RÚV skráir kennitölur allra viðmælenda

Rík­is­út­varp­ið skrá­ir kenni­töl­ur allra við­mæl­enda, í út­varpi og sjón­varpi. Per­sónu­vernd hef­ur ekki feng­ið mál­ið til efn­is­legr­ar skoð­un­ar en Helga Sig­ríð­ur Þór­halls­dótt­ir, stað­geng­ill for­stjóra Per­sónu­vernd­ar, seg­ir óljóst hvort RÚV hafi heim­ild til að safna kenni­töl­um við­mæl­enda.

RÚV skráir kennitölur allra viðmælenda
Margt sem þarf að skoða Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV, segir Ríkisútvarpinu heimilt að skrá kennitölur viðmælenda í þeim tilgangi að skoða í hve miklum mæli ólíkir þjóðfélagshópar endurspeglast í dagskrá RÚV. Helga Sig­ríð­ur Þór­halls­dótt­ir, stað­geng­ill for­stjóra Per­sónu­vernd­ar, seg­ir óljóst hvort RÚV hafi heim­ild til að safna kenni­töl­um við­mæl­enda.

Ríkisútvarpið hefur um árabil skráð kynjahlutfalli viðmælenda í samræmi við stefnu RÚV í jafnréttismálum. Síðastliðið haust voru gerðar breytingar á fyrirkomulaginu og kennitölu bætt við skráningu viðmælenda. „Ákveðið var að víkka út þessa talningu í takt við nýja stefnuáherslu RÚV um að endurspegla fjölbreytileika samfélagsins í dagskrá og allri starfsemi,“ segir í skriflegu svari Margrétar Magnúsdóttur, skrifstofustjóra RÚV, við fyrirspurn Heimildarinnar. 

Breytingarnar felast í að við bættist valmöguleikinn kynsegin/annað við skráningu viðmælenda, auk upplýsinga um aldur og búsetu, sem hægt er að fá úr þjóðskrá eftir skráningu kennitölu. Í svari RÚV kemur fram að söfnun gagnanna og vinnsla á þeim sé gerð í samræmi við lög um Ríkisútvarpið þar sem kemur fram að RÚV beri skylda til að sinna lýðræðislegu hlutverki, meðal annars með því að hafa hlut karla og kvenna sem jafnastan í starfsemi Ríkisútvarpsins og í dagskrá þess. Að mati RÚV er notkunin heimil þar sem tilgangur þeirra …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Emil Helgason skrifaði
    Þetta er einmitt kosturinn við kennitöluna umfram önnur kerfi.
    0
  • KJ
    Kári Jónasson skrifaði
    Það er bráðnauðsynlegt að vita deili á fólki sem kemur fram í Útvarpi og Sjónvarpi bæði upp á seinni tíma og svo vegna varveislugildis efnis Ríkisútvarpsins. Þessvegna þarf kennitalan að fylgja með, og helst líka staða og heimilisfang.
    2
  • Jón Ívarsson skrifaði
    Þetta er þá gert með samþykki viðmælanda þar sem fréttamaður þarf að spurja um kennitöluna. Viðmælandi getur væntanlega neitað að gefa hana upp.
    1
  • Viðar Eggertsson skrifaði
    Reyndar er þetta mikilvægt vegna geymslu og varðveislu efnis bæði útvarps og sjónvarps, að það sé skýrt hverjir viðkomandi eru í hljóð- og myndupptökum. Þá dugar ekki eingöngu nöfn, heldur hjálpar til að skrá starfsheiti og t.d. fæðingardag og ár.
    Ég vann oft efni upp úr gömlum útvarpsþáttum hér forðum. Þá var gott ef skráningar á efni þátta var ítarleg, t.d. þegar ég var að vinna portrettþætti um listamenn. Þannig fann maður oft faldar perlur hér og þar í safni RÚVog gat endurútvarpað þeim í slíkum þáttum.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár