Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Dóttir raðmorðingja safnar fyrir skilnaði Ásu

Um 600 þús­und krón­ur hafa safn­ast fyr­ir lög­fræði­kostn­aði Ásu Ell­erup sem hef­ur sótt um skiln­að frá grun­uð­um raðmorð­ingja. Dótt­ir dæmds raðmorð­ingja stend­ur fyr­ir söfn­un­inni.

Dóttir raðmorðingja safnar fyrir skilnaði Ásu
Leitað Lögreglumenn búa sig undir húsleit á heimili Heuermanns og Ásu. Hann var ákærður í tengslum við þrjú óupplýst morð þann 14. júlí síðastliðinn og er grunaður um fjórða morðið. Mynd: IWAMURA/AFP

Um 150 manns hafa safnað samtals rúmum 4.500 bandaríkjadölum, eða því sem nemur um 600 þúsund krónum, fyrir Ásu Guðbjörgu Ellerup – eiginkonu grunaðs raðmorðingja. Ása ætlar sér að skilja við eiginmann sinn og var söfnuninni hrundið af stað fyrir þremur dögum til þess að hjálpa henni með lögfræðikostnaðinn. 

Melissa Moore stendur fyrir söfnuninni en hún hefur verið í svipuðum sporum og Ása, verandi dóttir kanadísk-bandaríska raðmorðingjans Keith Hunter Jespersons.

Vill skilnaðÁsa Ellerup hefur sótt um skilnað frá Heuermann.

Jesperson var handsamaður árið 1995 og var þekktur sem „broskalla“ morðinginn. Hann myrti í það minnsta átta konur í Bandaríkjunum snemma á síðasta áratug tuttugustu aldar. 

„Móðir mín og fjölskylda voru og eru fórnarlömb,“ skrifar Moore í lýsingu með söfnuninni. „Við vissum ekki af tvöföldu lífi hans.“ 

Ekki í ástandi til þess að segja frá skelfingunni

Moore segist hafa fengið samþykki Ásu fyrir söfnuninni og segir að Ása sé ekki í ástandi til þess að tala um þá skelfingu sem hún og fjölskylda hennar hafa upplifað.

Rex Heuermann, eiginmaður Ásu, er grunaður um að hafa myrt fjórar ungar konur á Long Island í Bandaríkjunum. 

GrunaðurRex Heuermann er grunaður um að hafa myrt nokkrar ungar konur.

Lögmaður Ásu hefur áður sagt að hún hafi ekki vitað af ódæðisverkum Heuermanns. 

Markmiðið með söfnuninni er að safna 5.000 bandaríkjadölum, eða því sem nemur um 660 þúsund íslenskum krónum.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu