Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Búseti kaupir íbúðir Heimstaden

Hús­næð­is­sam­vinnu­fé­lag­ið Bú­seti hef­ur keypt 42 íbúð­ir af sænska leigu­fé­lag­inu Heimsta­den og und­ir­rit­að vilja­yf­ir­lýs­ingu um að kaupa hátt í hundrað í við­bót. Sal­an er hluti af sölu­ferli Heimsta­den sem hyggst draga sig út af ís­lensk­um fast­eigna­mark­aði.

Búseti kaupir íbúðir Heimstaden
Salan hafin Heimstaden gaf út í maí síðastliðnum að félagið hyggðist draga sig út af íslenskum fasteignamarkaði. Sala á íbúðum félagsins er nú hafin. Mynd: Heimildin

Húsnæðissamvinnufélagið Búseti hefur keypt 42 íbúðir úr eignasafni leigufélagsins Heimstaden og þá hafa félögin undirritað viljayfirlýsingu um kaup Búseta á enn fleiri íbúðum, á tíunda tug til viðbótar. Íbúðirnar bætast við í eignasafn Búseta sem telur um 1.300 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu.

Heimstaden er sænskt leigufélag sem hóf starfsemi á Íslandi árið 2020 en áður hét fyrirtækið Heimavellir. Í maí síðastliðnum tilkynntu stjórnendur þess að það dregið yrði úr starfsemi fyrirtækisins hér á landi og selja ætti leiguíbúðirnar, um 1.700 talsins. Ástæðan var sú að ekki hefði tekist að fá innlenda fjárfesta, ekki síst íslenska lífeyrissjóði, til að fjárfesta í félaginu. Með því væri viðskiptamódel Heimstaden, sem byggir á stærðarhagkvæmni, brostið.

Félagið hefur því nú hafið sölu á eignum sínum en söluferlið gæti tekið all nokkurn tíma. Tilkynnt var að félagið myndi leitast við að selja íbúðirnar til aðila á markaði sem gætu boðið upp á áframhaldandi langtímaleigu en einnig á almennum markaði.

Íbúðirnar sem Búseti kaupir af Heimstaden eru við Tangabryggju í Reykjavík og eru nýlegar tveggja til fjögurra herbergja íbúðir. Aðrar íbúðir sem Búseti gæti eða myndi kaupa af Heimstaden samkvæmt viljayfirlýsingunni eru einnig á höfuðborgarsvæðinu. Stefnt er að því að afhenda íbúðirnar fyrir árslok.

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GHA
    Guðmundur H Arngrímsson skrifaði
    Búseti starfar alls ekki eins og hefðbundið óhagnaðardrifið samvinnufélag. Bara eins langt frá því og hægt er. Lítum aðeins á:
    Það eru 7 lausar eignir á heimasíðu Búseta.
    Húsaleiga á þeim er 2.910 kr/m2 sem er það sama og markaðsleiga. Fimm af sjö eignum eru um það bil 30 ára gamlar þannig að þær bera lítin sem engan fjármagnskostnað.
    Búseturétturinn er að meðaltali 100.000 kr/M2 sem er nærri því þriðjungur af byggingakostnaði dagsins í dag.
    Þú borgar sem semsagt 30%+ í húsnæði sem lítið sem ekkert hvílir á en leigir samt 100% af því. Hvaða snillingar fundu upp á þessu kerfi, og hverjum dettur í hug að hampa þessu?
    1
    • LB
      Lárus Blöndal skrifaði
      Takk fyrir mjög gott innlegg um óheyrilega hátt leiguverð og búseturétt hjá Búseta.
      -1
    • Guðmundur Svansson skrifaði
      Það er ástæðulaust að styðjast við meðaltöl þegar íbúðirnar eru svona fáar og auðvelt að skoða hverja og eina og athuga leiguverð á sambærilegum íbúðum.

      Þarna er t.d. miðbæjaríbúð: 52fm 2hrb á 105 Laugavegi nærri Hlemmi, kaupréttur 5m búsetugjald 171þ.

      Á fasteignavef mbl er sambærilegu eign til leigu á 250þ (https://www.mbl.is/fasteignir/leiga/leigueign/61942/)

      Þá sýnast mér sambærilegar eignir í miðbænum auglýstar til sölu á bilinu 40-50 milljónir.

      Kaupandi búseturéttar borgar því etv 10-15% af kaupverði álíka eignar og og borgar um 65% af leiguverði álíka eignar.

      Í þessu tilviki er það því býsna langt frá því að greidd séu 30% af kaupverði til að greiða 100% af leigu, og fljótt á litið sýnist mér það ekki standast fyrir neina af þessum 7 íbúðum sem nú eru til sölu.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár