Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Búseti kaupir íbúðir Heimstaden

Hús­næð­is­sam­vinnu­fé­lag­ið Bú­seti hef­ur keypt 42 íbúð­ir af sænska leigu­fé­lag­inu Heimsta­den og und­ir­rit­að vilja­yf­ir­lýs­ingu um að kaupa hátt í hundrað í við­bót. Sal­an er hluti af sölu­ferli Heimsta­den sem hyggst draga sig út af ís­lensk­um fast­eigna­mark­aði.

Búseti kaupir íbúðir Heimstaden
Salan hafin Heimstaden gaf út í maí síðastliðnum að félagið hyggðist draga sig út af íslenskum fasteignamarkaði. Sala á íbúðum félagsins er nú hafin. Mynd: Heimildin

Húsnæðissamvinnufélagið Búseti hefur keypt 42 íbúðir úr eignasafni leigufélagsins Heimstaden og þá hafa félögin undirritað viljayfirlýsingu um kaup Búseta á enn fleiri íbúðum, á tíunda tug til viðbótar. Íbúðirnar bætast við í eignasafn Búseta sem telur um 1.300 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu.

Heimstaden er sænskt leigufélag sem hóf starfsemi á Íslandi árið 2020 en áður hét fyrirtækið Heimavellir. Í maí síðastliðnum tilkynntu stjórnendur þess að það dregið yrði úr starfsemi fyrirtækisins hér á landi og selja ætti leiguíbúðirnar, um 1.700 talsins. Ástæðan var sú að ekki hefði tekist að fá innlenda fjárfesta, ekki síst íslenska lífeyrissjóði, til að fjárfesta í félaginu. Með því væri viðskiptamódel Heimstaden, sem byggir á stærðarhagkvæmni, brostið.

Félagið hefur því nú hafið sölu á eignum sínum en söluferlið gæti tekið all nokkurn tíma. Tilkynnt var að félagið myndi leitast við að selja íbúðirnar til aðila á markaði sem gætu boðið upp á áframhaldandi langtímaleigu en einnig á almennum markaði.

Íbúðirnar sem Búseti kaupir af Heimstaden eru við Tangabryggju í Reykjavík og eru nýlegar tveggja til fjögurra herbergja íbúðir. Aðrar íbúðir sem Búseti gæti eða myndi kaupa af Heimstaden samkvæmt viljayfirlýsingunni eru einnig á höfuðborgarsvæðinu. Stefnt er að því að afhenda íbúðirnar fyrir árslok.

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GHA
    Guðmundur H Arngrímsson skrifaði
    Búseti starfar alls ekki eins og hefðbundið óhagnaðardrifið samvinnufélag. Bara eins langt frá því og hægt er. Lítum aðeins á:
    Það eru 7 lausar eignir á heimasíðu Búseta.
    Húsaleiga á þeim er 2.910 kr/m2 sem er það sama og markaðsleiga. Fimm af sjö eignum eru um það bil 30 ára gamlar þannig að þær bera lítin sem engan fjármagnskostnað.
    Búseturétturinn er að meðaltali 100.000 kr/M2 sem er nærri því þriðjungur af byggingakostnaði dagsins í dag.
    Þú borgar sem semsagt 30%+ í húsnæði sem lítið sem ekkert hvílir á en leigir samt 100% af því. Hvaða snillingar fundu upp á þessu kerfi, og hverjum dettur í hug að hampa þessu?
    1
    • LB
      Lárus Blöndal skrifaði
      Takk fyrir mjög gott innlegg um óheyrilega hátt leiguverð og búseturétt hjá Búseta.
      -1
    • Guðmundur Svansson skrifaði
      Það er ástæðulaust að styðjast við meðaltöl þegar íbúðirnar eru svona fáar og auðvelt að skoða hverja og eina og athuga leiguverð á sambærilegum íbúðum.

      Þarna er t.d. miðbæjaríbúð: 52fm 2hrb á 105 Laugavegi nærri Hlemmi, kaupréttur 5m búsetugjald 171þ.

      Á fasteignavef mbl er sambærilegu eign til leigu á 250þ (https://www.mbl.is/fasteignir/leiga/leigueign/61942/)

      Þá sýnast mér sambærilegar eignir í miðbænum auglýstar til sölu á bilinu 40-50 milljónir.

      Kaupandi búseturéttar borgar því etv 10-15% af kaupverði álíka eignar og og borgar um 65% af leiguverði álíka eignar.

      Í þessu tilviki er það því býsna langt frá því að greidd séu 30% af kaupverði til að greiða 100% af leigu, og fljótt á litið sýnist mér það ekki standast fyrir neina af þessum 7 íbúðum sem nú eru til sölu.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
3
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár