Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hafna því að afhenda bréf Ríkisendurskoðunar til ráðuneytis

Rík­is­end­ur­skoð­un boð­aði fyr­ir viku síð­an að stofn­un­in ætl­aði að fylgja eft­ir stjórn­sýslu­út­tekt sinni á söl­unni á hlut rík­is­ins í Ís­lands­banka. Sent var bréf til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins þar sem ósk­að var eft­ir af­stöðu þess gagn­vart mál­flutn­ingi Banka­sýsl­unn­ar á ný­leg­um þing­nefnd­ar­fundi. Bréf­ið fæst ekki af­hent.

Hafna því að afhenda bréf Ríkisendurskoðunar til ráðuneytis
Óskað eftir afstöðu Guðmundur Björgvin Helgason er ríkisendurskoðandi. Mynd: Ríkisendurskoðun

Ríkisendurskoðun hefur hafnað því að afhenda Heimildinni bréf sem stofnunin sendi til fjármála- og efnahagsráðuneytisins þann 3. júlí síðastliðinn. Bréfið var sent í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun boðaði að stofnunin myndi fylgja eftir niðurstöðum stjórnsýsluúttektar sinnar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars í fyrra, en stjórnsýsluúttektin var birt 14. nóvember í fyrra.

Í bréfinu óskaði Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi eftir afstöðu ráðuneytisins gagnvart málflutningi Bankasýslu ríkisins á nýlegum fundi með efnahags- og viðskiptanefnd. Ástæða þess að óskað var eftir afstöðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins var að orðsporsáhætta hefði raungerst með athöfnum, yfirlýsingum og athafnaleysi Bankasýslunnar. 

Þar var vísað til þess að Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, sagði meðal annars á fundinum að hann væri enn þeirrar skoðunar að hið lokaða útboð á 22,5 prósent hlut íslenska ríkisins í Íslandsbanka í mars 2022 væri best heppnaða …

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár