Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, hefur frá því í júnímánuði 2020 fengið greiddar 50,6 milljónir króna fyrir störf fyrir ráðuneyti Ásmundar Einars Daðasonar eða undirstofnanir þess. Greiðslurnar hefur Gylfi fengið vegna vinnu sinnar sem ráðgjafi í átaksverkefnum í kjölfar Covid faraldursins, vegna mótunar framtíðarskipulags nýs mennta- og barnamálaráðuneytis og vegna verkefna við eflingu verknáms og framhaldsskóla.
Gylfi var forseti ASÍ í tíu ár, frá árinu 2008 til 2018, og áður framkvæmdastjóri sambandsins. Eftir mikinn ólgusjó í embætti framan af árinu, þar sem meðal annars stjórn VR, Verkalýðsfélag Akraness og aðalfundur Framsýnar lýstu yfir vantrausti á hendur Gylfa, tilkynnti hann í júní 2018 að hann myndi ekki bjóða sig fram til endurkjörs. Hann lét af embætti forseta ASÍ í október 2018.
Sótti um fjölda starfa
Nafn Gylfa var í framhaldinu títt nefnt þegar sagt var frá umsækjendum í ýmsar stöður á vegum hins opinbera næstu misseri. Þanig sótti Gylfi …
Athugasemdir (1)