Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Netflix gnæfir yfir íslenska streymismarkaðinn – Áskrifendum að íslensku stöðvunum fer fækkandi

Alls segj­ast 77 pró­sent lands­manna vera með áskrift að Net­flix og næst­um ann­ar hvert heim­ili kaup­ir Disney+. Þeim sem segj­ast kaupa áskrift að Sjón­varpi Sím­ans og Stöð 2 fækk­ar hins veg­ar milli ára.

Netflix gnæfir yfir íslenska streymismarkaðinn – Áskrifendum að íslensku stöðvunum fer fækkandi

Alls sögðust um 40 prósent aðspurðra vera með áskrift að Sjónvarpi Símans Premium þegar Maskína gerði könnun á kaup landsmanna á sjónvarps- og streymiþjónustum í upphafi þessa árs. Þeim fækkaði um þrjú prósentustig á milli ára. Það var líka fækkun hjá þeim sem sögðust vera með áskrift af Símanum Sport, sem sýnir enska boltann. Alls sögðust 25 prósent aðspurðra vera með slíka áskrift í byrjun árs 2022 en 23 prósent í janúar í ár. 

Hin íslenska sjónvarpsstreymisveitan sem seld er í áskrift, Stöð 2 plús í eigu fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækisins Sýnar, hefur líka upplifað samdrátt í áskriftarfjölda samkvæmt könnun Maskínu. Í byrjun árs 2021 sögðust 38 prósent svarenda vera með áskrift að henni en í upphafi þessa árs var það hlutfall komið í 32 prósent, og hafði þar með dregist saman um sex prósentustig. 

Flaggskipssjónvarpsstöð Sýnar er Stöð 2. …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár