Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Vilja lengja greiðslufrest lítilla og meðalstórra fyrirtækja

Fjöldi fyr­ir­tækja ræð­ur ekki við að end­ur­greiða stuðn­ingslán sem þau fengu vegna greiðslu­falls í heims­far­aldr­in­um á þeim tíma sem gert er ráð fyr­ir. Fé­lag at­vinnu­rek­enda hvet­ur til að greiðslu­tím­inn verði lengd­ur enda myndi það í ein­hverj­um til­vik­um firra rík­is­sjóð frek­ara tjóni.

Vilja lengja greiðslufrest lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Gæti bitnað á ríkissjóði Ef ekki verður gefinn frekari frestur til að endugreiða stuðningslán gæti það bitnað á ríkissjóði, en flest lánanna eru með fullri ríksábyrgð, að mati Félags atvinnurekenda. Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri félagsins.

Félag atvinnurekenda hefur sent fjármálaráðuneytinu erindi þar sem hvatt er til þess að bönkum og öðrum fjármálastofnunum verði heimilað að dreifa endurgreiðslum á stuðningslánum til lengri tíma. Mörg lítil og meðalstór fyrirtæki séu enn ekki búin að ná vopnum sínum að fullu eftir Covid-19 faraldurinn og eru þar með ekki í stakk búin til að greiða lánin niður.

Félag atvinnurekenda hefur fengið upplýsingar frá stóru viðskiptabönkunum þrem um þau stuðningslán sem veitt voru fyrirtækjum sem urðu fyrir tekjufalli í heimsfaraldrinum. Alls veittu bankarnir 1.159 slík lán. Af þeim voru 979 með 100 prósent ríkisábyrgð og 180 með með 85 prósent ríkisábyrgð.

Samkvæmt upplýsingum félagsins þáðu velflest fyrirtækin frest til að greiða þau upp. Fyrst var sá frestur veittur í mars 2021, en þá var veittur tólf mánaða viðbótarfrestur, og svo í janúar á þessu árí, þegar veittur var sex mánaða viðbótarfrestur. Í janúar þáðu lántakendur 248 stuðningslána viðbótarfrestinn, um 21 prósent þeirra sem lánin fengu. Þegar fresturinn var veittur í mars 2021 þáðu 682 lántakendur hann.

Ríkissjóður þegar orðið fyrir tjóni

Aðeins 373 stuðningslána sem veitt voru eru uppgreidd samkvæmt upplýsingum Félags atvinnurekenda en þó ber að hafa þann fyrirvara á að í þeirri tölu eru einnig lán sem greidd hafa verið úr ríkissjóði vegna greiðslufalls lántakanda. Nefnt er sem dæmi að hjá Íslandsbanka voru þannig 18 slík lán greidd úr ríkissjóði.

„Að mati félagsins myndi það í einhverjum tilvikum stuðla að því að firra ríkissjóð frekara tjóni vegna greiðslufalls“

Félag atvinnurekenda hefur því sent fjármálaráðuneytinu erindi þar sem hvatt er til þess að þeim fyrirtækjum sem í erfiðleikum eigi með að hefja endurgreiðslu verði gefinn lengri tími enn á ný. Bent er á að ríkissjóður hafi þegar orðið fyrir töluverðu tjóni vegna gjaldþrota fyrirtækja sem hafi því ekki getað staðið skil á endurgreiðslum stuðningslánanna. „Að mati félagsins myndi það í einhverjum tilvikum stuðla að því að firra ríkissjóð frekara tjóni vegna greiðslufalls, vegna þess að ýmis fyrirtæki, sem ekki ráða við að endurgreiða lánin á næstu tólf mánuðum, myndu vel ráða við greiðslur sem dreift væri á t.d. 36 mánuði. FA vill aftur minna á að fjármálastofnanir þekkja viðskiptavini sína vel og eru í stakk búnar að meta endurgreiðslugetu og þanþol fyrirtækja,“ segir í erindi félagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár