Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Segir stöðu meirihluta heimila sem skulda íbúðalán vera „með ágætum“

Þrátt fyr­ir gríð­ar­lega hækk­un á vaxta­gjöld­um á und­an­förn­um miss­er­um tel­ur fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd Seðla­banka Ís­lands flest heim­ili eiga nægj­an­legt borð fyr­ir báru til að ráða við stór­aukna greiðslu­byrði. Fyr­ir ligg­ur þó að 650 millj­arða króna lánastafli sem ber í dag fasta vexti mun losna á ár­un­um 2024 og 2025.

Segir stöðu meirihluta heimila sem skulda íbúðalán vera „með ágætum“
Fjármálastöðugleikanefnd Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður nefndarinnar. Mynd: Seðlabanki Íslands

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands telur að staða mikils meirihluta heimila landsins sem eru með fasteignalán sé „með ágætum“ þótt mikilvægt sé að búa í haginn fyrir versnandi fjárhag þeirra. Því brýndi nefndin fyrir lánveitendum – bönkum og lífeyrissjóðum – að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. 

Þetta kemur fram í fundargerð fjármálastöðunefndarinnar vegna fundar hennar í byrjun júní, en hún var birt í vikunni.

Ástæða þess að erfiðara gæti orðið fyrir hluta heimila að standa undir þyngri greiðslubyrði liggur í því að 650 milljarða króna stafli af íbúðalánum sem bera í dag fasta vexti munu losna á árunum 2024 og 2025. Um er að ræða rúmlega fjórðung allra húsnæðisskulda. Þetta er hærri upphæð en áður hefur verið í umræðunni, en fjármálastöðugleikanefnd greindi frá því í fyrra haust að binditími lána upp tæplega 600 milljarða króna myndi losna á árunum 2023 til 2025. Þar af áttu 74 milljarða króna að renna út á þessu ári, en þar væri um að ræða lán 4.451 heimila.

Vaxtagjöld þegar hækkað um 60 prósent

Stærstur hluti þessa tók óverðtryggð lán á föstum vöxtum þegar þeir voru í sögulegu lágmarki árið 2021, en breytilegir vextir hjá bönkum voru þá á bilinu 3,3 til 4,3 prósent og fastir vextir litlu hærri. í dag eru breytilegu vextirnir hjá bönkunum 10,25 til 10,5 prósent, og hafa ekki verið hærri síðan að farið var að bjóða upp á óverðtryggð lán. Ástæðan hækkunarinnar liggur í því að stýrivextir hafa verið hækkaðir þrettán sinnum í röð, úr 0,75 í 8,75 prósent frá vorinu 2021. Það hefur verið gert til að takast á við verðbólgu sem var mánuðum saman í námunda við tveggja stafa tölu en fór í fyrsta sinn undir níu prósent í júní síðan í fyrrasumar. 

Vaxtahækkanirnar hafa þegar skilað því að vaxtagjöld heimila landsins jukust um 60 prósent milli fyrsta ársfjórðungs í fyrra og sama tímabils í ár, samkvæmt nýlegum tölum frá Hagstofu Íslands. Þau námu alls 30,8 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins sem er hæsta krónutala sem íslensk heimili hafa nokkru sinni greitt í vaxtakostnað á ársfjórðungi. 

Samkvæmt tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) þurfti sá sem var með óverðtryggt lán upp á 45 milljónir króna á breytilegum vöxtum að borga 191.700 krónur af slíku láni í upphafi árs 2022.  Útreikningar HMS sýna að greiðslubyrðin af slíku láni verði sé nú í 366.795 krónur á mánuði, og hafi þá aukist um 175.275 krónur á einu og hálfu ári. 

Höfuðstóll gæti hækkað og markaðsverð lækkað

Þau úrræði sem fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum að huga tímanlega að, til að takast á við þyngri greiðslubyrði lántakenda og fyrirbyggja greiðsluerfiðleika þeirra, eru að skoða að lengja lánstíma, að taka upp jafngreiðsluskilmála, að setja þak á greidda nafnvexti og líta til ólíkra lánaforma sem bjóða upp á mismunandi greiðslubyrði. „Taldi nefndin að rúm eiginfjárstaða margra lántaka ætti að gefa töluvert svigrúm til að tryggja að greiðslubyrði héldist í takti við viðmið lánþegaskilyrða sem nefndin hefur sett.“

Í minnisblaði sem fjármálastöðugleikanefnd birti í byrjun júní kom fram að nefndin teldi að í hlutfalli við ákvarðandi þætti væri íbúðaverð á Íslandi enn hátt. Það bendi til talsverðs ójafnvægis með tilheyrandi kerfisáhættu. Líkur á verðleiðréttingu, þar sem íbúðaverð leiti í átt að þeim þáttum sem vanalega ráða verðmyndun á markaðnum, hafi aukist með hækkandi fjármagnskostnaði. Það þýðir á mannamáli að íbúðaverð gæti lækkað nokkuð skarpt á Íslandi í nánustu framtíð, líkt og það hefur gert víða í löndum í kringum okkur. 

Á sama tíma fjölgar þeim sem færa sig úr óverðtryggðum lánum í verðtryggð til að lækka mánaðarlega greiðslubyrði sína. ​​Í síðustu mánaðarskýrslu HMS kom fram að hrein ný verðtryggð útlán voru fimm milljarðar króna í apríl á meðan að óverðtryggðu útlánin voru neikvæð um tvo milljarða króna. „Hrein ný útlán hafa ekki verið svo lítil á núverandi verðlagi síðan í apríl 2014 ef undanskilin eru ársbyrjun 2015 og 2016 þegar leiðréttingin og séreignarsparnaðarúrræði skekkja myndina,“ sagði í skýrslunni. 

Sá böggull fylgir því skammrifi að færa sig úr óverðtryggðu í verðtryggt lán að höfuðstóll verðtryggða lánsins hækkar hratt í mikilli verðbólgu líkt og nú geisar, sem étur upp eigið fé lántakandans. Því gæti sú staða komið upp að höfuðstóll lánsins hækki um nokkrar milljónir króna á ári á sama tíma og íbúðaverð lækkar og jafnvel sett mjög skuldsetta íbúðareigendur í þá stöðu að skuldir þeirra væru hærri en það sem fengist fyrir íbúðina.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár