Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Átján leituðu til Stígamóta í fyrra eftir hópnauðgun

Fimmt­ung­ur kvenna sem leit­uðu til Stíga­móta í fyrra vegna nauðg­ana eða nauðg­un­ar­tilrauna greindu frá því að ger­andi hafi nýtt sér með­vit­und­ar­leysi sitt vegna áfeng­is og/eða lyfja. Einn karl­mað­ur greindi frá því sama. Sex­tán kon­ur og tveir karl­menn leit­uðu þang­að vegna hópnauðg­un­ar. Þetta kem­ur fram í árs­skýrslu Stíga­móta sem kom út í dag. Helm­ing­ur brota­þola nauðg­un­ar fraus eða fannst lík­am­inn lam­ast.

Átján leituðu til Stígamóta í fyrra eftir hópnauðgun
Eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum „Þessar niðurstöður sýna að algeng viðbrögð við kynferðisofbeldi eru að frjósa eða finnast líkami sinn lamast, gera ekki neitt, eða berjast á móti með líkamlegu afli eða orðum. Allt eru þetta eðlileg viðbrögð við þeim óeðlilegu aðstæðum sem kynferðisofbeldi er,“ segir í ársskýrslu Stígamóta. Mynd: Shutterstock

Ríflega helmingur þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra eftir að hafa orðið fyrir nauðgun greindi frá því að þau hefðu frosið eða fundist líkami sinn lamast. Tæpur þriðjungur gerði ekkert. „Stundum er besta leiðin til að lifa af að gera ekki neitt eða frjósa,“ segir í ársskýrslu Stígamóta fyrir árið 2022 sem kom út í dag.

Grafið hér að neðan sýnir viðbrögð brotaþola, annars vegar þeirra sem urðu fyrir nauðgun og hins vegar þeirra sem beittir voru kynferðisofbeldi þegar þeir voru börn. Þar sést að ríflega helmingur þeirra sem var nauðgað greindu frá að þeir hefðu frosið eða fundist líkami sinn lamast. Einnig kom fram að 27,3% þeirra sem var nauðgað gerðu ekkert og 24,6% létu sem ekkert væri. Þá kemur fram að hæsta hlutfall einstaklinga sem beittir höfðu verið kynferðisofbeldi sem barn gerðu ekkert, næsthæsta hlutfall hafði frosið eða fundist líkami sinn lamast og þriðja hæsta hlutfallið sagðist hafa látið sem ekkert væri. 

Viðbrögð brotaþolaþegar annars vegar nauðgun og hins vegar kynferðisofbeldi gegn barni átti sér stað

„Þessar niðurstöður sýna að algeng viðbrögð við kynferðisofbeldi eru að frjósa eða finnast líkami sinn lamast, gera ekki neitt, eða berjast á móti með líkamlegu afli eða orðum. Allt eru þetta eðlileg viðbrögð við þeim óeðlilegu aðstæðum sem kynferðisofbeldi er,“ segir í skýrslunni. 

Þá er bent á að viðbrögð einstaklinga, líkt og dýra, geti verið þrenns konar þegar einstaklingur upplifir áfall eða mikinn ótta. „Einstaklingar geta frosið, reynt að flýja eða barist á móti. Allt eru þetta viðbrögð sem geta hjálpað okkur að lifa af erfiðar aðstæður. Á Stígamótum lítum við svo á að það að frjósa eða gera ekki neitt séu eðlileg viðbrögð við kynferðisofbeldi, líkt og það að flýja eða berjast á móti. Stundum er besta leiðin til að lifa af að gera ekki neitt eða frjósa,“ segir þar.

Færri ný mál

Árið 2022 leituðu 910 einstaklingar til Stígamóta, af þeim voru 397 einstaklingar sem leituðu aðstoðar vegna eigin mála í fyrsta skipti. Þá leituðu 124 aðstandendur í fyrsta sinn til Stígamóta á árinu og þar af voru 48 með upplýsingar um mál sem ekki voru þekkt hjá Stígamótum.

Á síðasta ári voru 397 ný mál þar sem brotaþolar komu sjálfir með mál sín til Stígamóta. Þetta er um 14,6 % fækkun slíkra mála frá árinu 2021. En árið 2021 voru ný mál brotaþola 465 talsins og höfðu þá aldrei fleiri einstaklingar leitað til Stígamóta í fyrsta skipti vegna sinna mála frá stofnun samtakanna.

Kyn brotaþolaFjöldi og hlutfall brotaþola sem leituðu til Stígamóta í fyrra, flokkað eftir kynjum.

Árið 2022 var svarmöguleikanum „kynsegin“ bætt við svarmöguleikana „kona, karl og skilgreini kyn á annan hátt“ hjá Stígamótum. Taflan hér að ofan sýnir að fjórir einstaklingar skilgreindu sig kynsegin. Eins og árin á undan leituðu umtalsvert fleiri konur en karlar til Stígamóta árið 2022. Þá segir að athyglisvert sé að hlutfall karla var 7,1% og hefur hlutfall karla ekki verið lægra síðan árið 2000 en þá var hlutfall karla um 4%. „Þessi munur á hlutföllum milli ára gæti mögulega verið tilkomin vegna lítillar umræðu í samfélaginu um karkyns brotaþola,“ segir í skýrslunni. 

Ástæður þess að leitað var til Stígamóta árið 2022Það fólk sem nýtir sér þjónustu Stígamóta kemur gjarnan til að vinna úr gömlum áföllum og þau geta verið fleiri en eitt. Þess vegna eru ástæður komu sem nefndar eru fleiri en einstaklingarnir (373)

Af þeim konum sem leituðu til Stígamóta á árinu nefndi meirihluti nauðgun sem ástæðu fyrir komu, og eru það sambærilegar niðurstöður og koma fram í ársskýrslum 2014 til 2021.

Mismunandi birtingarmyndir nauðgana/nauðgunartilrauna árið 2022, skipt eftir kyni

„Athygli vekur að næsthæsta hlutfall kvenna nefndi að þeim hefði verið nauðgað/gerð tilraun til nauðgunar þar sem meðvitundarleysi þeirra vegna áfengis og/eða lyfja var nýtt. Þetta eru sambærilegar niðurstöður og fram koma í ársskýrslum frá árunum 2018 til 2021. Eins er athyglisvert að einungis einn karl nefndi að honum hefði verið nauðgað eða gerð tilraun til þess þar sem meðvitundarleysi hans vegna áfengis og/eða lyfja var nýtt. Þessar niðurstöður eru svipaðar niðurstöðum ársskýrslu ársins 2021 en þar kom fram að engum karli hafði verið nauðgað eða gerð tilraun til þess þar sem meðvitundarleysi hans vegna áfengis og/eða lyfja var nýtt,“ segir í skýrslunni. Hana má í heild sinni lesa hér.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár