Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Gagnrýnir skamman umsagnartíma í samráðsgátt um hásumar

Fram­kvæmda­stjóri Ís­lands­deild­ar Am­nesty seg­ir að sam­ráðs­gátt stjórn­valda þjóni ekki sín­um til­gangi þeg­ar um­sagn­ar­tími er jafn skamm­ur og raun ber vitni í júlí.

Gagnrýnir skamman umsagnartíma í samráðsgátt um hásumar
Framkvæmdastjóri Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, setti fram gagnrýni sína á skamman umsagnartíma í umsögn við drög að breytingu á reglugerð um útlendinga.

„Ef stjórnvöld vilja tryggja það að markmið um samráðsgáttina sé uppfyllt sem er það að fá hagsmunaaðila og almenning til að taka þátt í stefnumótun og reglusetningu og heyra álit almennings, og ekki bara almennings heldur einmitt líka sérfræðinganna sem eru að vinna að málunum á hverjum degi, þá myndi maður halda að þau vildu fá fleiri umsagnir og þá þyrftu þau að setja þetta inn á öðrum tíma.“ Þetta segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, í samtali við Heimildina. 

Anna er gagnrýnin á það að mál sem eru birt í samráðsgátt stjórnvalda um miðjan júlí, á þeim tíma þegar margir landsmenn eru í sumarfríi, fái ekki lengri tíma til umsagnar. Hún kom þeim athugasemdum á framfæri inni í samráðsgáttinni í gær þegar hún skilaði inn umsögn Íslandsdeildarinnar við drög að breytingu á reglugerð um útlendinga nr. 540/2017. Þá rann umsagnarfrestur út en drögin höfðu verið birt í …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Sigurðsson skrifaði
    Sýndar samráð er verra en ekkert samráð :( Tek undir þessa gagnrýni 100%
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár