Frá lokum árs 2019, skömmu áður en kórónuveirufaraldurinn skall á og ríkisstjórnin greip til margháttaðra aðgerða til að örva atvinnulífið, og út síðasta ár jukust ráðstöfunartekjur allra Íslendinga samtals um 425 milljarða króna, eða um 31 prósent. Af þeirri tölu lentu 157 milljarðar króna hjá efstu tekjutíund þjóðarinnar, þeirra tíu prósent heimila sem þénuðu mest á tímabilinu. Það þýðir að sá hópur, sem telur 24.243 fjölskyldur, tók til sín 37 prósent af allri aukningu sem varð á ráðstöfunartekjum á umræddu tímabili.
Ef þau 20 prósent sem höfðu hæstu tekjurnar eru skoðuð kemur í ljós að sá hópur tók til sín alls 52,3 prósent af allri aukningu á ráðstöfunartekjum sem átti sér stað frá lokum árs 2019 og fram til síðustu áramóta. Það þýðir að 80 prósent þjóðarinnar fékk 47,7 prósent af aukningunni í sinn vasa.
Þetta …
Athugasemdir (1)