Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Fóru ránshendi um verslanir svo dögum skipti

Tveir karl­menn voru dæmd­ir í 8 og 10 mán­aða fang­elsi fyr­ir að hafa gerst fingra­lang­ir í sjö versl­un­um á síð­asta ári. Ein versl­un varð sér­lega oft fyr­ir barð­inu á ráns­skap mann­anna en þeir heim­sóttu hana þrett­án sinn­um og rændu það­an vör­um að verð­mæti ríf­lega 300 þús­und króna.

Fóru ránshendi um verslanir svo dögum skipti
Gripið en ekki greitt Mennirnir hafa bæði nú og fyrr tekið vörur ófrjálsri hendi í matvöruverslunum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Tveir karlmenn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur 19. júlí síðastliðinn dæmdir til annars vegar átta mánaða og hins vegar tíu mánaða fangelsisvistar fyrir ítrekuð og endurtekin þjófnaðarbrot, ýmist hvor um sig eða í sameiningu. Ákæran yfir mönnunum var umfangsmikil, 41 liður, en heildarverðmæti þýfisins sem þeir félagar stálu nam rúmum tveimur milljónum króna. Í öllum tilvikum var um stuld úr verslunum að ræða.

Brot mannanna tveggja hófust í febrúar á síðasta ári, miðað við dóminn, en hinn 22. þess mánaðar stálu þeir í sameiningu vörum að verðmæti tæplega 35 þúsund krónum úr verslun. Það var hins vegar ekki fyrr en í ágúst sama ár að þeir félagar tóku rækilega til hendinni og í september keyrði um þverbak, en segja má að mennirnir hafi farið í ránsferðir að meðaltali þriðja hvern dag þann mánuð.

Verslun A vettvangur flestra glæpanna

Létu tvímenningarnir greipar sópa í sjö verslunum eftir því sem fram kemur í dómnum. Ein verslun, sem aðeins er nefnd verslun A í dómnum, varð sérlega oft fyrir barðinu á hinum fingralöngu félögum, en alls heimsóttu þeir hana í þrettán skipti í ránsferðum sínum. Einkum var það annar maðurinn sem hafði sérstakt dálæti á versluninni því hann kom þar við í fimmgang í ágúst og október og tók þaðan ófrjálsri hendi vörur að verðmæti ríflega 112 þúsund krónur. Í aðrar verslanir hélt sá ekki einn miðað við dóminn.

Hinn maðurinn fór víðar yfir en þó varð verslun A fyrir barðinu á gripdeildum hans í fjórgang og hafði hann á brott með sér vörur að verðmæti ríflega 111 þúsund krónur. Athygli vekur að mennirnir báðir heimsóttu verslunina og létu þar greipar sópa þrívegis sömu dagana en voru ekki ákærðir fyrir að vera í vitorði með hvor öðrum í þau skipti. Hins vegar voru þeir ákærðir fyrir að hafa í fjórgang í sameiningu rænt úr verslun A vörum að verðmæti 80 þúsund krónum rúmum. Alls var því tjón verslunarinnar ríflega 300 þúsund krónur með rupli mannanna tveggja.

Lægsta upphæðin 1.200 krónur

Það var hins vegar ekki verslun A sem varð fyrir mestu tjóni vegna ránskapar mannanna þrátt fyrir allt, heldur verslun sem nefnd er C í dómnum. Er sú byggingavöruverslun og þangað lögðu þeir kumpánar leið sína 10. september á síðasta ári. Höfðu þeir á brott með sér þýfi að verðmæti ríflega 740 þúsund krónur í það skiptið. Þremur dögum síðar mætti sá þeirra félaga sem stórtækari var í ránunum á nýjan leik í byggingavöruverslunina og hafði þaðan á brott með sér án greiðslu vörur að verðmæti ríflega 113 þúsund króna.

Athygli vekur að í mörgum tilvikum er um að ræða algjöran smáþjófnað, hnupl, því að annar maðurinn var meðal annars ákærður og dæmdur fyrir að hafa rænt vörum að verðmæti tæplega 1.200 krónum í eitt skiptið. Í sameiningu rændu brotamennirnir þá í eitt skipti úr verslun A vörum sem voru virði tæplega sjö þúsund króna.

Hafa áður verið dæmdir fyrir keimlík brot

Báðir játuðu mennirnir brot sín skýlaust. Þeir eiga báðir brotaferil að baki, vegna þjófnaðar, fjársvika fíkni- og umferðalagabrota meðal annars. Þannig var annar mannanna dæmdur í fimm mánaða fangelsi í mars á síðasta ári fyrir keimlík brot, stuld úr búðum og umferðarlagabrot. Í þeim dómi er tilgreint hverju var stolið í það og það skipti. Einkum voru það matvörur sem maðurinn rændi í það skiptið, kjúklingabringur, smjörstykki og risarækjur til að mynda. Í dómi yfir hinum manninum, frá því í febrúar á síðasta ári, er svipað uppi á teningnum en hann er þó dæmdur einnig fyrir ítrekuð fíkni- og umferðarlagabrot einnig, alls í þriggja mánaða fangelsi.

Í dómnum nú er báðum mönnunum gerður hegningarauki vegna fyrri dóma. Var þeim sem fyrr segir gerð fangelsisrefsing annars vegar í tíu mánuði og hins vegar í átta mánuði. Var þeim þá gert að greiða málsvarnarlaun til verjenda sinna, rúmar 241 þúsund krónur hvor, auk þess var þeim gert að greiða skaðabætur vegna hinna stolnu vara ásamt dráttarvöxtum.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Smáglæpamenn fá refsingu og ekkert um það að segja, en ef þeir kynnu að stela almennilega þá eru allir vegir færir. Þeir væru mikils metnir bæði af stjórnmálamönnum og viðskiptalífinu og gætu þá jafnvel setið í stjórn viðkomandi verslanafyrirtækja. En svona er lífið hér á skríplaskerinu.
    11
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
10
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
9
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár