Þið munið hann Milan

Rit­höf­und­ur­inn Mil­an Kund­era er all­ur, 94 ára gam­all. All­ar skáld­sög­ur hans og nokk­ur rit­gerða­söfn hafa kom­ið út á ís­lensku í þýð­ingu Frið­riks Rafns­son­ar.

Þið munið hann Milan
Mil­an Kund­era Mynd: b'Louis MONIER'

Nú er Milan Kundera allur, 94 ára gamall. En hvernig orti hann sjálfur um dauðann? Til dæmis svona, í Bókinni um hlátur og gleymsku, sem kostaði hann tékkóslóvakíska ríkisborgararéttinn: „Við hugsum um óendanleika stjarnanna en skeytum engu um óendanleikann sem er fólginn í feðrum okkar.“

Fyrsta skáldsaga hans var Brandarinn, en kvikmyndaútgáfa hennar kom út skömmu síðar og var lykilmynd vorsins í Prag, þótt hún hafi verið frumsýnd stuttu eftir að það var yfirstaðið. Og aðalleikari myndarinnar, stórleikarinn Josef Somr, var fimm árum yngri en Kundera og fylgir honum út í eilífðina, lést síðasta vetur.

Í List skáldsögunnar fjallar hann um bókmenntir og tónlist, sem og blaðamennsku. „Það er nóg að fletta bandarískum eða evrópskum stjórnmálatímaritum, sama hvort þau eru til hægri eða vinstri, allt frá Time tíl Spiegel: Þau hafa öll sama lífsviðhorf sem endurspeglast í sama efnisyfirliti, sömu föstu liðunum, sams konar blaðamennsku, sama orðaforða og stíl, sama listasmekk og sama gildismati.“

Fyrsta þýðingin á Svaninum eftir Guðberg var á tékknesku og Vera, eftirlifandi eiginkona Kundera, las bókina og mælti með. Milan elskaði bókina líka og kom því til leiðar að hún yrði þýdd á frönsku – og skrifaði m.a. þetta um hana: „Níu ára: mörk æsku og unglingsára. Aldrei hef ég séð eins skýru ljósi varpað á þau mörk og í þessari skáldsögu.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár