Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Þið munið hann Milan

Rit­höf­und­ur­inn Mil­an Kund­era er all­ur, 94 ára gam­all. All­ar skáld­sög­ur hans og nokk­ur rit­gerða­söfn hafa kom­ið út á ís­lensku í þýð­ingu Frið­riks Rafns­son­ar.

Þið munið hann Milan
Mil­an Kund­era Mynd: b'Louis MONIER'

Nú er Milan Kundera allur, 94 ára gamall. En hvernig orti hann sjálfur um dauðann? Til dæmis svona, í Bókinni um hlátur og gleymsku, sem kostaði hann tékkóslóvakíska ríkisborgararéttinn: „Við hugsum um óendanleika stjarnanna en skeytum engu um óendanleikann sem er fólginn í feðrum okkar.“

Fyrsta skáldsaga hans var Brandarinn, en kvikmyndaútgáfa hennar kom út skömmu síðar og var lykilmynd vorsins í Prag, þótt hún hafi verið frumsýnd stuttu eftir að það var yfirstaðið. Og aðalleikari myndarinnar, stórleikarinn Josef Somr, var fimm árum yngri en Kundera og fylgir honum út í eilífðina, lést síðasta vetur.

Í List skáldsögunnar fjallar hann um bókmenntir og tónlist, sem og blaðamennsku. „Það er nóg að fletta bandarískum eða evrópskum stjórnmálatímaritum, sama hvort þau eru til hægri eða vinstri, allt frá Time tíl Spiegel: Þau hafa öll sama lífsviðhorf sem endurspeglast í sama efnisyfirliti, sömu föstu liðunum, sams konar blaðamennsku, sama orðaforða og stíl, sama listasmekk og sama gildismati.“

Fyrsta þýðingin á Svaninum eftir Guðberg var á tékknesku og Vera, eftirlifandi eiginkona Kundera, las bókina og mælti með. Milan elskaði bókina líka og kom því til leiðar að hún yrði þýdd á frönsku – og skrifaði m.a. þetta um hana: „Níu ára: mörk æsku og unglingsára. Aldrei hef ég séð eins skýru ljósi varpað á þau mörk og í þessari skáldsögu.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár