Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Samskipti sakborninga og verjenda ekki verið hleruð síðastliðin fimm ár

Hler­an­ir á sam­skipt­um sak­born­inga og verj­enda komu nokk­uð við sögu í mál­um sem fóru fyr­ir dóm­stóla í kjöl­far hruns­ins. Sam­kvæmt svari dóms­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá þing­manni Pírata hafa slík­ar hler­an­ir ekki átt sér stað á síð­ustu ár­um.

Samskipti sakborninga og verjenda ekki verið hleruð síðastliðin fimm ár
Fyrirspurn Langt er um liðið síðan hleranir lögreglu á samskiptum sakborninga og verjenda áttu sér síðast stað, samkvæmt svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur. Svarinu var skilað í ráðherratíð Jóns Gunnarssonar en Guðrún Hafsteinsdóttir gegnir í dag embætti ráðherra.

Lögreglan hefur ekki hlustað á samtöl eða önnur samskipti á milli sakborninga og verjenda þeirra á síðastliðnum fimm árum. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, þingkonu Pírata, um hlustun samskipta á milli sakborninga og verjenda þeirra. Fram kemur í svari ráðherra að óskað hafi verið eftir upplýsingum frá öllum lögregluembættum landsins sem og frá embætti héraðssaksóknara.

Fyrirspurn Arndísar Önnu var í þremur liðum, sá fyrsti sneri að fjölda þeirra skipta sem lögregla hefur hlustað á samtöl eða önnur samskipti milli sakborninga og verjenda þeirra á síðastliðnum fimm árum. Í öðrum lið spurði hún að því hversu fljótt upptökum hafi verið eytt og í þeim þriðja hvort hlutaðeigandi hafi verið tilkynnt um slíkar aðgerðir.

„Við vinnslu fyrirspurnarinnar var óskað eftir upplýsingum frá öllum lögregluembættum landsins og embætti héraðssaksóknara. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og héraðssaksóknara hefur ekki komið til þess á síðastliðnum fimm árum að lögregla …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Mér skýtur skelkur í bringu. Að mínu áliti eru hleranir samtala milli sakbornings og verjanda brot á einföldum mannréttindum og meiga aldrei eiga sér stað. Ég tel að ríki sem misvirðir þetta fyrirgeri réttinum að kallast réttarríki.
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Je dúdda mia,,, lögreglan hefur ekki neinar skráðar ólögmætar hleranir ? Kannski af því þær eru ólöglegar ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár