Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ofbeldishasar, gaslýsing og pez

Sófa­kartafl­an rýn­ir í sum­ar­mynd­ir og mæl­ir með The Pez Outlaw á Net­flix – sér­stak­lega fyr­ir fólk með þrá­hyggju.

Ofbeldishasar, gaslýsing og pez
Pez kall Pez-safnaraheimurinn er eins og hver annara nördaheimur.

Sófinn í stofunni hefur ekki verið mikið brúkaður í sumar en aftur á móti hef ég lufsast í bíó endrum og eins. Hér gefur að líta bíómyndirnar frá bestu til verstu: Barbie, Indiana Jones, Fast & the Furious, Mission Impossible. Mér finnst Cruise glataðri en Diesel en hef þó smá samúð með honum því hann lítur nú út eins og gamall pabbi í útilegu. Talandi um útlit, tölvuteiknaða andlitið á Harrison Ford í Indiana Jones er svo djúpt í uncanny valley að ég á eftir að fá martraðir. Ég er Phoebe Waller-Bridge aðdáandi og þar sem hún leikur í myndinni og myndin er svo mikil Indiana Jones-mynd, mun ég sætta mig við nokkrar martraðir.

„Mér líður smá eins og ég hafi orðið fyrir menningarlegri gaslýsingu öll mín uppvaxtarár“

Í sumar endurnýjaði ég líka kynni mín við You’ve got Mail með Meg Ryan og Tom Hanks. Ég er ekki frá því að hún hafi elst mjög illa. Karakterinn sem Hanks leikur stundar next level gaslýsingu hálfa myndina og ástarsambandið sem myndin snýst um er fullkomlega óskiljanlegt. Einnig þótti mér sjokkerandi að mér hafi þótt Meg Ryan vera með flott hár. Mér er skapi næst að horfa á allar rómantísku gamanmyndir unglingsára minna og sjá hvort ég geti hægt og rólega undið ofan af þeim hræðilegu áhrifum sem þær höfðu á sjálfsmynd mína og hugmyndir um sambönd og samskipti. Mér líður smá eins og ég hafi orðið fyrir menningarlegri gaslýsingu öll mín uppvaxtarár.

En, þar sem ég efast um að fólk nenni að sjá allt þetta ofbeldissorp sem ég taldi upp áðan, að Barbie undanskilinni, þá langar mig að mæla með The Pez Outlaw á Netflix. Þetta er heimildamynd um skrýtinn lítinn kall sem blandar sér inn í Pez-safnaraheiminn með ófyrirséðum afleiðingum. Pez-heimurinn er eins og hver annar nördaheimur. Fólk með áráttur og þráhyggjur og skemmtileg áhugamál og sérþekkingu á einhverju sem fáir hafa áhuga á. Ástæðan fyrir því að ég horfði á hana er sú að fólk í kringum mig var alltaf að spyrja hvort ég væri ekki örugglega búin að sjá hana. Ef til vill sér fólk mig sem lítinn skrýtinn kall og ég er ekki 100% ósammála.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár