Héraðsdómur Reykjaness hefur tilkynnt öryggisbrest til Persónuverndar eftir að dómstóllinn sendi fjölmiðlum afrit af ákæru í afar viðkvæmu máli án þess að afmá persónuupplýsingar um brotaþola. Þá hefur dómstólasýslan einnig verið upplýst um atvikið.
„Haft var samband við réttargæslumann brotaþola strax í morgun og hún upplýst um atvikið,“ segir í svari skrifstofustjóra dómstólsins til Heimildarinnar vegna málsins.
Í lífshættu eftir kynferðisofbeldi og árás
Dómsmálið sem um ræðir er eitt alvarlegasta heimilisofbeldismál sem hefur komið inn á borð lögreglunnar á Suðurnesjum og var um tíma rannsakað sem tilraun til manndráps en konan var í lífshættu eftir síðustu árásina.
Í kjölfar skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja var hún flutt á Landspítalann í Reykjavík til að framkvæma á henni bráðaaðgerð vegna alvarlegra innvortis áverka. Samkvæmt sérfræðingum sem framkvæmdu bráðaaðgerðina voru áverkar hennar „lífshættulegir og gátu eingöngu komið til við kynferðisofbeldi ásamt alvarlegri líkamsárás“. …
Það virðist hluti af íslenskri menningu að enginn beri ábyrgð !!!!
Þess vegna viðgengst ruglið endalaust.