Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vilja lengja greiðslufrest lítilla og meðalstórra fyrirtækja

Fjöldi fyr­ir­tækja ræð­ur ekki við að end­ur­greiða stuðn­ingslán sem þau fengu vegna greiðslu­falls í heims­far­aldr­in­um á þeim tíma sem gert er ráð fyr­ir. Fé­lag at­vinnu­rek­enda hvet­ur til að greiðslu­tím­inn verði lengd­ur enda myndi það í ein­hverj­um til­vik­um firra rík­is­sjóð frek­ara tjóni.

Vilja lengja greiðslufrest lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Gæti bitnað á ríkissjóði Ef ekki verður gefinn frekari frestur til að endugreiða stuðningslán gæti það bitnað á ríkissjóði, en flest lánanna eru með fullri ríksábyrgð, að mati Félags atvinnurekenda. Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri félagsins.

Félag atvinnurekenda hefur sent fjármálaráðuneytinu erindi þar sem hvatt er til þess að bönkum og öðrum fjármálastofnunum verði heimilað að dreifa endurgreiðslum á stuðningslánum til lengri tíma. Mörg lítil og meðalstór fyrirtæki séu enn ekki búin að ná vopnum sínum að fullu eftir Covid-19 faraldurinn og eru þar með ekki í stakk búin til að greiða lánin niður.

Félag atvinnurekenda hefur fengið upplýsingar frá stóru viðskiptabönkunum þrem um þau stuðningslán sem veitt voru fyrirtækjum sem urðu fyrir tekjufalli í heimsfaraldrinum. Alls veittu bankarnir 1.159 slík lán. Af þeim voru 979 með 100 prósent ríkisábyrgð og 180 með með 85 prósent ríkisábyrgð.

Samkvæmt upplýsingum félagsins þáðu velflest fyrirtækin frest til að greiða þau upp. Fyrst var sá frestur veittur í mars 2021, en þá var veittur tólf mánaða viðbótarfrestur, og svo í janúar á þessu árí, þegar veittur var sex mánaða viðbótarfrestur. Í janúar þáðu lántakendur 248 stuðningslána viðbótarfrestinn, um 21 prósent þeirra sem lánin fengu. Þegar fresturinn var veittur í mars 2021 þáðu 682 lántakendur hann.

Ríkissjóður þegar orðið fyrir tjóni

Aðeins 373 stuðningslána sem veitt voru eru uppgreidd samkvæmt upplýsingum Félags atvinnurekenda en þó ber að hafa þann fyrirvara á að í þeirri tölu eru einnig lán sem greidd hafa verið úr ríkissjóði vegna greiðslufalls lántakanda. Nefnt er sem dæmi að hjá Íslandsbanka voru þannig 18 slík lán greidd úr ríkissjóði.

„Að mati félagsins myndi það í einhverjum tilvikum stuðla að því að firra ríkissjóð frekara tjóni vegna greiðslufalls“

Félag atvinnurekenda hefur því sent fjármálaráðuneytinu erindi þar sem hvatt er til þess að þeim fyrirtækjum sem í erfiðleikum eigi með að hefja endurgreiðslu verði gefinn lengri tími enn á ný. Bent er á að ríkissjóður hafi þegar orðið fyrir töluverðu tjóni vegna gjaldþrota fyrirtækja sem hafi því ekki getað staðið skil á endurgreiðslum stuðningslánanna. „Að mati félagsins myndi það í einhverjum tilvikum stuðla að því að firra ríkissjóð frekara tjóni vegna greiðslufalls, vegna þess að ýmis fyrirtæki, sem ekki ráða við að endurgreiða lánin á næstu tólf mánuðum, myndu vel ráða við greiðslur sem dreift væri á t.d. 36 mánuði. FA vill aftur minna á að fjármálastofnanir þekkja viðskiptavini sína vel og eru í stakk búnar að meta endurgreiðslugetu og þanþol fyrirtækja,“ segir í erindi félagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár