Rússland getur verið verulega ruglingslegt samfélag, eða eins og haft var eftir Winston Churchill: „Russia is a riddle, wrapped in a mystery inside an enigma“ sem lauslega mætti þýða sem „Rússland er gáta, sem er umvafin dulúð, inni í ráðgátu“. Þessi ummæli felldi hann árið 1939 um þáverandi Sovétríkin, þegar Rússland var stærsta lýðveldi þeirra. En þetta hefur svo sem ekkert mikið breyst og sumir fræðimenn segja að Rússland verði aldrei skilið til fulls.
Helgin 23.-25.júní var eitt þessara undraverðu og í raun stjörnurugluðu augnablika í rússneskri sögu, þegar fyrrum pylsusali, nú stríðsherra, ætlaði að gera einhverskonar byltingu í landinu, en samt ekki. Og á sama tíma koma sér persónulega niður á nokkrum af helstu ráðamönnum landsins og sýna þeim á einhvern óskilgreindan hátt í tvo heimana.
Það mætti líka kalla þetta „uppákomu“, „tilraun til valdaráns“, „mögulega/hugsanlega byltingu“ eða hreinlega „sirkusatriði“ – svo súrrealískur var þessi atburður.
Aðal gerandinn og …
Líkt og í öðrum löndum er valdakerfi Rússlands margþætt fyrirbæri þar sem ýmis öfl hafa áhrif á gang mála.
Pútín er hinsvegar forseti landsins og líkt og í flestum ríkjum þá gefur það honum mikil völd.
Niðurstaða greinarhöfundar er líka röng.
Það er ekki veikleikamerki þá að einhver geri uppreysn. Það sem skiftir máli er hvernig uppreysnin endar.
Þetta var því einskonar styrkleikapróf á Rússneska stjórnkerfið.
Niðurstaðan úr þessu styrkleikaprófi var sú að enginn innan stjórnkerfisins studdi uppreysnina. Ekki einn.
Enginn innan hersins studdi uppreysnina.
Engir fjölmiðlar studdu uppreysnina,hvorki opinberir eða bloggarar. Ekki einu sinni herbloggarar sem margir hverjir hafa gagnrýnt aðferðafræði stríðsins harkalega
Niðurstaðan varð því ekki að það hrikti í stjórnkerfinu ,heldur var hún sú að kerfið stendur afar styrkum fótum og það hefur styrkt stöðu Pútíns verulega.
Niður
Það getur verið kalt á toppnum og grunnt á vinskapnum.