Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir þau úrræði sem ríkisstjórnin beitti til stuðnings atvinnulífinu í Covid-heimsfaraldrinum hafa stutt fólk og fyrirtæki út úr vanda. Hins vegar hefðu hugmyndir vinstrimanna um hækkanir á atvinnuleysisbótum á sama tíma fest fólk í klóm atvinnuleysis, hefðu þær orðið að veruleika. Frá upphafi faraldursins í mars 2020 til haustsins 2021 voru að meðaltali 17.700 manns án atvinnu í hverjum mánuði.
„Hugmyndir vinstrimanna um hærri atvinnuleysisbætur eru dæmi um skammtímahugsun og litla trú á einstaklingnum,“ skrifar Áslaug Arna í kjallaragrein í Morgunblaðinu í dag þar sem hún leggur út af orðum Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í viðtali þar sem sú síðarnefnda rifjaði upp að hún hefði lagt til í Covid faraldrinum að atvinnuleysisbætur yrðu hækkaðar.
„Hugmyndir vinstrimanna um hærri atvinnuleysisbætur eru dæmi um skammtímahugsun og litla trú á einstaklingnum“
Áslaug Arna segir í grein sinni að úrræði þau sem ríkisstjórnin beitti hafi falist í því að halda fólki í ráðningarsambandi við fyrirtæki sem kostur var og hafi skilað sér í því að fáar þjóðir hafi komist jafn hratt út úr efnahagskreppunni sem fylgdi faraldrinum. Hugmyndir Samfylkingarinnar á sama tíma, um hækkun atvinnuleysisbóta, hafi verið slæmar „og eldast ekki vel“. Ekki megi láta „skammtímahugsun og örvæntingarfull afskipti hins opinbera“ ráða för við ákvarðanatöku.
„Það eru vissulega til stjórnmálamenn sem trúa því að stjórnvöld geti valið sér feita og stóra bita af hlaðborði opinberra fjármuna með skattlagningu. Þegar hlaðborðið klárast, sem það mun alltaf gera, og það vantar meiri fjármuni er lausnin alltaf frekari skattahækkanir. Þetta er mantra stjórnmálamanna sem telja sig alltaf geta mætt áskorunum í efnahagsmálum með annarra manna peningum,“ skrifar Áslaug Arna enn fremur.
Atvinnuleysi fór yfir 11 prósent
Fyrsta kórónaveirusmitið var skráð á Íslandi 28. febrúar 2020. Í þeim mánuði mældist atvinnuleysi 5 prósent, sem þýðir að tæplega 9.200 manns voru á atvinnuleysisskrá. Hlutfallið hækkaði svo mánuðina á eftir. Þannig var atvinnuleysi strax í apríl orðið 7,5 prósent, sem jafngildir því að tæplega 16.500 manns væru án vinnu. Á sama tíma voru 10,3 prósent vinnuafls í minnkuðu starfshlutfalli, 32.800 manns, hlutfall sem aldrei varð hærra í faraldrinum. Mánuðinn á eftir fækkaði þeim sem voru í minnkuðu starfshlutfalli um helming en atvinnuleysi stóð í stað.
21
Eftir því sem á faraldurinn leið jókst atvinnuleysi jafnt og þétt. Um haustið, í september mánuði, var atvinnuleysi komið í 9 prósent og í jólamánuðinum var það 10,7 prósent. Hæst fór hlutfall fólks á atvinnuleysisskrá í 11,6 prósent í janúar 2021 og á sama tíma var 1,2 prósent vinnandi fólks í lækkuðu starfshlutfalli. Það jafngildir því að yfir 21 þúsund manns hafi verið atvinnulausir í desember 2020 og janúar 2021.
Í gögnum vinnumálastofnunar má sjá að í lok desember 2020 höfðu ríflega 4.200 manns verið atvinnulausir í meira en 12 mánuði og fjölgaði þeim um rúmlega 2.500 milli ára. Þeir sem höfðu verið atvinnulausir í á bilinu 6 til 12 mánuði voru á sama tíma yfir 6.600 manns.
Fór fyrst niður fyrir tíu prósent í maí 2021
Hægt og bítandi dró úr atvinnuleysi á árinu 2021 en það var þó ekki fyrr en í maí sem það fór niður fyrir tveggja stafa tölu, en þann mánuð mældist atvinnuleysi 9,1 prósent. Hafði hlutfall atvinnulausra verið yfir 10 prósent í ríflega hálft ár fyrir þann tíma. Í maímánuði höfðu 6.430 manns verið án atvinnu í meira en heilt ár, og 6.089 verið atvinnulausir í 6 til 12 mánuði.
289
Þá má nefna að á 18 mánaða tímabili, frá því í mars 2020 til og með ágústmánuði 2021 voru að meðaltali 17.700 manns atvinnulausir í hverjum mánuði, meðan að Covid faraldurinn var í hvað hæstum hæðum.
Árið 2020 voru grunnbætur út atvinnuleysistryggingasjóði rúmar 289 þúsund krónur og og hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta var rúmar 456 þúsund krónur, en tekjutengdar bætur fengu atvinnuleitendur í þrjá mánuði. Með reglugerð sem tók gildi 1. janúar 2021 hækkuðu óskertar grunnatvinnuleysisbætur í rúmar 307 þúsund krónur á mánuði, vegna sérstaks viðbótarálags vegna Covid faraldursins. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu í tæpar 473 þúsund krónur.
Því ég hugsa að þegar fólk er búið að vera vist lengi atvinnulaust þá hugsa ég að fólk sé búið að fá nóg af atvinnuleitinni og sé hætt að standa í því að sækja um held að það sé eingum holt að fá ofmargar hafnanir um störf sem það er vel hæft í. Fólk endar þá yfirleit á því að þurfa þá að sækja um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi eða sjúkradagpenninga eða eitthvað í þeim dúr sem er þá væntanlega ekki betra en þegar það var á atvinnuleysisbótum. Það er því ekkert skrítið að einhverjir vilji taka upp borgaralaun og afleggja atvinnuleysisbætur.
Þetta er hrein rangfærsla hjá ráðherra a.m.k. í samhengi við atvinnuleysisbætur. Staðreyndin er nefnilega sú að atvinnuleysisbætur eru ekki "annarra manna peningar" heldur eign hins tryggða sem hann hefur stofnað til með því að greiða iðgjöld í atvinnuleysistryggingasjóð þ.e.a.s. tryggingargjald af launum sínum, en það er beinlínis tilgangurinn með því gjaldi. Ekki nóg með það heldur hefur Hæstiréttur Íslands staðfest að þau tryggingaréttindi sem þannig myndast njóti verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar, svo skýrara verður það varla. Þetta ætti löglærður ráðherra háskólamála að vita mætavel ef sú menntun er einhvers verð.
En fyrst að ráðherra er svona mótfallin því að fólk þiggi bætur úr tryggingu sem það hefur sjálft borgað fyrir með greiðslu iðgjalda, ætli hún myndi þá afþakka bætur frá tryggingafélaginu sem brunatryggir húsnæðið hennar ef svo illa færi að það myndi eyðileggjast í eldsvoða?
Spurningin um að hækka atvinuleysisbæturnar í Kóvid-kreppunni snérist um að létta byrðar þeirra sem urðu mest fyrir barðinu á kreppunni, sem flest voru láglaunafólk. Sjálfstæðismenn höfðu mikinn skilning á því að æskilegt væri að hjálpa fyrirtækjaeigendum í gegnum kreppuna, en samúð þeirra nær yfirleitt ekki til launafólks - og þá síst til láglaunafólks.
Að vitna í þetta fífl er á pari við að vitna í hirðfífl eða lófalestur spákonu um sannleikann.