Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

RÚV skráir kennitölur allra viðmælenda

Rík­is­út­varp­ið skrá­ir kenni­töl­ur allra við­mæl­enda, í út­varpi og sjón­varpi. Per­sónu­vernd hef­ur ekki feng­ið mál­ið til efn­is­legr­ar skoð­un­ar en Helga Sig­ríð­ur Þór­halls­dótt­ir, stað­geng­ill for­stjóra Per­sónu­vernd­ar, seg­ir óljóst hvort RÚV hafi heim­ild til að safna kenni­töl­um við­mæl­enda.

RÚV skráir kennitölur allra viðmælenda
Margt sem þarf að skoða Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV, segir Ríkisútvarpinu heimilt að skrá kennitölur viðmælenda í þeim tilgangi að skoða í hve miklum mæli ólíkir þjóðfélagshópar endurspeglast í dagskrá RÚV. Helga Sig­ríð­ur Þór­halls­dótt­ir, stað­geng­ill for­stjóra Per­sónu­vernd­ar, seg­ir óljóst hvort RÚV hafi heim­ild til að safna kenni­töl­um við­mæl­enda.

Ríkisútvarpið hefur um árabil skráð kynjahlutfalli viðmælenda í samræmi við stefnu RÚV í jafnréttismálum. Síðastliðið haust voru gerðar breytingar á fyrirkomulaginu og kennitölu bætt við skráningu viðmælenda. „Ákveðið var að víkka út þessa talningu í takt við nýja stefnuáherslu RÚV um að endurspegla fjölbreytileika samfélagsins í dagskrá og allri starfsemi,“ segir í skriflegu svari Margrétar Magnúsdóttur, skrifstofustjóra RÚV, við fyrirspurn Heimildarinnar. 

Breytingarnar felast í að við bættist valmöguleikinn kynsegin/annað við skráningu viðmælenda, auk upplýsinga um aldur og búsetu, sem hægt er að fá úr þjóðskrá eftir skráningu kennitölu. Í svari RÚV kemur fram að söfnun gagnanna og vinnsla á þeim sé gerð í samræmi við lög um Ríkisútvarpið þar sem kemur fram að RÚV beri skylda til að sinna lýðræðislegu hlutverki, meðal annars með því að hafa hlut karla og kvenna sem jafnastan í starfsemi Ríkisútvarpsins og í dagskrá þess. Að mati RÚV er notkunin heimil þar sem tilgangur þeirra …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Emil Helgason skrifaði
    Þetta er einmitt kosturinn við kennitöluna umfram önnur kerfi.
    0
  • KJ
    Kári Jónasson skrifaði
    Það er bráðnauðsynlegt að vita deili á fólki sem kemur fram í Útvarpi og Sjónvarpi bæði upp á seinni tíma og svo vegna varveislugildis efnis Ríkisútvarpsins. Þessvegna þarf kennitalan að fylgja með, og helst líka staða og heimilisfang.
    2
  • Jón Ívarsson skrifaði
    Þetta er þá gert með samþykki viðmælanda þar sem fréttamaður þarf að spurja um kennitöluna. Viðmælandi getur væntanlega neitað að gefa hana upp.
    1
  • Viðar Eggertsson skrifaði
    Reyndar er þetta mikilvægt vegna geymslu og varðveislu efnis bæði útvarps og sjónvarps, að það sé skýrt hverjir viðkomandi eru í hljóð- og myndupptökum. Þá dugar ekki eingöngu nöfn, heldur hjálpar til að skrá starfsheiti og t.d. fæðingardag og ár.
    Ég vann oft efni upp úr gömlum útvarpsþáttum hér forðum. Þá var gott ef skráningar á efni þátta var ítarleg, t.d. þegar ég var að vinna portrettþætti um listamenn. Þannig fann maður oft faldar perlur hér og þar í safni RÚVog gat endurútvarpað þeim í slíkum þáttum.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
3
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár