Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ofbeldishasar, gaslýsing og pez

Sófa­kartafl­an rýn­ir í sum­ar­mynd­ir og mæl­ir með The Pez Outlaw á Net­flix – sér­stak­lega fyr­ir fólk með þrá­hyggju.

Ofbeldishasar, gaslýsing og pez
Pez kall Pez-safnaraheimurinn er eins og hver annara nördaheimur.

Sófinn í stofunni hefur ekki verið mikið brúkaður í sumar en aftur á móti hef ég lufsast í bíó endrum og eins. Hér gefur að líta bíómyndirnar frá bestu til verstu: Barbie, Indiana Jones, Fast & the Furious, Mission Impossible. Mér finnst Cruise glataðri en Diesel en hef þó smá samúð með honum því hann lítur nú út eins og gamall pabbi í útilegu. Talandi um útlit, tölvuteiknaða andlitið á Harrison Ford í Indiana Jones er svo djúpt í uncanny valley að ég á eftir að fá martraðir. Ég er Phoebe Waller-Bridge aðdáandi og þar sem hún leikur í myndinni og myndin er svo mikil Indiana Jones-mynd, mun ég sætta mig við nokkrar martraðir.

„Mér líður smá eins og ég hafi orðið fyrir menningarlegri gaslýsingu öll mín uppvaxtarár“

Í sumar endurnýjaði ég líka kynni mín við You’ve got Mail með Meg Ryan og Tom Hanks. Ég er ekki frá því að hún hafi elst mjög illa. Karakterinn sem Hanks leikur stundar next level gaslýsingu hálfa myndina og ástarsambandið sem myndin snýst um er fullkomlega óskiljanlegt. Einnig þótti mér sjokkerandi að mér hafi þótt Meg Ryan vera með flott hár. Mér er skapi næst að horfa á allar rómantísku gamanmyndir unglingsára minna og sjá hvort ég geti hægt og rólega undið ofan af þeim hræðilegu áhrifum sem þær höfðu á sjálfsmynd mína og hugmyndir um sambönd og samskipti. Mér líður smá eins og ég hafi orðið fyrir menningarlegri gaslýsingu öll mín uppvaxtarár.

En, þar sem ég efast um að fólk nenni að sjá allt þetta ofbeldissorp sem ég taldi upp áðan, að Barbie undanskilinni, þá langar mig að mæla með The Pez Outlaw á Netflix. Þetta er heimildamynd um skrýtinn lítinn kall sem blandar sér inn í Pez-safnaraheiminn með ófyrirséðum afleiðingum. Pez-heimurinn er eins og hver annar nördaheimur. Fólk með áráttur og þráhyggjur og skemmtileg áhugamál og sérþekkingu á einhverju sem fáir hafa áhuga á. Ástæðan fyrir því að ég horfði á hana er sú að fólk í kringum mig var alltaf að spyrja hvort ég væri ekki örugglega búin að sjá hana. Ef til vill sér fólk mig sem lítinn skrýtinn kall og ég er ekki 100% ósammála.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu