Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Persónuvernd sektar Creditinfo um 38 milljónir í smálánamáli

Sekt­in sem Cred­it­in­fo er gert að greiða er sú lang­hæsta sem Per­sónu­vernd hef­ur lagt á. Sekt­in kem­ur í kjöl­far kvört­un­ar Neyt­enda­sam­tak­anna sem segja mál­ið einn anga bar­áttu NS og laun­þega­hreyf­ing­ar­inn­ar gegn „smá­lána­óár­an­inni“

Persónuvernd sektar Creditinfo um 38 milljónir í smálánamáli
Persónuvernd Skoðun Persónuverndar á Creditinfo, eCommerce og A.I.C. (áður Almenn innheimta) er nú lokið en kvörtun barst Persónuvernd frá Neytendasamtökunum árið 2020. Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar Mynd: Heimildin / JIS

Persónuvernd hefur sektað Creditinfo um tæplega 38 milljónir króna vegna skráningar upplýsinga frá eCommerce 2020 ApS um vanskil einstaklinga á smálánum. Í úrskurði Persónuverndar segir meðal annars að „fjöldi hinna skráðu var allmikill.“ Nánar tiltekið nam fjöldi hinna skráðu hafi verið um 2.000 talsins. Þá þurfi einnig að líta til þess að upplýsingum um skráða einstaklinga var ekki eytt strax og í ljós kom að ekki hafi verið heimild fyrir skráningunni. 

„Skrá Creditinfo Lánstrausts hf. um fjárhagsmálefni einstaklinga er eina slíka skráin á Íslandi og uppfletting í skránni iðulega grunnforsenda fyrir fyrirgreiðslu fjármálafyrirtækja, t.d. viðskiptabanka. Ólögmæt skráning á slíka skrá verður því að teljast sérlega íþyngjandi og geta gert hinum skráða ókleift að fá fyrirgreiðslu hjá lánastofnunum, svo sem vegna íbúðarkaupa eða ófyrirséðra útgjalda.“ segir í úrskurðinum. Því megi ætla að þeir einstaklingar sem ranglega voru skráðir á vanskilaskrá „kunni að hafa orðið fyrir alvarlegu tjóni.“

Sektarfjárhæð var ákvörðuð 37.856.900 …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár