Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Enn einn stjórnandinn hættur hjá Íslandsbanka

Þrír stjórn­end­ur hjá Ís­lands­banka hafa misst starf sitt frá því að sátt bank­ans við Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Ís­lands var birt fyr­ir viku síð­an. Ný stjórn verð­ur kos­in yf­ir bank­ann á hlut­hafa­fundi sem fer fram í lok mán­að­ar.

Enn einn stjórnandinn hættur hjá Íslandsbanka

Atli Rafn Björnsson, sem hafði verið yfir fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka frá árinu 2019, er hættur í bankanum. Frá þessu er greint á Vísi

Því eru stjórnendur Íslandsbanka sem hafa hætt störfum frá því að tæplega 1,2 milljarða króna sekt sem Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands lagði á bankann, vegna fjölmargra lögbrota sem framin voru í tengslum við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka vorið 2022, var opinberuð í byrjun síðustu viku. 

Birna Einarsdóttir, sem hafði verið bankastjóri Íslandsbanka síðan 2008, var fyrst til að kveðja. Tilkynnt var um starfslok hennar með tilkynningu sem almannatengslafyrirtækið KOM sendi á fjölmiðla klukkan 3:51 aðfaranótt miðvikudags í síðustu viku. Það gerðist í kjölfar stjórnarfundar í bankanum sem hófst síðdegis daginn áður, og stóð fram á nótt. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar var Birna ekki á þeim buxunum að hætta í starfi sínu þegar fundurinn hófst, og barðist fyrir stöðunni sem hún hafði skömmu áður sagt við fjölmiðla að …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Að klóra í bakkann

    Nú krafsa þingmenn sem mest þeir geta

    Nú hafa nokkrir þingmenn í baklandi ríkisstjórnarinnar verið að þykjast gera réttlætiskröfur. Gera þeir kröfur um að upplýst verði um starfslokasamning fyrrum bankastjóra Íslandsbanka.

    Væntanlega hafa brotrækir millistjórnendur einnig feita starfsloka-samninga. Vandinn er auðvitað sá að þingmenn hafa engin völd yfir slíkum upplýsingum úr bankanum.

    Þetta er auðvitað algjör sýndarmennska til þess eins sem er að upplýsa almenning um fnykinn sem fannst frá þessum banka og af öllum þeim sem stjórnuðu þessum aðgerðum. Er allir telja sig vera algjörlega saklausir af öllu óeðlilegu.

    Það er auðvitað stjórn Íslandsbanka sem á að bera alla ábyrgð á vinnubrögðum sínum, það eru þeir sem hafa stjórnað öllum vinnubrögðum bankans.

    En síðan eftir atvikum einstakir stjórnendur í bankanum og millistjórnendur.
    Það hefur m.a. komið í ljós að mikill minnihluti hluthafa í bankanum stjórna bankanum. Ekki fulltrúar stærstu eig-enda sem er ríkissjóður og lífeyrissjóðir.

    M.ö. að sannast hefur að slíkt fyrirkomulag gengur ekki upp enda hefur hefur iðulega komið í ljós að slíkum fyrir-tækjum er ekki stjórnað samkvæmt viðhorfum almennings (launafólks)

    Þessir núverandi stjórnendur bankans gera nú allt sem þeir geta til að halda völdum sínum yfir bankanum með því m.a. að raða nýju fólki í ábyrgðarstöðurnar sem eru handavaldir af þessum sömu stjórnendum.

    Þetta eru slík vinnubrögð sem við þessir sauðsvörtu fáum að sjá og verða ekki til að auka traust á þessum banka.

    Það virðist alveg augljóst að stjórnarfólk Íslandsbanka vill ekki að þessar hundakúnstir þeirra um stjórn bankans fari fyrir dómstóla.

    Nokkuð sem væri eðlilegt og að núverandi stjórn verði strax skipt út. Það er krafan sem þessir aumingja þing-menn ættu að gera.

    Hræsni þingmannanna er auðvitað yfirgengileg. Því nánast allir stjórnendur í stjórnkerfinu eru með furðulega feita starfsloka samninga og virðist engu skipta hvernig starfslok þeirra bera að. Þetta á einnig við um þingmenn og ráðherra.

    Þetta er einnig þannig hjá æðstu stjórnendum í atvinnurekstrinum og breytir þá engu um þótt ríkissjóður sé að hluta eigendur fyrir-tækjanna.

    Á þennan tvískinnung horfir launafólk á og áttar einnig sig á, að þetta er auðvitað bara mjög alvarleg spilling sem mikill fnykur er af.

    Fólk sem býr við mjög rífleg launakjör hefur enga þörf fyrir ríflega starfslokasamninga umfram það sem almennt launafólk býr við.
    0
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Enn fækkar persónum og leikendum í þessum Íslandsbanka farsa – en mun leikstjórinn/framleiðandinn sleppa?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Aðalsteinn Kjartansson
6
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár