Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fóru ránshendi um verslanir svo dögum skipti

Tveir karl­menn voru dæmd­ir í 8 og 10 mán­aða fang­elsi fyr­ir að hafa gerst fingra­lang­ir í sjö versl­un­um á síð­asta ári. Ein versl­un varð sér­lega oft fyr­ir barð­inu á ráns­skap mann­anna en þeir heim­sóttu hana þrett­án sinn­um og rændu það­an vör­um að verð­mæti ríf­lega 300 þús­und króna.

Fóru ránshendi um verslanir svo dögum skipti
Gripið en ekki greitt Mennirnir hafa bæði nú og fyrr tekið vörur ófrjálsri hendi í matvöruverslunum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Tveir karlmenn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur 19. júlí síðastliðinn dæmdir til annars vegar átta mánaða og hins vegar tíu mánaða fangelsisvistar fyrir ítrekuð og endurtekin þjófnaðarbrot, ýmist hvor um sig eða í sameiningu. Ákæran yfir mönnunum var umfangsmikil, 41 liður, en heildarverðmæti þýfisins sem þeir félagar stálu nam rúmum tveimur milljónum króna. Í öllum tilvikum var um stuld úr verslunum að ræða.

Brot mannanna tveggja hófust í febrúar á síðasta ári, miðað við dóminn, en hinn 22. þess mánaðar stálu þeir í sameiningu vörum að verðmæti tæplega 35 þúsund krónum úr verslun. Það var hins vegar ekki fyrr en í ágúst sama ár að þeir félagar tóku rækilega til hendinni og í september keyrði um þverbak, en segja má að mennirnir hafi farið í ránsferðir að meðaltali þriðja hvern dag þann mánuð.

Verslun A vettvangur flestra glæpanna

Létu tvímenningarnir greipar sópa í sjö verslunum eftir því sem fram kemur í dómnum. Ein verslun, sem aðeins er nefnd verslun A í dómnum, varð sérlega oft fyrir barðinu á hinum fingralöngu félögum, en alls heimsóttu þeir hana í þrettán skipti í ránsferðum sínum. Einkum var það annar maðurinn sem hafði sérstakt dálæti á versluninni því hann kom þar við í fimmgang í ágúst og október og tók þaðan ófrjálsri hendi vörur að verðmæti ríflega 112 þúsund krónur. Í aðrar verslanir hélt sá ekki einn miðað við dóminn.

Hinn maðurinn fór víðar yfir en þó varð verslun A fyrir barðinu á gripdeildum hans í fjórgang og hafði hann á brott með sér vörur að verðmæti ríflega 111 þúsund krónur. Athygli vekur að mennirnir báðir heimsóttu verslunina og létu þar greipar sópa þrívegis sömu dagana en voru ekki ákærðir fyrir að vera í vitorði með hvor öðrum í þau skipti. Hins vegar voru þeir ákærðir fyrir að hafa í fjórgang í sameiningu rænt úr verslun A vörum að verðmæti 80 þúsund krónum rúmum. Alls var því tjón verslunarinnar ríflega 300 þúsund krónur með rupli mannanna tveggja.

Lægsta upphæðin 1.200 krónur

Það var hins vegar ekki verslun A sem varð fyrir mestu tjóni vegna ránskapar mannanna þrátt fyrir allt, heldur verslun sem nefnd er C í dómnum. Er sú byggingavöruverslun og þangað lögðu þeir kumpánar leið sína 10. september á síðasta ári. Höfðu þeir á brott með sér þýfi að verðmæti ríflega 740 þúsund krónur í það skiptið. Þremur dögum síðar mætti sá þeirra félaga sem stórtækari var í ránunum á nýjan leik í byggingavöruverslunina og hafði þaðan á brott með sér án greiðslu vörur að verðmæti ríflega 113 þúsund króna.

Athygli vekur að í mörgum tilvikum er um að ræða algjöran smáþjófnað, hnupl, því að annar maðurinn var meðal annars ákærður og dæmdur fyrir að hafa rænt vörum að verðmæti tæplega 1.200 krónum í eitt skiptið. Í sameiningu rændu brotamennirnir þá í eitt skipti úr verslun A vörum sem voru virði tæplega sjö þúsund króna.

Hafa áður verið dæmdir fyrir keimlík brot

Báðir játuðu mennirnir brot sín skýlaust. Þeir eiga báðir brotaferil að baki, vegna þjófnaðar, fjársvika fíkni- og umferðalagabrota meðal annars. Þannig var annar mannanna dæmdur í fimm mánaða fangelsi í mars á síðasta ári fyrir keimlík brot, stuld úr búðum og umferðarlagabrot. Í þeim dómi er tilgreint hverju var stolið í það og það skipti. Einkum voru það matvörur sem maðurinn rændi í það skiptið, kjúklingabringur, smjörstykki og risarækjur til að mynda. Í dómi yfir hinum manninum, frá því í febrúar á síðasta ári, er svipað uppi á teningnum en hann er þó dæmdur einnig fyrir ítrekuð fíkni- og umferðarlagabrot einnig, alls í þriggja mánaða fangelsi.

Í dómnum nú er báðum mönnunum gerður hegningarauki vegna fyrri dóma. Var þeim sem fyrr segir gerð fangelsisrefsing annars vegar í tíu mánuði og hins vegar í átta mánuði. Var þeim þá gert að greiða málsvarnarlaun til verjenda sinna, rúmar 241 þúsund krónur hvor, auk þess var þeim gert að greiða skaðabætur vegna hinna stolnu vara ásamt dráttarvöxtum.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Smáglæpamenn fá refsingu og ekkert um það að segja, en ef þeir kynnu að stela almennilega þá eru allir vegir færir. Þeir væru mikils metnir bæði af stjórnmálamönnum og viðskiptalífinu og gætu þá jafnvel setið í stjórn viðkomandi verslanafyrirtækja. En svona er lífið hér á skríplaskerinu.
    11
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
5
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár