Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kostnaður við nýtt hús Landsbankans 16,5 milljarðar króna

Bygg­ing­ar­kostn­að­ur nýrra höf­uð­stöðva Lands­bank­ans varð á end­an­um 8,5 millj­örð­um króna hærri en lagt var upp með í upp­hafi. Sala á öðru hús­næði bank­ans dug­ar ekki fyr­ir helm­ingi af bygg­ing­ar­kostn­aði hins nýja húss. Taka mun bank­ann rúm fjór­tán ár að hafa upp í eft­ir­stand­and­andi kostn­að með áætl­uð­um sparn­aði af flutn­ing­un­um, án þess að tek­ið sé til­lit til vaxta, verð­breyt­inga og af­skrifta.

Kostnaður við nýtt hús Landsbankans 16,5 milljarðar króna
Gríðarlegur byggingakostnaður Kostnaður vegna nýbyggingar Landsbankans er talinn verða 16,5 milljarðar króna. Mynd: Heiða Helgadóttir

Heildarkostnaður Landsbankans vegna nýrra aðalstöðva bankans nemur 16,5 milljörðum króna. Það er 4,7 milljörðum hærri kostnaður en gert var ráð fyrir í áætlunum, sem gerðar voru í lok árs 2019, en þá var gert ráð fyrir að kostnaðurinn yrði 11,8 milljarðar króna. Aukinn kostnaður er 3,4 milljarðar en auk þess nemur kostnaður vegna vísitölubreytinga á byggingartímaum 1,4 milljörðum króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu um uppgjör Landsbankans fyrir fyrri hluta yfirstandandi árs. Er það í fyrsta skipti sem greint er frá því hver kostnaðurinn við byggingu Landsbankahússins við Reykjastræti er. Í apríl síðastliðnum greindi Heimildin frá því að stjórnendur bankans vildu ekki gefa upp hver áætlaður heildarkostnaður yrði við bygginguna.

„Við teljum ótímabært að fjalla um áætlaðan heildarkostnað, þar sem enn á eftir að semja um tiltekin atriði sem geta haft áhrif til hækkunar eða lækkunar,“ sagði Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans, um hvað nýjar höfuðstöðvar ríkisbankans í miðborginni myndu kosta í svari til Heimildarinnar í apríl. Það var ekki í fyrsta sinn sem bankinn taldi umfjöllun um kostnaðinn ótímabæra. Nákvæmlega sömu svör fengust við fyrirspurn Kjarnans í fyrra.

Sparnaður talinn 600 milljónir á ári

Upphaflega var gert ráð fyrir að húsið yrði fullklárað um mitt ár 2022 en framkvæmdir drógust hins vegar. Samkvæmt uppgjörinu nú er framkvæmdunum að mestu lokið og gert er ráð fyrir að lóðarfrágangi ljúki í haust.

Ekki kemur fram í uppgjörinu hver kostnaðurinn við einstaka verkþætti er, svo sem klæðingu hússins, sem vakið hefur töluverða athygli. Húsið er að miklu leyti klætt með íslensku stuðlabergi úr Hrepphólanámu í Hrunamannahreppi.

Húsið er 16.500 fermetrar en í heild er byggingin um 21.500 fermetrar að bílakjallara og tæknirýmum meðtöldum. Á móti umræddum 16,5 milljarða kostnaði kemur söluverð á á hlutum hins nýja húss sem bankinn mun ekki nýta auk áætlaðs söluverðs á gamla Landsbankahúsinu í Austurstræti, sem og annars húsnæðis bankans. Er áætlað söluverð um 7,8 milljarðar króna, undir helmingi kostnaðar við nýbygginguna. Þá er sagt í uppgjörinu að árlegur sparnaður af flutningum í hið nýja hús nemi um 600 milljónum króna árlega. Af þeirri upphæð vegur sparnaður vegna húsaleigu mest, um 480 milljónum króna árlega.

Það mun því taka bankann fjórtán og hálft ár að ná upp í eftirstandandi kostnað við nýbygginguna með þeim sparnaði, án þess að tekið sé tillit til vaxtakostnaður, verðbreytinga og afskrifta. Að því gefnu að sala eigna skili þeim 7,8 milljörðum sem áætlað er.

Löng og ströng saga

Saga byggingaframkvæmda við höfuðstöðvar Landsbankans er orðin löng, og nokkuð ströng. Fyrir hrun voru uppi áform um að Landsbankinn byggði nýjar höfuðstöðvar, alls 33 þúsund fermetra, á lóð við Austurhöfn sem bankinn hafði keypt. Ráðist var í hönnunarsamkeppni og til stóð að kynna niðurstöður hennar vorið 2008 en þeim áformum var frestað til hausts. Kynningin fór hins vegar aldrei fram, bankinn fór á hausinn áður en til hennar kom. Landsbankinn lenti í höndum ríkisins og þar með talið lóðin við Austurhöfn.

Stjórnendur bankans töldu þó enn þörf á uppbyggingu nýrra höfuðstöðva. Í ársbyrjun 2012 var greint frá því að bankinn vildi reisa þær í miðborginni – fyrir árið 2015. Í febrúar 2013 kynnti þáverandi bankastjóri Landsbankans, Steinþór Pálsson, fyrir starfsmönnum bankans áætlun um uppbyggingu á sömu lóð og til hafði staðið að reisa höfuðstöðvarnar á fyrir hrun. Eilítið var búið að skala framkvæmdina niður, nú átti byggingin að vera 24 þúsund fermetrar og framkvæmdir myndu hefjast 2014.

Þær áætlanir mættu þó mótspyrnu, til að mynda sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, að hann teldi útilokað að bankinn færi út í slíka framkvæmd, næg mál væru fyrirliggjandi sem leysa þyrfti áður. Tíminn leið því en árið 2014 gekk bankinn til samninga um kaup á umræddri lóð við félagið Sírus, sem var í eigu ríkis og borgar, svo segja má að vinstri hönd hafi átt í viðskiptum við þá hægri.

Þegar árið 2015 var orðið ljóst að Landsbankinn hyggðist byggja nýjar höfuðstöðvar sínar við Austurhöfn í Reykjavík, við hlið Hörpu. Í frétt Kjarnans um áformin í júlí árið 2015 kom fram að kostnaður við byggingu hússins með lóðarkaupum ætti að verða átta milljarðar króna.

Hálfur milljarður myndi sparast árlega

Í maí 2017 var greint frá því að bankaráð bankans hefði tekið ákvörðun um byggingaframkvæmdirnar á lóðinni við Austurhöfn. Var kostnaðurinn þá metinn níu milljarðar króna, með lóðakaupunum. Þá var reiknað með því að húsnæðið yrði 16.500 fermetrar, þar af ætlaði bankinn sjálfur að nýta um 10 þúsund fermetra en leigja út eða selja það sem eftir stæði.

Áætlaður kostnaður við þann hluta sem bankinn hugðist þá nýta var metinn 5,5 milljarðar króna en á móti kostnaði kæmi söluverðmæti þeirra fasteigna sem bankinn gæti losað þegar öll starfsemin væri komin á einn stað. Mat bankinn árlegan sparnað sinn vegna flutninganna um hálfan milljarð króna, en á þeim tíma var starfsemi bankans í miðborginni í þrettán húsum, sem væru óhagkvæm og óhentug.

Í september 2019 birti Kjarninn fréttaskýringu um byggingu höfuðstöðvanna. Þar var rakið að þrátt fyrir að Landsbankinn væri því sem næst alfarið í eigu ríkisins hefði ríkisvaldið litla sem enga aðkomu haft að ákvörðunum er vörðuðu uppbygginguna. Eftir að bankarnir lentu í höndum ríkisins eftir hrun var ákveðið að fjármála- og efnahagsráðherra, sem og stjórnvöld yfirleitt, kæmu ekki að rekstrarlegum ákvörðunum. Þess í stað færi Bankasýsla ríkisins með eignarhluta skattgreiðenda í bankanum. Í fréttaskýringunni var vitnað til samskipta við forstjóra Bankasýslunnar um hvort þar á bæ hefðu menn einhverja aðkomu haft að ákvörðun um uppbyggingu nýrra höfuðstöðva. Svarið var einfalt, „nei,“ sagði Jón Gunnar Jónsson.

Og þá var hann orðinn 11,8 milljarðar

 Í febrúar 2020 greindi Kjarninn frá því að kostnaður við byggingu höfuðstöðvanna, sem þá var byrjað að byggja, væri kominn upp í 11,8 milljarða króna. Kostnaðurinn hafði því í millitíðinni frá árinu 2017 hækkað úr níu milljörðum upp í tíu milljarða vegna hækkunar á byggingarvísitölu, og var þarna orðinn 11,8 milljarðar.

Í júlí á síðasta ári greindi Kjarninn svo frá því að lögð hefði verið fram tillaga í ríkisstjórn um að ríkið keypti nokkur þúsund fermetra af húsnæði nýrra höfuðstöðva bankans, á sex milljarða króna. Vinstri höndin var því aftur farin að þreifa fyrir sér við hægri höndina.

Í september á síðasta ári var svo staðfest að ríkið hefði ákveðið að kaupa svokallað Norðurhús nýrra höfuðstöðva Landsbankans, á umrædda sex milljarða, og hýsa þar skrifstofur utanríkisráðuneytisins og nýlistahluta Listasafns Íslands. Þá var einnig greint frá því að ákveðið hefði verið að ríkið gengi til samninga við bankann um kaup á gamla Landsbankahúsinu við Austurstræti. Peningar færu þannig enn á ný úr vinstri vasa í þann hægri.

8,5 milljarða hækkun

Síðustu fregnir af kostnaðarmati við uppbyggingu hússins eru frá því í lok árs 2019, svo sem nefnt er hér að ofan, tæpir tólf milljarðar króna. Kjarninn óskaði síðasta haust eftir upplýsingum um uppfærða kostnaðaráætlun vegna framkvæmdanna en fékk það svar að bankinn teldi „ótímabært“ að fjalla um áætlaðan heildarkostnað.

Heimildin óskaði í síðasta mánuði enn á ný eftir upplýsingum um kostnað við byggingu hins mikla húss. Og fékk sömu svör. Forsvarsmenn bankans, sem er í eigu almennings í landinu, vildu ekki svara þeim spurningum að svo stöddu. Stefnt er að birtingu uppfærðs kostnaðarmats „síðar á þessu ári“. Sú birting er nú orðin að veruleika, og sá veruleiki sem birtist er að Landsbankahúsið kostið 16,5 milljarða króna, 8,5 milljörðum hærri upphæð en lagt var upp með 2015 þegar ákveðið var að fara í framkvæmdina.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Og falleg er byggingin ekki heldur. Það tóks Selfyssingum mun betur með sinn nýja miðbæ.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
6
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár