Húsnæðissamvinnufélagið Búseti hefur keypt 42 íbúðir úr eignasafni leigufélagsins Heimstaden og þá hafa félögin undirritað viljayfirlýsingu um kaup Búseta á enn fleiri íbúðum, á tíunda tug til viðbótar. Íbúðirnar bætast við í eignasafn Búseta sem telur um 1.300 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu.
Heimstaden er sænskt leigufélag sem hóf starfsemi á Íslandi árið 2020 en áður hét fyrirtækið Heimavellir. Í maí síðastliðnum tilkynntu stjórnendur þess að það dregið yrði úr starfsemi fyrirtækisins hér á landi og selja ætti leiguíbúðirnar, um 1.700 talsins. Ástæðan var sú að ekki hefði tekist að fá innlenda fjárfesta, ekki síst íslenska lífeyrissjóði, til að fjárfesta í félaginu. Með því væri viðskiptamódel Heimstaden, sem byggir á stærðarhagkvæmni, brostið.
Félagið hefur því nú hafið sölu á eignum sínum en söluferlið gæti tekið all nokkurn tíma. Tilkynnt var að félagið myndi leitast við að selja íbúðirnar til aðila á markaði sem gætu boðið upp á áframhaldandi langtímaleigu en einnig á almennum markaði.
Íbúðirnar sem Búseti kaupir af Heimstaden eru við Tangabryggju í Reykjavík og eru nýlegar tveggja til fjögurra herbergja íbúðir. Aðrar íbúðir sem Búseti gæti eða myndi kaupa af Heimstaden samkvæmt viljayfirlýsingunni eru einnig á höfuðborgarsvæðinu. Stefnt er að því að afhenda íbúðirnar fyrir árslok.
Það eru 7 lausar eignir á heimasíðu Búseta.
Húsaleiga á þeim er 2.910 kr/m2 sem er það sama og markaðsleiga. Fimm af sjö eignum eru um það bil 30 ára gamlar þannig að þær bera lítin sem engan fjármagnskostnað.
Búseturétturinn er að meðaltali 100.000 kr/M2 sem er nærri því þriðjungur af byggingakostnaði dagsins í dag.
Þú borgar sem semsagt 30%+ í húsnæði sem lítið sem ekkert hvílir á en leigir samt 100% af því. Hvaða snillingar fundu upp á þessu kerfi, og hverjum dettur í hug að hampa þessu?
Þarna er t.d. miðbæjaríbúð: 52fm 2hrb á 105 Laugavegi nærri Hlemmi, kaupréttur 5m búsetugjald 171þ.
Á fasteignavef mbl er sambærilegu eign til leigu á 250þ (https://www.mbl.is/fasteignir/leiga/leigueign/61942/)
Þá sýnast mér sambærilegar eignir í miðbænum auglýstar til sölu á bilinu 40-50 milljónir.
Kaupandi búseturéttar borgar því etv 10-15% af kaupverði álíka eignar og og borgar um 65% af leiguverði álíka eignar.
Í þessu tilviki er það því býsna langt frá því að greidd séu 30% af kaupverði til að greiða 100% af leigu, og fljótt á litið sýnist mér það ekki standast fyrir neina af þessum 7 íbúðum sem nú eru til sölu.