Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Brassasamba og bilað flipp

Doktor Gunni hlustaði á plöt­urn­ar IFE og Bil­að er best. Hann seg­ir ...!

Brassasamba og bilað flipp

Enn heldur litla plötubúðin á Klapparstíg, Reykjavík Record Shop, áfram að gefa út spennandi titla, sem má staðsetja á hinu víðfeðma jazz-rófi, ef það þarf endilega að staðsetja þá einhvers staðar.

Samba-jazz – djassað bossa nova – sigraði hinn vestræna heim á árunum upp úr 1960 þegar menn eins og Stan Getz og Charlie Byrd fóru í smiðjur heimamanna, snillinga á borð við gítarleikarann João Gilberto og hinn fjölhæfa Antônio Carlos Jobim, og kynntu sambaseiðinn fyrir hinum vestræna heimi. Langstærsti hittarinn úr þessu samkrulli er hið guðdómlega The Girl From Ipanema, sem alnetið vill meina að sé mest „kóveraða“ lag allra tíma á eftir Yesterday.


Ife Tolentino & Óskar Guðjónsson – IFE

Útgefandi: Reykjavík Record Shop

    

Ekki í vegabréfinu

Brasilíski gítarleikarinn og söngvarinn Ife Tolentino kynntist Óskari Guðjónssyni í London fljótlega eftir aldamótin og hafa þeir spilað saman af og til síðan, bæði hér og erlendis. Þessi plata er sú fyrsta sem Ife gerir með eigin tónlist, en Óskar mun hafa hvatt hann ítrekað til þess. Hér eru átta lög, helmingurinn ósunginn, hinn helmingurinn sunginn af Ife, sem hefur mjög svo vinalega rödd, allt á portúgölsku auðvitað, en enskar þýðingar á innra umslagi. Meðlimir úr A-landsliði íslenskra jazzista fylkja sér á bakvið Ife og Óskar – Eyþór Gunnarsson, Matthías Hemstock og Skúli Sverrisson – og rúlla upp hinni suðrænu sveiflu, enda er þetta allt í mjöðmunum og puttunum, ekki í vegabréfinu.

Draumórakennd angurværð

Lög Ifes eru mjög fín og að mestu innan hefðarinnar. Þó er stundum reikað út af hinni beinu samba-braut og á næsta draumórakenndar brautir, eins og í hinu angurværa „O Mar“, besta lagi plötunnar, sem minnir smá á Bláu augun þín, enda var Gunnar Þórðarson farinn að hlusta á lög Burt Bacharach þegar hann samdi það, og Burt kveikti auðvitað snemma á samba-perunni. Restin er ekki mikið síðri, áferðarfalleg og lungnamjúk músík, tilvalin í matarboðin og jafnvel til að gefa ömmu þinni í tækifærisgjöf (ef hún á plötuspilara). Heildarpakkinn er mjög flottur: skemmtileg mynd Spessa af titilstjörnunum, listilega fín upptaka Ívars Ragnarssonar og litskrúðug umslagshönnun Arnars Geirs Ómarssonar. Topp klassa stöff.


Magnús Trygvason Eliassen & Tómas Jónsson – Bilað er best

Útgefandi: Reykjavík Record Shop 

   

Engin pressa

Titillinn Bilað er best vísar til bilaðra hljóðfæra, sem félagarnir Magnús Trygvason Elíassen (trommari) og Tómas Jónsson (píanóleikari) nota að einhverju ráði á sinni ævintýralegu samvinnuplötu. Báðir hafa fengist við alls konar tónlist árum saman, en þessari plötu mætti helst lýsa sem tilraunakenndu flippi, oftast mjög skemmtilegu og alvörulausu. Það er algjört frelsi og engin pressa. Auðvitað er skemmtanagildið mest fyrir flytjendurna sjálfa, sumar endurtekningasamar langlokur á plötunni geta tekið á taugarnar, en sem betur fer er meirihlutinn flott flipp og oftast er gaman.

Elskum þetta drasl

Alvöruleysið skín í gegn í lagatitlunum. Hér eru t.d. „Rjómi í mallann minn Tommi“, „Geimferð í blautbúning“ og bæði „Amma og afi“ og „Afi og amma“. „Jólakort frá Dusseldorf“ er vitanlega undir hnausþykkum Kraftwerk-áhrifum, sumt hljómar eins og lagið „Ég er frjáls“ með Facon hafi lent í hakkavél, en annars er bæði boðið upp á alvöruþrungna angurværð (þá sleppir auðvitað flippinu), drón, surg, stuð og gott grúf. Í fréttatilkynningu segja þeir: „Hvað segirðu, er suð í orgelinu? Er synthesizerinn ekki innbyrðis í tjúni? Er stundum rafmagnsflökt á trommuheilanum? Okkur er bara alveg nákvæmlega sama um það. Við elskum þetta drasl.“ Hlustendur sem hafa marga fjöruna sopið eða hlustendur, sem eru tilbúnir að taka stökkið út í fjöru, munu elska þetta drasl líka.

 

 

Magnús Trygvason Eliassen & Tómas Jónsson – Bilað er best

Útgefandi: Reykjavík Record Shop

***1/2 (3 og hálf af 5)

 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár