Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Er þetta terta?

Sófa­kartafl­an rýn­ir í Net­flix. Að þessu sinni þætt­ina: Er þetta kaka?

Er þetta terta?

Getur verið að himnarnir hafi opnast og kraftaverk átt sér stað? Ef ekki, þá veit ég ekki hvernig það atvikaðist að einhver hjá Netflix samþykkti aðra seríu af hveitibruðlsþáttunum Is it cake?

En ég spyr engra spurninga og fagna bara ákaft úr bólstruðu hásæti mínu. Snúningssviðið snýst og ljósin blika, eftirvænting liggur í loftinu. Ótrúlegir kökugerðarmeistarar, sumir á barmi gjaldþrots sökum áhugamálsins, eru samankomnir til að baka, vinna pening og plata dómara. Þau hafa augljóslega varið sínum tíu þúsund stundum í raunsæiskökuskreytingar og geta látið kökur líta út fyrir að vera hvað sem er.

Stjórnandi þáttanna er hinn ógeðþekki Saturday Night Live-meðlimur og maðurinn á bak við sjöttu Home Alone-myndina, Mikey Day. Hans hlutverk í Er þetta terta? felst í því að ryðja út úr sér lélegum bröndurum og dúndra stórum hníf í hitt og þetta til að sanna hvort hlutur sé terta eða til dæmis fótskemill (raunverulegt dæmi). Þátturinn sameinar því tvö af mínum helstu áhugamálum: Kökur og ósjarmerandi fólk í fjölmiðlum.

Mér finnst fátt jafn áhugavert og að fylgjast með persónutöfrasnauðum aðilum reyna að vera skemmtilegir. Hvað einkennir þetta fólk? spyrð þú með eftirvæntingu og það er mér ljúf skylda að svara: Þau brosa breitt en brosið nær aldrei til augnanna. Raddirnar eru hvellar og gleðisnauðar. Allt bendir til þess að þau séu á rangri hillu í lífinu en áfram þramma þau samt.

Ég fæ ekki nóg af þessu. Peningarnir sem kökunördarnir geta unnið eru engar svimandi háar upphæðir. Þetta eru í mesta lagi 10.000 bandaríkjadalir á þátt, ef þau vinna, og ég get ekki ímyndað mér að neinn gæti reddað sér út úr bakarísgjaldþroti með þessu skotsilfri. Mér reiknast til að þetta dugi í mesta lagi fyrir einni fjölskylduferð til Tenerife. Í hverjum þætti mæta svo þrjár Netflix-þáttastjörnur og dæma. Ég skemmti mér alltaf konunglega þegar dómararnir átta sig á lögmáli þáttanna. Ef þau eru góð í sínu starfi, þ.e.a.s. að bera kennsl á hvað sé terta og hvað sé hlutur, þá tapa bakarameistararnir. Þeirra starf er því að valda vonbrigðum og það er örugglega erfitt fyrir stjörnur.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár