Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Dóttir raðmorðingja safnar fyrir skilnaði Ásu

Um 600 þús­und krón­ur hafa safn­ast fyr­ir lög­fræði­kostn­aði Ásu Ell­erup sem hef­ur sótt um skiln­að frá grun­uð­um raðmorð­ingja. Dótt­ir dæmds raðmorð­ingja stend­ur fyr­ir söfn­un­inni.

Dóttir raðmorðingja safnar fyrir skilnaði Ásu
Leitað Lögreglumenn búa sig undir húsleit á heimili Heuermanns og Ásu. Hann var ákærður í tengslum við þrjú óupplýst morð þann 14. júlí síðastliðinn og er grunaður um fjórða morðið. Mynd: IWAMURA/AFP

Um 150 manns hafa safnað samtals rúmum 4.500 bandaríkjadölum, eða því sem nemur um 600 þúsund krónum, fyrir Ásu Guðbjörgu Ellerup – eiginkonu grunaðs raðmorðingja. Ása ætlar sér að skilja við eiginmann sinn og var söfnuninni hrundið af stað fyrir þremur dögum til þess að hjálpa henni með lögfræðikostnaðinn. 

Melissa Moore stendur fyrir söfnuninni en hún hefur verið í svipuðum sporum og Ása, verandi dóttir kanadísk-bandaríska raðmorðingjans Keith Hunter Jespersons.

Vill skilnaðÁsa Ellerup hefur sótt um skilnað frá Heuermann.

Jesperson var handsamaður árið 1995 og var þekktur sem „broskalla“ morðinginn. Hann myrti í það minnsta átta konur í Bandaríkjunum snemma á síðasta áratug tuttugustu aldar. 

„Móðir mín og fjölskylda voru og eru fórnarlömb,“ skrifar Moore í lýsingu með söfnuninni. „Við vissum ekki af tvöföldu lífi hans.“ 

Ekki í ástandi til þess að segja frá skelfingunni

Moore segist hafa fengið samþykki Ásu fyrir söfnuninni og segir að Ása sé ekki í ástandi til þess að tala um þá skelfingu sem hún og fjölskylda hennar hafa upplifað.

Rex Heuermann, eiginmaður Ásu, er grunaður um að hafa myrt fjórar ungar konur á Long Island í Bandaríkjunum. 

GrunaðurRex Heuermann er grunaður um að hafa myrt nokkrar ungar konur.

Lögmaður Ásu hefur áður sagt að hún hafi ekki vitað af ódæðisverkum Heuermanns. 

Markmiðið með söfnuninni er að safna 5.000 bandaríkjadölum, eða því sem nemur um 660 þúsund íslenskum krónum.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu