Persónuvernd hefur sektað Creditinfo um tæplega 38 milljónir króna vegna skráningar upplýsinga frá eCommerce 2020 ApS um vanskil einstaklinga á smálánum. Í úrskurði Persónuverndar segir meðal annars að „fjöldi hinna skráðu var allmikill.“ Nánar tiltekið nam fjöldi hinna skráðu hafi verið um 2.000 talsins. Þá þurfi einnig að líta til þess að upplýsingum um skráða einstaklinga var ekki eytt strax og í ljós kom að ekki hafi verið heimild fyrir skráningunni.
„Skrá Creditinfo Lánstrausts hf. um fjárhagsmálefni einstaklinga er eina slíka skráin á Íslandi og uppfletting í skránni iðulega grunnforsenda fyrir fyrirgreiðslu fjármálafyrirtækja, t.d. viðskiptabanka. Ólögmæt skráning á slíka skrá verður því að teljast sérlega íþyngjandi og geta gert hinum skráða ókleift að fá fyrirgreiðslu hjá lánastofnunum, svo sem vegna íbúðarkaupa eða ófyrirséðra útgjalda.“ segir í úrskurðinum. Því megi ætla að þeir einstaklingar sem ranglega voru skráðir á vanskilaskrá „kunni að hafa orðið fyrir alvarlegu tjóni.“
Sektarfjárhæð var ákvörðuð 37.856.900 …
Athugasemdir