Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

MAST kærir bændur

Tveir sauð­fjár­bænd­ur í Vest­ur-Húna­vatns­sýslu hafa ver­ið kærð­ir til lög­reglu af Mat­væla­stofn­un. Eru þeir sagð­ir hafa huns­að fyr­ir­mæli um að af­henda fé til slátr­un­ar í því skyni að hægt væri að rann­saka hvort féð væri riðu­veikt. Mik­ill styrr hef­ur stað­ið um fram­göngu stofn­un­ar­inn­ar í mál­inu.

MAST kærir bændur
Kærðir Bændurnir eru kærðir fyrir brot gegn dýrasjúkdómalögum. Mynd: Pixabay

Matvælastofnun hefur kært tvo bændur í Vestur-Húnavatnssýslu til lögreglu, fyrir að hafa neitað að afhenda fé sem þeim hafði verið gert að afhenda til niðurskurðar. Féð fengu bændurnir frá bænum Syðri-Urriðaá en þar greindist í vor ein aðkeypt kind með riðu. Fjárstofninn á Syðri-Urriðaá var skorinn niður en engin riða greindist í öðrum gripum en þeim eina sem um ræddi.

Í apríl á þessu ári var staðfest riða á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnavatnssýslu. Bærinn er í Miðfjarðarhólfi og var það í fyrsta skipti sem riða greindist í hólfinu. Allur stofninn var skorinn niður, 690 kindur. Í framhaldinu voru kindur sem keyptar höfðu verið frá Bergstöðum skornar og rannsakaðar. Kom þá í ljós að ein kind á Syðri-Urriðaá, sem kom frá Bergsstöðum, var riðuveik. Í framhaldinu var allt fé á bænum skorði, alls um 720 kindur. Sem fyrr segir greindist ekki frekari riða á bænum.

Bændum sem fengið höfðu fé frá Syðri-Urriðaá var í framhaldinu gert að afhenda umrætt fé til slátrunar svo unnt yrði að taka úr því sýni, en riðusmit verður ekki staðfest nema með því að aflífa féð og rannsaka það að því loknu. Fyrirskipanir um þetta bárust bændum 9. maí og var þeim skipað að afhenda fé sitt vikuna á eftir.

Vakti krafa Matvælastofnunar verulega úlfúð meðal bænda þar eð sauðburður var þá hafinn og flestir bændur bæði mjög uppteknir við þau störf og jafnvel búnir að setja fé út. Þá hafði Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir áður gefið það út að ekki yrði fleira fé skorið á meðan á sauðburði stæði. Í ofanálag var bændum gert að svara kröfu Matvælastofnunar innan tveggja daga og þótti það ekki góð stjórnsýsla.

Um var að ræða níu bæi og alls voru gripirnir 35 sem átti að afhenda. Því virðist vera að bændur á tveimur af þessum bæjum hafi ekki orðið við kröfu Matvælastofnunar um að afhenda féð. Í tilkynningu á síðu Matvælastofnunarinnar segir að samkvæmt dýrasjúkdómalögum sé refsivert að brjóta gegn fyrirmælum sem þessum.

„Það er álit stofnunarinnar að með synjun sinni stofni bændurnir ekki aðeins heilsu dýra sinna í hættu heldur einnig heilsu sauðfjár í eigu annarra, þ.e. fjár sem hefur samgang við þeirra fé,“ segir á vef stofnunarinnar.

 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár