Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Fylgstu með svaðilför andafjölskyldu um miðbæinn

Fjög­urra anda fjöl­skylda hélt heim í Tjörn eft­ir háska­för í gegn­um mið­bæ­inn.

Ferðalangarnir Á leið heim.

Andamamma hraðar ungunum sínum þremur yfir gangbraut í miðbæ Reykjavíkur áður en að risastór, gulur strætó númer 12 fer af stað yfir gatnamótin. Bærinn er fullur af fólki enda er heiðskírt úti og smá gola. Litla fjölskyldan kemst yfir á gangstéttina, þökk sé lof. En þá er það næsta gata. Á móti umferð vaggar mamman niður Lækjargötu í átt að heimastað sínum, Tjörninni. Bifreiðar og áhugasamt mannfólk fylgist með þeim. Líklega urðu til í kringum hundrað ný myndbönd á snjallsíma vegfarenda af öndunum fjórum arka þessa leið. 

Hindranir

Þegar yfir gatnamót Bankastrætis og Austurstrætis er komið virðist andamamman alveg vita hvert hún er að fara. Matarlykt og mögulegir afgangar í Austurstrætinu freista ekki. Nei. Tjörnin er beint áfram.

Á gangstétt Lækjargötu eru þó ýmsar hindranir sem standa í vegi fyrir átta litlum andalöppum. Hopphjól, skilti, túristar, stólar og borð. En mamman er einbeitt og lætur ekkert stoppa sig. Hún lítur vart við þegar bíll flautar rétt hjá. Áfram gakk. Ungarnir kvaka örlítið á mömmu sína en eru aldrei langt undan og trítla áfram staðráðnir í að komast heim. Í eitt andartak horfir andamamma inn á Hard Rock þar sem heyrist í háværri tónlist. Það freistar ekki. Jafnast ekki á við Tjörnina. 

Ferðamenn taka myndir og brosa. Undir borð ungra íslenskra karlmanna fer andamamman með ungana sína sem labba yfir skó strákana og halda áfram endilanga gangstéttina. „Ætlar þú að taka viðtal við mömmuna?“ spyr túristi. Blaðakona lætur vaða: „Hvernig gengur vegferðin?“ Andamamma ansar engu og fer aftur undir borð með ungana. Ekkert má trufla leiðangurinn. Myndatökumaðurinn er líka fyrir og einn ungana gengur yfir löpp hans. 

Vitlaus beygja

Þá eru það ein önnur gatnamótin og nú beygir mamman í fyrsta sinn vitlaust. Í áttina frá Tjörninni. Eftir nokkrar sekúndur áttar hún sig á mistökunum og réttir sig af leið. 

Einn unginn dregst aftur úr í örfáar sekúndur og hrasar enda er gangan hröð og það er heitt úti. En það er ekki tími til að hika. Unginn rís upp og nær hópnum.

Á lokasprettinum fylgir enn fleira mannfólk þeim yfir allra síðustu gatnamótin og sér til þess að nálægar bifreiðar hægi á sér. Aftur forðast þær spurningar blaðakonu. Þetta er ekkert grín, þetta er lífsins alvara.

Mamman eykur ferðina þegar hún sér tjörnina, flýtir sér undir lítið tré og niður rampinn hjá Iðnó og gatnamótum Kvennó. Frammi fyrir ungunum stendur íslenskur pabbi. Hann er fyrir en þeir hugsa í lausnum, fara hver á eftir öðrum á milli lappa pabbans og hoppa ofan í. Þær eru komnar heim. Loksins.

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár