Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Netflix gnæfir yfir íslenska streymismarkaðinn – Áskrifendum að íslensku stöðvunum fer fækkandi

Alls segj­ast 77 pró­sent lands­manna vera með áskrift að Net­flix og næst­um ann­ar hvert heim­ili kaup­ir Disney+. Þeim sem segj­ast kaupa áskrift að Sjón­varpi Sím­ans og Stöð 2 fækk­ar hins veg­ar milli ára.

Netflix gnæfir yfir íslenska streymismarkaðinn – Áskrifendum að íslensku stöðvunum fer fækkandi

Alls sögðust um 40 prósent aðspurðra vera með áskrift að Sjónvarpi Símans Premium þegar Maskína gerði könnun á kaup landsmanna á sjónvarps- og streymiþjónustum í upphafi þessa árs. Þeim fækkaði um þrjú prósentustig á milli ára. Það var líka fækkun hjá þeim sem sögðust vera með áskrift af Símanum Sport, sem sýnir enska boltann. Alls sögðust 25 prósent aðspurðra vera með slíka áskrift í byrjun árs 2022 en 23 prósent í janúar í ár. 

Hin íslenska sjónvarpsstreymisveitan sem seld er í áskrift, Stöð 2 plús í eigu fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækisins Sýnar, hefur líka upplifað samdrátt í áskriftarfjölda samkvæmt könnun Maskínu. Í byrjun árs 2021 sögðust 38 prósent svarenda vera með áskrift að henni en í upphafi þessa árs var það hlutfall komið í 32 prósent, og hafði þar með dregist saman um sex prósentustig. 

Flaggskipssjónvarpsstöð Sýnar er Stöð 2. …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár