Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Vilja lengja greiðslufrest lítilla og meðalstórra fyrirtækja

Fjöldi fyr­ir­tækja ræð­ur ekki við að end­ur­greiða stuðn­ingslán sem þau fengu vegna greiðslu­falls í heims­far­aldr­in­um á þeim tíma sem gert er ráð fyr­ir. Fé­lag at­vinnu­rek­enda hvet­ur til að greiðslu­tím­inn verði lengd­ur enda myndi það í ein­hverj­um til­vik­um firra rík­is­sjóð frek­ara tjóni.

Vilja lengja greiðslufrest lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Gæti bitnað á ríkissjóði Ef ekki verður gefinn frekari frestur til að endugreiða stuðningslán gæti það bitnað á ríkissjóði, en flest lánanna eru með fullri ríksábyrgð, að mati Félags atvinnurekenda. Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri félagsins.

Félag atvinnurekenda hefur sent fjármálaráðuneytinu erindi þar sem hvatt er til þess að bönkum og öðrum fjármálastofnunum verði heimilað að dreifa endurgreiðslum á stuðningslánum til lengri tíma. Mörg lítil og meðalstór fyrirtæki séu enn ekki búin að ná vopnum sínum að fullu eftir Covid-19 faraldurinn og eru þar með ekki í stakk búin til að greiða lánin niður.

Félag atvinnurekenda hefur fengið upplýsingar frá stóru viðskiptabönkunum þrem um þau stuðningslán sem veitt voru fyrirtækjum sem urðu fyrir tekjufalli í heimsfaraldrinum. Alls veittu bankarnir 1.159 slík lán. Af þeim voru 979 með 100 prósent ríkisábyrgð og 180 með með 85 prósent ríkisábyrgð.

Samkvæmt upplýsingum félagsins þáðu velflest fyrirtækin frest til að greiða þau upp. Fyrst var sá frestur veittur í mars 2021, en þá var veittur tólf mánaða viðbótarfrestur, og svo í janúar á þessu árí, þegar veittur var sex mánaða viðbótarfrestur. Í janúar þáðu lántakendur 248 stuðningslána viðbótarfrestinn, um 21 prósent þeirra sem lánin fengu. Þegar fresturinn var veittur í mars 2021 þáðu 682 lántakendur hann.

Ríkissjóður þegar orðið fyrir tjóni

Aðeins 373 stuðningslána sem veitt voru eru uppgreidd samkvæmt upplýsingum Félags atvinnurekenda en þó ber að hafa þann fyrirvara á að í þeirri tölu eru einnig lán sem greidd hafa verið úr ríkissjóði vegna greiðslufalls lántakanda. Nefnt er sem dæmi að hjá Íslandsbanka voru þannig 18 slík lán greidd úr ríkissjóði.

„Að mati félagsins myndi það í einhverjum tilvikum stuðla að því að firra ríkissjóð frekara tjóni vegna greiðslufalls“

Félag atvinnurekenda hefur því sent fjármálaráðuneytinu erindi þar sem hvatt er til þess að þeim fyrirtækjum sem í erfiðleikum eigi með að hefja endurgreiðslu verði gefinn lengri tími enn á ný. Bent er á að ríkissjóður hafi þegar orðið fyrir töluverðu tjóni vegna gjaldþrota fyrirtækja sem hafi því ekki getað staðið skil á endurgreiðslum stuðningslánanna. „Að mati félagsins myndi það í einhverjum tilvikum stuðla að því að firra ríkissjóð frekara tjóni vegna greiðslufalls, vegna þess að ýmis fyrirtæki, sem ekki ráða við að endurgreiða lánin á næstu tólf mánuðum, myndu vel ráða við greiðslur sem dreift væri á t.d. 36 mánuði. FA vill aftur minna á að fjármálastofnanir þekkja viðskiptavini sína vel og eru í stakk búnar að meta endurgreiðslugetu og þanþol fyrirtækja,“ segir í erindi félagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
7
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
7
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár