Dóttir raðmorðingja safnar fyrir skilnaði Ásu

Um 600 þús­und krón­ur hafa safn­ast fyr­ir lög­fræði­kostn­aði Ásu Ell­erup sem hef­ur sótt um skiln­að frá grun­uð­um raðmorð­ingja. Dótt­ir dæmds raðmorð­ingja stend­ur fyr­ir söfn­un­inni.

Dóttir raðmorðingja safnar fyrir skilnaði Ásu
Leitað Lögreglumenn búa sig undir húsleit á heimili Heuermanns og Ásu. Hann var ákærður í tengslum við þrjú óupplýst morð þann 14. júlí síðastliðinn og er grunaður um fjórða morðið. Mynd: IWAMURA/AFP

Um 150 manns hafa safnað samtals rúmum 4.500 bandaríkjadölum, eða því sem nemur um 600 þúsund krónum, fyrir Ásu Guðbjörgu Ellerup – eiginkonu grunaðs raðmorðingja. Ása ætlar sér að skilja við eiginmann sinn og var söfnuninni hrundið af stað fyrir þremur dögum til þess að hjálpa henni með lögfræðikostnaðinn. 

Melissa Moore stendur fyrir söfnuninni en hún hefur verið í svipuðum sporum og Ása, verandi dóttir kanadísk-bandaríska raðmorðingjans Keith Hunter Jespersons.

Vill skilnaðÁsa Ellerup hefur sótt um skilnað frá Heuermann.

Jesperson var handsamaður árið 1995 og var þekktur sem „broskalla“ morðinginn. Hann myrti í það minnsta átta konur í Bandaríkjunum snemma á síðasta áratug tuttugustu aldar. 

„Móðir mín og fjölskylda voru og eru fórnarlömb,“ skrifar Moore í lýsingu með söfnuninni. „Við vissum ekki af tvöföldu lífi hans.“ 

Ekki í ástandi til þess að segja frá skelfingunni

Moore segist hafa fengið samþykki Ásu fyrir söfnuninni og segir að Ása sé ekki í ástandi til þess að tala um þá skelfingu sem hún og fjölskylda hennar hafa upplifað.

Rex Heuermann, eiginmaður Ásu, er grunaður um að hafa myrt fjórar ungar konur á Long Island í Bandaríkjunum. 

GrunaðurRex Heuermann er grunaður um að hafa myrt nokkrar ungar konur.

Lögmaður Ásu hefur áður sagt að hún hafi ekki vitað af ódæðisverkum Heuermanns. 

Markmiðið með söfnuninni er að safna 5.000 bandaríkjadölum, eða því sem nemur um 660 þúsund íslenskum krónum.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár