Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ása sækir um skilnað frá Heuermann - „Þær fundu fyrir viðbjóði og upplifðu skömm“

Ása Guð­björg Ell­erup hef­ur sótt um skiln­að frá eig­in­manni sín­um, Rex Heu­er­mann, sem er grun­að­ur um hræði­leg morð á Gil­go-strönd­inni á Long Is­land. Lög­regl­an tel­ur að fjöl­skyld­an hafi ekki vit­að um ódæð­isverk heim­il­is­föð­ur­ins. Eng­inn hef­ur heim­sótt hann í fang­els­ið.

Ása sækir um skilnað frá Heuermann - „Þær fundu fyrir viðbjóði og upplifðu skömm“
Í gæsluvarðhaldi Rex Heuermann kemur næst fyrir dómara 1. ágúst. Mynd: Rex Heuermann Consultants & Associates

Ása Guðbjörg Ellerup hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, Rex Heuermann sem grunaður er um að hafa myrt fjórar ungar konur. Þau voru gift í 27 ár. CNN greinir frá þessu. Ákærur hafa verið gefnar út gegn Heuermann vegna þriggja af konunum fjórum en reiknað er með að hann verði einnig ákærður fyrir að myrða þá fjórðu. Málið hefur vakið gríðarlega athygli þar sem áratugur er síðan lík þeirra fundust og morðingi þeirra einfaldlega kallaður Gilgo-strandar morðinginn. 

Samkvæmt lögreglunni í Suffolk-sýslu vissi Ása að líkindum ekkert um að eiginmaður hennar lifði tvöföldu lífi, annars vegar sem arkitekt og heimilisfaðir, en hins vegar sem grunaður raðmorðingi. 

„Ef þú spyrð mig, þá trúi ég ekki að þau hafi vitað um þetta tvöfalda líf sem hann lifði,“ segir Rodney Harrison, lögreglumaður í Suffolk-sýslu. 

Á blaðamannafundi lögreglunnar á föstudag sagði Harrison: „Dömur mínar og herrar. Rex Heuermann er djöfull sem gengur á meðal vor – rándýr sem hefur rústað fjölskyldum“.

Lögregluyfirvöld hafa þó ekki útilokað neitt og rannsókn stendur enn yfir á því „hvort fjölskyldan hafi vitað af því sem Heuermann var að gera,“ segir Harrison í samtali við CNN.

Ása Guðbjörg Hellerup

Ása sótti um skilnað í gær, miðvikudag, viku eftir handtöku Heuermann. Lögmaður hennar, Robert Macedonio, segir henni hafa brugðið mjög við að heyra af því sem eiginmaður hennar er sakaður um. Óafvitandi hafi hún hjálpað til við rannsóknina því það voru hár úr henni sem fundust á líkum kvennanna sem lögreglan gat þá tengt við Heuermann.

Ása og Heuermann giftu sig í apríl 1996. Síðan þá hafa þau búið á æskuheimili hans í úthverfi Massapequa Park á Long Island ásamt syni Ásu og dóttur sem þau eiga saman. 

Fjölskyldan hélt sig út af fyrir sig

Samkvæmt Long Island Press segja nágrannar heimilið vera „krípí“ og engu viðhaldi þar sinnt. Þá hafi fjölskyldan verið fjarræn. „Þau héldu sig út af fyrir sig. Við sáum aldrei neitt grunsamlegt,“ segir Frankie Musto, nágranni þeirra, við miðilinn.

Harrison lögreglumaður sagði við CNN á mánudag að hann hafi fengið þær upplýsingar að þegar Ásu og dóttur þeirra hafi verið sagt frá glæpunum sem Heuermann er sakaður um hafi þeim „verið mjög brugðið, þær fundu fyrir viðbjóði og upplifðu skömm“. Vegna þessara viðbragða telur hann að þær hafi ekkert vitað. 

Heuermann var úrskurðaður í gæsluvarðhald án möguleika á reynslulausn. Þegar hann var leiddur fyrir dómara lýsti hann sig saklausan. Hann kemur næst fyrir dóm þann 1. ágúst. 

Heuermann hefur ekki fengið neina gesti í fangelsið. Hann má hringja tvö símtöl á dag en óljóst er hvort hann hefur nýtt sér það.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár