Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Í innhverfum, bleikum heimi

Til­vist Barbie-mynd­ar­inn­ar hef­ur varla far­ið fram­hjá mörg­um þetta sumar­ið. Jafn­vel á sól­rík­um dög­um hef­ur fólk á öll­um aldri drif­ið sig inn í rökkvað­an bíósal til að sjá þessa nýj­ustu mynd hins róm­aða leik­stjóra Gretu Gerwig, skrif­ar Salka Guð­munds­dótt­ir sem brá sér í bíó.

Í innhverfum, bleikum heimi
Barbie Kræklótt leið Barbie á hvíta tjaldið spannar hálfan annan áratug.

Nú á tímum streymisveitna, gjaldþrota bíóhúsa og hámhorfs í sófanum er raunar langt síðan viðlíka stemning hefur skapast í kringum kvikmynd. Barbie laðar til sín fjölbreyttan hóp gesta og þar býr m.a. að baki vel heppnuð auglýsingaherferð, orðspor Gretu Gerwig og aðalleikaranna tveggja, og að sjálfsögðu Barbenheimer-tvennan óvænta – en öðru fremur hverfist aðdráttaraflið þó um þetta vörumerki sem flestir þekkja, afbragð annarra brúða, Barbie frá Mattel-samsteypunni sem einnig framleiðir myndina. Kræklótt leið Barbie á hvíta tjaldið spannar hálfan annan áratug; ýmsir höfðu gert atlögu að verkinu en það voru handritshöfundarnir Gerwig og Noah Baumbach sem á endanum gripu Barbie-boltann og köstuðu í mark. Nálgun þeirra er að mörgu leyti einkennandi fyrir okkar tíma: sjálfsmeðvituð, írónísk, stór í sniðum, kapítalísk og vel meinandi en á fremur einfeldningslegan hátt sem ruggar engum bátum.

Feðraveldishugljómun

Í upphafi myndarinnar eru áhorfendur kynntir fyrir Barbielandi, litríkum stað þar sem búa ótal útgáfur af Barbie (og Ken) í einhvers konar fjölheimi (e. multiverse) en slíkar pælingar hafa birst í vaxandi mæli í dægurmenningu okkar tíma. Þar er Barbie í senn margföld og ein og söm. Á yfirborðinu er Barbieland fullkominn staður þar sem hver dagur líður á sama slétta og fellda háttinn, Barbie lifir sinn besta dag sérhvern dag enda eru lögmál þessa heims sniðin að henni. Stelpupartí, gleði og sólskin í útópískum heimi þar sem Barbie getur hvað sem er. Eins og vant er um útópíur í skáldskap gömlum og nýjum kemur þó fljótlega í ljós að ekki sitja allir við sama borð. Ken-arnir eru undirskipaður hópur, háðir duttlungum Barbie-anna. Barbieland er ekki besti heimur allra heima fyrir alla þegna landsins. Í kjölfar nokkurra undarlegra atvika ákveður Staðalmyndar-Barbie, leikin af Margot Robbie, að ferðast yfir í raunverulega heiminn til að finna stúlkuna sem leikur sér að henni svo að allt megi falla í ljúfa löð á ný (þetta meikar ekki mikið meiri sens í myndinni en það gerir á blaði). Henni fylgir laumufarþeginn Ken, leikinn af Ryan Gosling, sem verður fyrir feðraveldishugljómun í raunheimum. Það leiðir til þess að hinn áferðarfallegi Barbieheimur verður fyrir drastískum breytingum þar sem Barbie(ar) og Ken(ar) takast á en inn í söguna fléttast einnig mæðgur úr raunheimum og jakkafatakarlar frá Mattel-samsteypunni.

Ken og BarbieHrútskýrarinn Ken með Barbie sinni. Eða kannski öllu heldur: Barbie með Ken sinn.

Hrútskýringasýki Ken-anna

Sem fyrr segir er Barbie afar sjálfsmeðvituð mynd og þessi innhverfi fókus er myndinni á ýmsan hátt til trafala. Myndin er stanslaust að kommenta á sjálfa sig og á Barbie sem menningarfyrirbæri – hún er alltaf að segja okkur hvernig hún er og hvað hún fjallar um, í stað þess að treysta áhorfendum til að upplifa og skilja. Ef til vill skrifast þetta einnig á flækjustigið í handritinu, sem fer út um hvippinn og hvappinn – reynir allt í senn að vera þroska- eða frelsunarsaga bæði Kens og Barbie, hjartnæm saga mæðgna, samfélagsrýni, hugvekja um tilvistarangist og meta-skáldskapur.

Barbie er langt í frá algjörlega galin mynd; hún er þvert á móti afar meinlaus og boðskapur hennar einhvers konar niðursoðin, kapítalísk útgáfa af femínisma 101

Í seinni hlutanum fer myndin þó á ágætt flug og á mörg smellin augnablik, ekki síst þegar Barbie-arnar ákveða að höfða til hrútskýringasýki Ken-anna en sú kona er eflaust vandfundin sem kannast ekki við aðstæðurnar sem þar er lýst. Myndin er skemmtilega leikin, sérstaklega af þeim Margot Robbie og Ryan Gosling, en það er nokkuð kaldhæðnislegt að aðalkarlpersóna myndarinnar skuli stela senunni og fá í sinn hlut flestar bestu línurnar. Í viðtali The Guardian við leikstjórann Gretu Gerwig kom fram að hún taldi Barbie-myndina verða að vera algjörlega galna (e. totally bananas) og bestu atriðin í myndinni eru einmitt þegar skrefið er stígið nógu langt í átt að klikkuninni, þegar díalógurinn fær að verða nógu súrrealískur. Það er hins vegar alltof sjaldan gert og þess í stað festist handritið gjarnan í fyrrnefndum kommentum á sjálft sig og heim myndarinnar. Gerwig leitaði meðal annars fanga í gömlu söngleikjamyndunum og þess sér stað í frábæru söngatriði Kens undir lok myndarinnar. Söngatriðið er annað dæmi um vel heppnað skref yfir í meiri undarlegheit og góð tilbreyting frá tónlist sem að öðru leyti er fremur óspennandi.

Niðursoðin, kapítalísk útgáfa af femínisma

Barbie er langt í frá algjörlega galin mynd; hún er þvert á móti afar meinlaus og boðskapur hennar einhvers konar niðursoðin, kapítalísk útgáfa af femínisma 101 sem á að tryggja að ekki fari framhjá neinum. Hugmyndafræðilegur hápunktur myndarinnar er ræða sem persóna Americu Ferrera heldur yfir Barbie-unum, um þær þversagnakenndu kröfur sem gerðar eru til kvenna. Ræðan á bersýnilega að vera afar áhrifarík og skjóta föstum skotum en hún er einfaldlega endurtekning á gömlum sannleika í bland við klisjur sem nánast hvert mannsbarn hlýtur að vera búið að heyra árið 2023. Ef einhver bíógestur vissi ekki að konur lifa lífi sínu á milli steins og sleggju þá leiðir myndin viðkomandi vonandi í allan sannleika um það, en hér eru ekki settar fram neinar lausnir eða róttækar hugmyndir. Rétt eins og myndin snýst í hringi um sjálfa sig er boðskapnum beint í meinlausan, innhverfan farveg. Barbie er frábærlega hönnuð, nokkuð skondin en ómarkviss mynd þar sem grínið hefði sannarlega mátt njóta sín betur.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu