Stjórnvöld áforma að setja lög um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn, í því skyni að þjóna þjóðaröryggi og stuðla að hagkvæmni fyrir neytendur. Áform um lagasetninguna eru nú til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda.
Í skjali um áformin sem þar má finna segir meðal annars að árangur af lagasetningu og innleiðingu innlendrar smágreiðslulausnar verði helst metinn af því hversu miklu fé verður varið í greiðslumiðlun hérlendis til framtíðar, en kostnaður við greiðslumiðlun hefur verið óvenju hár á Íslandi miðað við nágrannalönd.
Árið 2021 var kostnaður samfélagsins við greiðslumiðlun 47 milljarðar króna, 1,43 prósent af vergri landsframleiðslu, en sambærilegur kostnaður í Noregi er um 0,79 prósent af vergri landsframleiðslu. Það er því ljóst að samfélagið gæti sparað háar upphæðir, ef kostnaður við greiðslumiðlun hér yrði sambærilegur við Noreg.
Nauðsynlegt sé að tryggja Seðlabankanum heimildir
Seðlabankinn hefur verið að vinna að innlendri smágreiðslulausn undanfarin ár í samstarfi við fjármálafyrirtæki, eins og reglulega …
Athugasemdir (3)