Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Netflix gnæfir yfir íslenska streymismarkaðinn – Áskrifendum að íslensku stöðvunum fer fækkandi

Alls segj­ast 77 pró­sent lands­manna vera með áskrift að Net­flix og næst­um ann­ar hvert heim­ili kaup­ir Disney+. Þeim sem segj­ast kaupa áskrift að Sjón­varpi Sím­ans og Stöð 2 fækk­ar hins veg­ar milli ára.

Netflix gnæfir yfir íslenska streymismarkaðinn – Áskrifendum að íslensku stöðvunum fer fækkandi

Alls sögðust um 40 prósent aðspurðra vera með áskrift að Sjónvarpi Símans Premium þegar Maskína gerði könnun á kaup landsmanna á sjónvarps- og streymiþjónustum í upphafi þessa árs. Þeim fækkaði um þrjú prósentustig á milli ára. Það var líka fækkun hjá þeim sem sögðust vera með áskrift af Símanum Sport, sem sýnir enska boltann. Alls sögðust 25 prósent aðspurðra vera með slíka áskrift í byrjun árs 2022 en 23 prósent í janúar í ár. 

Hin íslenska sjónvarpsstreymisveitan sem seld er í áskrift, Stöð 2 plús í eigu fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækisins Sýnar, hefur líka upplifað samdrátt í áskriftarfjölda samkvæmt könnun Maskínu. Í byrjun árs 2021 sögðust 38 prósent svarenda vera með áskrift að henni en í upphafi þessa árs var það hlutfall komið í 32 prósent, og hafði þar með dregist saman um sex prósentustig. 

Flaggskipssjónvarpsstöð Sýnar er Stöð 2. …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár