„Ef stjórnvöld vilja tryggja það að markmið um samráðsgáttina sé uppfyllt sem er það að fá hagsmunaaðila og almenning til að taka þátt í stefnumótun og reglusetningu og heyra álit almennings, og ekki bara almennings heldur einmitt líka sérfræðinganna sem eru að vinna að málunum á hverjum degi, þá myndi maður halda að þau vildu fá fleiri umsagnir og þá þyrftu þau að setja þetta inn á öðrum tíma.“ Þetta segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, í samtali við Heimildina.
Anna er gagnrýnin á það að mál sem eru birt í samráðsgátt stjórnvalda um miðjan júlí, á þeim tíma þegar margir landsmenn eru í sumarfríi, fái ekki lengri tíma til umsagnar. Hún kom þeim athugasemdum á framfæri inni í samráðsgáttinni í gær þegar hún skilaði inn umsögn Íslandsdeildarinnar við drög að breytingu á reglugerð um útlendinga nr. 540/2017. Þá rann umsagnarfrestur út en drögin höfðu verið birt í …
Athugasemdir (1)