Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hægt að framlengja ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán út september

Skatt­ur­inn er bú­inn að opna síðu þar sem fólk get­ur sótt um að fram­lengja ráð­stöf­un sér­eign­ar­sparn­að­ar inn á hús­næð­is­lán. Sækja þarf sér­stak­lega um það, ann­ars hætta greiðsl­ur að ber­ast inn á lán­in.

Hægt að framlengja ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán út september
Húsnæðismál Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán rennur út í lok næsta árs, en úrræðið var framlengt með lögum undir lok vorþings. Fasteignaeigendur þurfa að óska sérstaklega eftir því að úrræðið haldi áfram og er síðasti dagurinn til þess í dag. Mynd: Davíð Þór

Fasteignaeigendur sem hafa verið að nýta séreignarsparnað sinn til þess að greiða inn á höfuðstól fasteignalána hafa frest út septembermánuð, eða til og með 30. september, þess að óska eftir framlengingu á úrræðinu út árið 2024.

Ef það er ekki gert mun ráðstöfun séreignarsparnaðarins ekki framlengjast sjálfkrafa, heldur munu umsóknir falla úr gildi frá og með 1. júlí og engar frekari greiðslur berast inn á lán.

Frá þessu er sagt í tilkynningu sem birtist á vef Skattsins í gær. Hægt er að sækja um framlengingu á vef Leiðréttingarinnar.

Fjármálaráðherra minnti á að í dag væri lokadagur

Það að úrræðið renni út og falli úr gildi, ef fólk sækir ekki sérstaklega um framlengingu að fyrra bragði, virðist hafa flogið undir radarinn hjá mörgum. Einnig olli tilkynning Skattsins töluverðum misskilningi, en bæði fjölmiðlar og stjórnmálamenn sögðu frá því að í dag væri lokadagurinn til þess að sækja um framlenginguna.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra birti til dæmis færslu á Facebook fyrr í dag til þess að minna fólk á að í dag er lokadagur til að framlengja ráðstöfunina og deildi frétt þar sem hið sama kom fram. Hann, rétt eins og fjölmiðlar, hafa nú leiðrétt þann misskilning.

Skatturinn hafðu áður birt tilkynningu um að fólk myndi þurfa að sækja sérstaklega um framlengingu, en þegar hún var birt 14. júní höfðu lögin frá Alþingi sem sett voru 9. júní ekki enn tekið formlega gildi.

Þau hafa hins vegar tekið gildi nú, og búið er að opna vefsíðu þar sem hægt er að sækja um framlengingu úrræðisins.

Snertir ekki þá sem eru með úrræði fyrir fyrstu kaupendur

Tekið skal fram að þetta á einungis við um þá sem eru að láta séreignasparnaðinn renna inn á lán á grundvelli þess almenna úrræðis sem kynnt var til sögunnar árið 2014.

Annað úrræði fyrir fyrstu kaupendur, sem einnig felur í sér ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán, þarf ekki að framlengja. 

Ákveðið að láta kerfið fjara út

Heimildin ræddi framlengingu úrræðisins og nýtingu þess við Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra í byrjun maí, en á þeim tímapunkti var verið að vinna frumvarp ráðherrans um framlengingu úrræðisins út næsta ár í þinginu.

Tugþúsundir íslenskra heimila hafa nýtt sér þessa ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á höfuðstól húsnæðislána sinna, til þess að grynnka á höfuðstólnum og lækka mánaðarlega greiðslubyrði lána.

Starfshópur um húsnæðisstuðning sem ráðherra skipaði lagði til í fyrra að sett yrði inn sólarlagsákvæði fyrir þetta úrræði. Það felur í sér að úrræðið verður í gildi út næsta ár og svo verður þetta almenna úrræði húsnæðisstuðnings endanlega lagt niður.

Fréttin hefur verið uppfærð og fyrirsögn líka. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að í dag væri lokadagurinn til þess að sækja um áframhald úrræðisins. Byggðist það á misskilningi blaðamanns.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár