Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Gylfi hefur fengið 50 milljónir frá ráðuneytum og undirstofnun Ásmundar Einars

Á þrem­ur ár­um hef­ur Gylfi Arn­björns­son, fyrr­ver­andi for­seti ASÍ, feng­ið greidd­ar rúm­ar 50 millj­ón­ir króna frá fé­lags­mála­ráðu­neyt­inu, Vinnu­mála­stofn­un og mennta­mála­ráðu­neyt­inu. Ásmund­ur Ein­ar Daða­son var fé­lags­mála­ráð­herra þeg­ar greiðsl­ur það­an og frá Vinnu­mála­stofn­un voru innt­ar af hendi. Þeg­ar Ásmund­ur Ein­ar fór yf­ir í mennta­mála­ráðu­neyt­ið fylgdi Gylfi hon­um þang­að.

Gylfi hefur fengið 50 milljónir frá ráðuneytum og undirstofnun Ásmundar Einars
Hafði ætlað sér að draga úr vinnu Gylfi, sem er orðinn 65 ára, segir að hann hafi ætlað að draga úr vinnu en svo séu verkefnin svo skemmtileg. Mynd: Hörður Sveinsson

Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, hefur frá því í júnímánuði 2020 fengið greiddar 50,6 milljónir króna fyrir störf fyrir ráðuneyti Ásmundar Einars Daðasonar eða undirstofnanir þess. Greiðslurnar hefur Gylfi fengið vegna vinnu sinnar sem ráðgjafi í átaksverkefnum í kjölfar Covid faraldursins, vegna mótunar framtíðarskipulags nýs mennta- og barnamálaráðuneytis og vegna verkefna við eflingu verknáms og framhaldsskóla.

Gylfi var forseti ASÍ í tíu ár, frá árinu 2008 til 2018, og áður framkvæmdastjóri sambandsins. Eftir mikinn ólgusjó í embætti framan af árinu, þar sem meðal annars stjórn VR, Verkalýðsfélag Akraness og aðalfundur Framsýnar lýstu yfir vantrausti á hendur Gylfa, tilkynnti hann í júní 2018 að hann myndi ekki bjóða sig fram til endurkjörs. Hann lét af embætti forseta ASÍ í október 2018.

Sótti um fjölda starfa

Nafn Gylfa var í framhaldinu títt nefnt þegar sagt var frá umsækjendum í ýmsar stöður á vegum hins opinbera næstu misseri. Þanig sótti Gylfi …

Kjósa
41
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár