Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Kokkur gerir byltingu

At­burð­ir í Rússlandi í lok júní síð­ast­lið­inn eru lyg­inni lík­ast­ir. Einn af helstu vin­um Pút­ins gerði til­raun til bylt­ing­ar, upp­reisn­ar, eða vald­aráns. Eða hvað á að kalla þetta? Af­hjúp­aði þetta með skýr­um hætti veik­leika Pút­in-kerf­is­ins og í því hrikt­ir nú veru­lega.

Kokkur gerir byltingu
Friðardúfan Prígósjín? Sennilega mun „kokkur Pútíns“, Jegvení Prígjósjín, fara á spjöld rússneskrar sögu, sem einn af skrautlegustu einstaklingum hennar. Fyrrum pylsusali, sem gerist auðmaður og síðan stríðsherra, allt í skjóli Pútín-kerfisins, sem hann réðist svo gegn síðustu helgina í júní síðastliðnum. Þetta er í raun „kvikmyndastöff“! Hver verður framtíð þessa fyrrum vinar Pútíns? Verða þeir áfram vinir, er allt gleymt og grafið? Prigósjín rekur einn alræmdasta málaliðhóp heims, Wagner-hópinn, sem lagði úkraínsku borgina Bakmút í rúst á nokkrum mánuðum. Wagner-liðar stunda einnig morð og aðra „skuggastarfsemi“ víða um heim. Prígósjín er kvæntur og þriggja barna faðir. Myndin er frá Telegram-síðu Wagner. Mynd: Telegram-síða Wagner

Rússland getur verið verulega ruglingslegt samfélag, eða eins og haft var eftir Winston Churchill: „Russia is a riddle, wrapped in a mystery inside an enigma“ sem lauslega mætti þýða sem „Rússland er gáta, sem er umvafin dulúð, inni í ráðgátu“. Þessi ummæli felldi hann árið 1939 um þáverandi Sovétríkin, þegar Rússland var stærsta lýðveldi þeirra. En þetta hefur svo sem ekkert mikið breyst og sumir fræðimenn segja að Rússland verði aldrei skilið til fulls.

Helgin 23.-25.júní var eitt þessara undraverðu og í raun stjörnurugluðu augnablika í rússneskri sögu, þegar fyrrum pylsusali, nú stríðsherra, ætlaði að gera einhverskonar byltingu í landinu, en samt ekki. Og á sama tíma koma sér persónulega niður á nokkrum af helstu ráðamönnum landsins og sýna þeim á einhvern óskilgreindan hátt í tvo heimana.

Það mætti líka kalla þetta „uppákomu“, „tilraun til valdaráns“, „mögulega/hugsanlega byltingu“ eða hreinlega „sirkusatriði“ – svo súrrealískur var þessi atburður.

Aðal gerandinn og …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Borgþór Jónsson skrifaði
    Það er ekkert til sem heitir "valdakerfi Putins"
    Líkt og í öðrum löndum er valdakerfi Rússlands margþætt fyrirbæri þar sem ýmis öfl hafa áhrif á gang mála.
    Pútín er hinsvegar forseti landsins og líkt og í flestum ríkjum þá gefur það honum mikil völd.
    Niðurstaða greinarhöfundar er líka röng.
    Það er ekki veikleikamerki þá að einhver geri uppreysn. Það sem skiftir máli er hvernig uppreysnin endar.
    Þetta var því einskonar styrkleikapróf á Rússneska stjórnkerfið.
    Niðurstaðan úr þessu styrkleikaprófi var sú að enginn innan stjórnkerfisins studdi uppreysnina. Ekki einn.
    Enginn innan hersins studdi uppreysnina.
    Engir fjölmiðlar studdu uppreysnina,hvorki opinberir eða bloggarar. Ekki einu sinni herbloggarar sem margir hverjir hafa gagnrýnt aðferðafræði stríðsins harkalega
    Niðurstaðan varð því ekki að það hrikti í stjórnkerfinu ,heldur var hún sú að kerfið stendur afar styrkum fótum og það hefur styrkt stöðu Pútíns verulega.

    Niður
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Einn af helstu vin­um Pút­ins "
    Það getur verið kalt á toppnum og grunnt á vinskapnum.
    0
  • S
    skalp skrifaði
    Efnistök og orðfæri í þessum pistli kalla strax fram tortryggni og efasemdir um fagmennsku höfundar.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Græða sár innrásar í þögn
VettvangurÚkraínustríðið

Græða sár inn­rás­ar í þögn

Í hafn­ar­borg­inni Odesa við strend­ur Svarta­hafs stend­ur Filatov-rann­sókn­ar­stofn­un­in í augn­lækn­ing­um. Vla­dimir Petrovich Filatov nokk­ur, virt­ur pró­fess­or í augn­lækn­ing­um, stóð að stofn­un henn­ar ár­ið 1936 og hún hef­ur síð­an skap­að sér sess sem mið­stöð vís­inda­legr­ar ný­sköp­un­ar og lækn­is­fræði­legr­ar þró­un­ar á sviði augn­lækn­inga í Aust­ur-Evr­ópu. Ósk­ar Hall­gríms­son fékk að líta í heim­sókn og kynna sér hvernig hald­ið er úti þjón­ustu við erf­ið­ar að­stæð­ur.
Svo þungbært að flýja heimalandið að hún fékk hjartaáfall
ViðtalÚkraínustríðið

Svo þung­bært að flýja heima­land­ið að hún fékk hjarta­áfall

„Hjart­að í mér sprakk,“ út­skýr­ir Tetiana Rukh hversu sárt það var að flýja heima­land­ið og allt sem þau hjón­in höfðu var­ið æv­inni í að byggja þar upp. Eig­in­mað­ur­inn, Oleks­andr Rukh, var með í för en hann var þá að hefja end­ur­hæf­ingu eft­ir heila­blóð­fall. Dótt­ir þeirra lagði hart að þeim að fara og var með í för, ásamt barna­barni þeirra.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár