Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eldgos hafið á Reykjanesskaga

Á vef Veð­ur­stof­unn­ar seg­ir að eld­gos sé haf­ið við Litla Hrút. Jörð fór að skjálfa á Reykja­nesskaga þann 4. júlí síð­ast­lið­inn og sér­fræð­ing­ar voru nokk­uð sam­mála um að hrin­an væri und­an­fari eld­goss sem nú er haf­ið. Reykjar­mökk­ur­inn sést vel í þeim vef­mynda­vél­um sem eru á svæð­inu. Fólk er hvatt til þess að bíða átekta og fylgja fyr­ir­mæl­um Al­manna­varna.

Eldgos hafið á Reykjanesskaga
Eldgosið Kvikustrókar sjást stíga upp úr sprungunni sem talin er vera um 200 metra löng. Mynd: Veðurstofa Íslands

Eldgos er hafið á Reykjanesskaga. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að gosið hafi hafist um klukkan 16:40. Eldgosið kemur upp úr lítilli dæld rétt norður af Litla Hrút og það rýkur úr því til norðvestur.

Talið er að sprungan sé um 200 metra löng að því er kemur fram á Facebook-síðu Veðurstofunnar. Sjá má kvikustróka koma upp úr sprungunni. Í færslunni er fólk hvatt til þess að fara að öllu með gát: „Vísindamenn Veðurstofunnar eru á svæðinu við mælingar. Gangan að gosinu er löng og landslagið krefjandi, við hvetjum því fólk til þess að bíða átekta og fylgja fyrirmælum Almannavarna.“

Reykjarmökkurinn sést glögglega í þeim vefmyndavélum sem staðsettar eru á svæðinu.

ReykjanesskaginnÁ myndinni sést hvar kvika vellur nú upp úr jörðinni. Skammt suðvestan við nýja eldgosið er hraunbreiðan úr fyrri gosum.

Þegar Heimildin ræddi við Þorvald Þórðarson, eldfjallafræðing, rétt fyrir klukkan fimm var hann hinn rólegasti. „Ég reikna fastlega með að þetta sé í grennd við Litla-Hrút, það er mín ágiskun,“ sagði Þorvaldur. 

Þegar hann var spurður að því hvort hann gæti staðfest það hvort eldgos væri hafið sagði hann að sérfræðingum í hópi eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands sýndist á öllu að svo sé. Hópurinn væri á leið að gosstöðvunum fljótlega.

Þriðja gosið á þremur árum

Eldgosið sem nú er hafið er það þriðja sem kemur upp á tiltölulega litlu svæði á jafnmörgum árum. Að kvöldi 19. mars 2021 hófst eldgos í Fagradalsfjalli. Þann 18 september það sama ár var kvika hætt að renna úr gígnum en gosinu var ekki formlega lýst lokið fyrr en þremur mánuðum síðar.

Fyrir tæpu ári síðan hófst svo eldgos í Merardölum, þann 3. ágúst 2022. Gosið stóð í um 18 daga.

Jörð skolfið undanfarna daga

Jarðskjálftahrina hófst í norðaustanverðu Fagradalsfjalli þann 4. júlí síðastliðinn með skjálfta upp á 3,6 að stærð sem fannst á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu. Eftir fyrstu nótt hrinunnar höfðu um 2200 skjálftar mælst, þeirra stærstur var skjálfti upp á 4,8 að stærð.

Stærsti skjálftinn í hrinunni reið yfir í gærkvöldi, 5,2 að stærð. Skjálftinn fannst víða um land og honum fylgdi grjóthrun úr Keili.

Vefmyndavél RÚV 1
Vefmyndavél RÚV 2
Vefmyndavél Vísis
Vefmyndavél mbl.is

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
3
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
4
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár