Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Gistinætur á fyrri helmingi árs 15 prósentum fleiri en metárið 2018

Ár­ið í ár er á góðri leið með að slá met yf­ir fjölda skráðra gistinátta. Það sem af er ári eru skráð­ar gist­inæt­ur rúmri hálfri millj­ón fleiri en á sama tíma metár­ið 2018. Skráð­ar gist­inæt­ur í júní hafa aldrei ver­ið fleiri.

Gistinætur á fyrri helmingi árs 15 prósentum fleiri en metárið 2018
Ferðaþjónusta Mikill gangur er í ferðaþjónustunni um þessar mundir. Það sést glögglega þegar tölur fyrir skráðar gistinætur hér á landi eru skoðaðar. Mynd: Birgir Þór Harðarson

Skráðar gistinætur í júní voru 1.170.600 og hafa aldrei verið fleiri í þeim mánuði. Þetta er 17 prósent aukning frá því í fyrra þegar gistinætur voru 1.012.300 talsins sem á þeim tíma var met. Þetta sýna nýjar tölur frá Hagstofu Íslands.

Árið í fyrra fór hægar af stað í ferðaþjónustunni heldur en fyrir faraldur. Fjöldi gistinátta fór þó hratt fjölgandi þegar líða tók á árið og líkt og áður segir var júní í fyrra metmánuður. Metið sem þá var sett hefur nú verið slegið. Þegar árið var liðið var 2022 einungis hársbreidd á eftir metárinu 2018 þegar horft er til fjölda gistinátta. Einungis tvö þúsund gistinætur skilja árin tvö að en þær námu rúmum átta og hálfri milljón á hvoru ári fyrir sig.

Sé rýnt í tölur Hagstofunnar sést að uppsafnaður fjöldi gistinátta á fyrri helmingi ársins var mestur árið 2018, þar til nú. Fyrstu sex mánuði ársins 2018 voru skráðar gistinætur á Íslandi rúmlega þrjár og hálf milljón en á þessu ári nemur fjöldi þeirra tæpri 4,1 milljón.

Gistinóttum erlendra ferðamanna fjölgar um 16 prósent

Gistinætur erlendra ferðamanna í síðasta mánuði voru 77 prósent af heildinni eða rúmlega 903 þúsund. Það er 16 prósenta aukning frá því í fyrra þegar þær voru tæplega 778 þúsund. Gistinóttum Íslendinga fjölgar einnig talsvert milli ára eða um 14 prósent. Í júní síðastliðnum voru þær rúmlega 267 þúsund samanborið við rúmlega 234 þúsund í fyrra.

„Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru um 703.000 og um 468.000 á öðrum tegundum skráðra gististaða (íbúðagisting, orlofshús, tjaldsvæði o.s.frv.). Áætlaður fjöldi gistinátta erlendra ferðamanna í heimagistingu utan hefðbundinnar gistináttaskráningar í júní var um 200.000,“ segir á vef Hagstofunnar.

Rétt er að geta þess að allar tölur fyrir árið í ár nema gistináttatölur hótela eru bráðabirgðatölur. Fram kemur á vef Hagstofunnar að áætlun fyrir aðrar tegundir gististaða sé um þessar mundir háð meiri óvissu en vanalega „fyrir tilstilli örra breytinga á framboði og nýtingu og því er rétt að taka þeim tölum með sérstökum fyrirvara þar til endanlegar tölur liggja fyrir.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár