Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Samkeppniseftirlitið slær á fingur Hreyfils

Hreyfli er óheim­ilt að koma í veg fyr­ir að leigu­bíl­stjór­ar sem keyra fyr­ir stöð­ina fái einnig að keyra fyr­ir Hopp eða aðra að­ila sem bjóða upp á leigu­bíla­þjón­ustu. Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið hef­ur áð­ur gert at­huga­semd­ir við starfs­hætti Hreyf­ils en ljóst er að þær at­huga­semd­ir hafa ver­ið virt­ar að vett­ugi.

Samkeppniseftirlitið slær á fingur Hreyfils
Óheimilt bann Bann Hreyfils við því að bílstjórar keyri fyrir Hopp er að líkindum brot á samkeppnislögum.

Samkeppniseftirlitið tók í dag bráðabirgðaákvörðun þar sem bann leigubifreiðarstöðvarinnar Hreyfils gegn því að bílstjórar sem keyri fyrir stöðina keyri einnig fyrir Hopp er sögð ólögmæt. Er Hreyfli gert að láta án tafar af hindrunum gagnvart Hoppi og tilgreint að sennilega sé um brot á samkeppnislögum að ræða.

Frá því að Hopp, sem rekur deili rafskútu og deili bílaþjónustu, hóf um miðjan júní einnig að bjóða upp á leigubílaþjónustu, hefur Hreyfill komið í veg fyrir að leigubílstjórar sem aka fyrir stöðina keyri fyrir Hopp. Reglur í samþykktum Hreyfils komu þannig í veg fyrir að félagsmenn gætu nýtt sér þjónustu annarra aðila á markaði sem bjóða upp á leigubílaþjónustu.

Hreyfill er langstærsta leigubílastöð landsins og hefur verið um árabil, þar starfa flestir bílstjórar og staða fyrirtækisins er mun sterkari en keppinauta þess. Samkeppniseftirlitið hefur áður tekið háttsemi Hreyfils til athugunar, gagnvart öðru fyrirtæki, og beindi árið 2020 þeim tilmælum til Hreyfils að láta af samskonar starfsháttum og nú er um að ræða. Athugun þessa máls hefur leitt í ljós að Hreyfill hefur virt fyrrgreind tilmæli Samkeppniseftirlitsins að vettugi.

Í bráðabirgðaákvörðuninnni sem tekin var í dag er Hreyfli gert að láta af umræddri hegðun í garð Hopps án tafar og gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum sínum svo bílstjórum stöðvarinnar verði heimilt að keyra fyrir aðra aðila.

„Samkeppniseftirlitið telur að umrædd háttsemi grundvallist hvorki á málefnalegum né hlutlægum forsendum. Háttsemi Hreyfils sé til þess fallin að hindra innkomu nýs keppinautar á markaðinn neytendum til tjóns ásamt því að viðhalda þeim takmörkunum, gagnvart meirihluta leigubifreiðastjóra, sem ný lög um leigubifreiðaakstur áttu að uppræta,“ segir í tilkynningu á vef eftirlitsins.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár