trúarstefjum við mannréttindabaráttu – eitthvað sem er sömuleiðis stef á ferli og lífi söngkonunnar sjálfrar. Þetta lag heitir Jah Nu Dead og blandar saman ensku og rastafarí-slangri, Jah þýðir til dæmis Guð á rastafari. Það var upphaflega sungið af Burning Spear 1978 og rétt eins og Prince má Burning Spear þola það að ábreiða Sinead er umtalsvert betri en orginalinn.

Þá viðurkenndi Bono að söngkonan hefði rænt hjarta hans þegar hún flutti lag hans, You Made Me The Thief Of Your Heart, fyrir myndina In the Name of the Father. Það kom aldrei annað til greina en að láta Sinead syngja lagið, eða eins og Jim Sheridan, leikstjóri myndarinnar, orðaði það: „Þótt myndin heiti Í nafni föðurins, þá snýst þetta allt um móðurina. Karlmaður getur ekki sungið þetta lag. Móðir Írland þarf kvenrödd.“

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár