Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Dæmi um að lóðarhafar hafi dregið uppbyggingu í áratugi

Óeðli­leg­ar taf­ir hafa orð­ið á upp­bygg­ingu íbúð­ar­hús­næð­is í ein­hverj­um til­vik­um sök­um þess að lóð­ar­haf­ar hafa beð­ið í árarað­ir með að hefja fram­kvæmd­ir. Þörf er á að sveit­ar­fé­lög fái heim­ild­ir til að setja tím­aramma varð­andi upp­bygg­ing­ar­heim­ild­ir.

Dæmi um að lóðarhafar hafi dregið uppbyggingu í áratugi
Uppbygging dregst Þörf er á að koma á sólarlagsákvæðum varðandi uppbyggingarheimildir. Mynd: Shutterstock

Dæmi eru um að heimildir vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis hafi verið ónýttar svo áratugum skiptir eftir að deiliskipulag hefur verið samþykkt. Sökum þess hafa orðið óeðlilegar tafir á uppbyggingu húsnæðis enda hafa sveitarfélög ekki úrræði í skipulagslöggjöf til að þrýsta á um að lóðarhafar hefji framkvæmdir. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra áformar nú breytingar á skipulagslögum til að koma í veg fyrir að uppbygging dragist úr hófi.

Inviðaráðuneytið hefur lagt fram í samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingu á skipulagslögum sem byggir á tillögum átakshóps um aðgerðir í húsnæðismálum, sem skipaður var í tengslum við kjaraviðræður á almennum vinnumarkaði á síðasta ári. Þær tillögur voru síðan útfærðar í rammasamningi ríkis og sveitarfélaga í júlí sama ár. Í rammasamningnum er kveðið á um að ráðherra leggi fram frumvarp um að tímabinda uppbyggingarheimildir á grundvelli samþykkts deiliskipulags.

Í greiningu sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu létu framkvæma kom í ljós að eftir að deiliskipulag hefur verið samþykkt gerir skipulagslöggjöf ekki ráð fyrir tímamörkum á því hvenær lóðarhafi þurfi að hefja uppbyggingu, né hvenær henni skuli lokið. Slík sólarlagsákvæði er hins vegar almennt að finna í löggjöf nágrannaríkja.

Óheppilegt þykir að lóðarhafar sem aðhafist ekkert í framkvæmdum árum saman geti byggt rétt sinn á því, jafnvel í áratugi, að í skipulagi hafi verið gert ráð fyrir uppbyggingarheimildum á landi sem þeir hafi umráð yfir. Því er stefnt að því að skoða hvort rétt sé að setja almenna reglu um gildistíma byggingarheimilda, sem og hvort rétt sé að setja sólarlagsákvæði í skipulagslöggjöf sem til að mynda væri þess efnis að uppbyggingarheimildir falli úr gildi að ákveðnum tíma liðnum. Yrði þá horft bæði til samþykkts deiliskipulags en jafnframt einnig mögulega til aðalskipulags sveitarfélaga. Verði ekkert aðhafst má telja líkur á að áfram verði óeðlilegar tafir á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis.

Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gudmundur Audunsson skrifaði
    Þess vegna á borgin að byggja sjálf!
    0
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Það kann ekki góðri lukku að stýra þegar 3 Framsóknarflokkar stjórna landi og þjóð, Mammon sér um sína. Ps. svíður alltaf þegar bókaþjóðin gleypir lygarnar umyrðalaust.
    0
  • GHA
    Guðmundur H Arngrímsson skrifaði
    Sá húsnæðisskortur sem við búum við er heimatilbúin og skipulega viðhaldið. Það hefur verið farið að flestum kröfum Samtaka Iðnaðarins og Samtaka Atvinnulífsins um einföldun á byggingareglugerð á undanförnum 8 árum. Þær áttu allar að draga úr byggingakostnaði og flýta framkvæmdum og auka þannig framleiðsluna. Að sama skapi hefur öllum kröfum þeirra um skattalega ívilnun verið mætt, þ.e. endurgreiðsla á virðisaukaskatti og 50 afslátt af skatti vegna leigutekna.

    Þrátt fyrir að álagning á húsbyggingamarkaði hér á landi sé margföld á við það sem þekkist í okkar heimshluta og nánast fullkomnar markaðsaðstæður séu fyrir hendi þá hefur skapast fordæmalaus húsnæðisskortur. Hann birtist til að mynda einmitt í þessari staðreynd að það er enginn hvati fyrir fjárfesta á húsnæðismarkaði að auka framboð og því sitja þeir oft á byggingaréttum út í hið óendanlega. Svo er hitt ekki síðri ástæða fyrir tregðu fjárfesta við að nýta byggingarétti sú staðreynd að verið er að braska með þessar lóðir og þær byggingaheimildir sem þeim fylgja. Dæmi er um að í viðskiptum með þær hafi verðið jafnvel sexfaldast. Með slíku braski er verið að auka kostnað og taka út mikinn hagnað sem svo seinna notað sem ástæða fyrir háu söluverði á íbúðum.

    Aðstæður í byggingageiranum hafa verið betri undanfarin áratug en oftast í sögunni. Hér eru mjög lág laun hjá verkafólki í byggingaiðnaði og jafnfram er algengt að verktakar hafi stóran hluta launa verkafólksins hreinlega af þeim í gegnum leigusamband sem þeir eiga við launþega sína. Hér eru líka gríðarlega öflug verktakafyrirtæki sem framleiða stærsta hluta íbúða þannig að stærðarhagkvæmni í byggingageiranum hefur margfaldast á síðustu 15-20 árum sem ætti að hafa skilað sér í ódýrari og meiri framleiðslu. Hér er fólksfjölgun og eftirspurn umfram það sem áður hefur þekkst. Við búum einnig við meira landrými en flest önnur lönd í Evrópu og því aðgengileg og byggingartsvæði allt um kring. Hér fádæma góður aðgangur að jarðvegi, sem vegur að einhverju leyti upp á móti þætti kostnaðarsams innflutnings á byggingarefnum. Á undanfarinni hálfri öld hefur húsnæði reglulega hækkað jafnt og þétt umfram almennt verðlag og því engin áhætta af fjárfestingu í uppbyggingu húsnæðis.

    Af hverju skapast þá þessi skortur?
    Það er einfaldlega vegna þess að einkaaðilar hafa tögl og haldir á þessum markaði. Hið opinbera er eiginlega áhorfandi með sín 4-5% af félagslega reknu húsnæði. Einkaaðilar geta mjög einfaldlega ráðið álagningu með því að viðhalda skorti því að það er enginn annar valkostur fyrir almenning en að gangast við þeim skilyrðum sem einka-aðilar á markaði setja.
    Flest öll stærstu greiningafyrirtæki í heiminum telja að hagnaður af fasteignaverkefnum eigi að liggja á bilinu 15-30%. Savills sem er eitt það stærsta í heimi skilaði skýrslu til borgarstjórna London um efnið og sagði að til að tryggja ásókn fjárfesta inn á húsbyggingamarkað þar þá þyrfti hagnaðurinn að liggja á milli 22-28%. https://www.london.gov.uk/.../app17_savills_residential...
    Hér á landi er álagning yfir 100% skv skýrslu frá hagfræðingi BHM https://www.visir.is/g/20232409002d.... Margar vísbendingar eru um að álagning sé hinsvegar í kringum 200%. Skv reiknivél hagstofunnar um byggingakostnað og reiknivél um gatnagerðagerðagjald (líkt byggt á byggingakostnaði) þá er byggingakostnaður við hvern fermeter í "vísitöluíbúð" í kringum 300.000 kr. Brunatryggingareiknivél VÍS sem tryggir miðað við byggingakostnað metur Byggingakostnað í kringum 400.000 kr (en telur hann geta verið bæði lægri eða hærri og er mismunandi á milli svæða). Kostnaður við fermeter í fjölbýlishúsi var metin 260.000 kr í skýrslu í skýrslu Fasteignaskrár um Brunabótamat árið 2018, uppreiknup er upphæðin 339.000 kr. Söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu er hinsvegar í kringum 900.000 - 1.000.000 kr þ.e. allt að þrisvar sinnum hærra en byggingakostnaður.

    Skorturinn er þess vegna skipulagður, og honum er viðhaldið. Það sem verra er að stjórnvöld styðja þessa framvindu og hafa byggt undir hana og slegið þannig skjaldborg um fjármagnið.
    Það er ekkert í kortunum um að það fari að breytast. Ef lífeyrissjóðirnir eiga að koma að uppbyggingu á húsnæði þarf það að vera á allt öðrum forsendum en sem ríkja núna og hafa ríkt undanfarna tvo áratugi.
    8
  • ÞS
    Þór Skjaldberg skrifaði
    XB fer ekki að stoppa braskara í íbúðarbyggingum, það vita allir. Það hefði verið hægt að útríma svona lóðar raski fyrir mörgum árum.
    4
  • Kári Jónsson skrifaði
    Bæjarfélögin verða að geta tekið til baka lóðir, þegar lóðaeigendur þverskallast við að byggja og nota lóðirnar í braski 1-ár eru hæfileg tímamörk, þegar bæjarfélögin hafa unnið sína vinnu = aðalskipulag/deiliskipulag, kannski verður þetta samþykkt þegar nýr borgarstjóri tekur við, enda skiptir öllu máli fyrir xB að byggingar áform þeirra gangi eftir, en að sjálfsögðu mest fyrir leigjendur og húsnæðislausa.
    -3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár