Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Listin að svíkja

Am­anda Riley er að deyja. En hún á leynd­ar­mál, leynd­ar­mál sem hún ætl­ar að taka með sér í gröf­ina. Eða er hún kannski ekki á leið­inni þang­að?

Listin að svíkja

„Lifðu lífinu líkt og hver dagur sé þinn síðasti. Lærðu líkt og þú lifir að eilífu.“ Þessa lífsspeki tileinkaði 17 ára Amanda Riley sér við útskrift úr menntaskóla, en tilvitnunina má finna við mynd af henni í árbókinni. Um tíu árum seinna var hún orðin eiginkona og móðir í Kaliforníu sem fer reglulega í kirkju. Hún er félagslynd og bloggar um lífið og tilveruna. En dagar hennar verða brátt taldir. Hún er með 4. stigs krabbamein og fjallar ítarlega um það á blogginu sínu. 

Eða hvað? Í hlaðvarpinu Scamanda er fjallað um blekkingarleik og stórfelld fjársvik Amöndu. Það er óþarfi að gefa of mikið upp um í hverju svikin felast nákvæmlega, það skýrist fljótt við fyrstu hlustun. Rannsóknarblaðamaðurinn Charlie Webster varði fimm árum í að skoða mál Amöndu. Í þáttunum rýnir hún í bloggfærslur hennar, kraftaverkabarnið sem átti að sigra krabbameinið, að ógleymdri bónusdótturinni. Einnig er rætt við samferðafólk hennar sem lýsir henni meðal annars sem „ótrúlega trúverðugri“. 

Svik og prettir virðast falla vel í kramið um þessar mundir en Scamanda er dæmi um fjölmörg hlaðvörp þar sem einhvers konar svik gegna stóru hlutverki. Þar er vert að minnast á The Dropout, Believe in Magic og A very British Cult. Scamanda gefur þeim lítið eftir og það er því tilvalið að hafa svik sem þema í hlaðvarpshlustun sumarsins. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
1
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
3
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár