Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Samkeppniseftirlitið slær á fingur Hreyfils

Hreyfli er óheim­ilt að koma í veg fyr­ir að leigu­bíl­stjór­ar sem keyra fyr­ir stöð­ina fái einnig að keyra fyr­ir Hopp eða aðra að­ila sem bjóða upp á leigu­bíla­þjón­ustu. Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið hef­ur áð­ur gert at­huga­semd­ir við starfs­hætti Hreyf­ils en ljóst er að þær at­huga­semd­ir hafa ver­ið virt­ar að vett­ugi.

Samkeppniseftirlitið slær á fingur Hreyfils
Óheimilt bann Bann Hreyfils við því að bílstjórar keyri fyrir Hopp er að líkindum brot á samkeppnislögum.

Samkeppniseftirlitið tók í dag bráðabirgðaákvörðun þar sem bann leigubifreiðarstöðvarinnar Hreyfils gegn því að bílstjórar sem keyri fyrir stöðina keyri einnig fyrir Hopp er sögð ólögmæt. Er Hreyfli gert að láta án tafar af hindrunum gagnvart Hoppi og tilgreint að sennilega sé um brot á samkeppnislögum að ræða.

Frá því að Hopp, sem rekur deili rafskútu og deili bílaþjónustu, hóf um miðjan júní einnig að bjóða upp á leigubílaþjónustu, hefur Hreyfill komið í veg fyrir að leigubílstjórar sem aka fyrir stöðina keyri fyrir Hopp. Reglur í samþykktum Hreyfils komu þannig í veg fyrir að félagsmenn gætu nýtt sér þjónustu annarra aðila á markaði sem bjóða upp á leigubílaþjónustu.

Hreyfill er langstærsta leigubílastöð landsins og hefur verið um árabil, þar starfa flestir bílstjórar og staða fyrirtækisins er mun sterkari en keppinauta þess. Samkeppniseftirlitið hefur áður tekið háttsemi Hreyfils til athugunar, gagnvart öðru fyrirtæki, og beindi árið 2020 þeim tilmælum til Hreyfils að láta af samskonar starfsháttum og nú er um að ræða. Athugun þessa máls hefur leitt í ljós að Hreyfill hefur virt fyrrgreind tilmæli Samkeppniseftirlitsins að vettugi.

Í bráðabirgðaákvörðuninnni sem tekin var í dag er Hreyfli gert að láta af umræddri hegðun í garð Hopps án tafar og gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum sínum svo bílstjórum stöðvarinnar verði heimilt að keyra fyrir aðra aðila.

„Samkeppniseftirlitið telur að umrædd háttsemi grundvallist hvorki á málefnalegum né hlutlægum forsendum. Háttsemi Hreyfils sé til þess fallin að hindra innkomu nýs keppinautar á markaðinn neytendum til tjóns ásamt því að viðhalda þeim takmörkunum, gagnvart meirihluta leigubifreiðastjóra, sem ný lög um leigubifreiðaakstur áttu að uppræta,“ segir í tilkynningu á vef eftirlitsins.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár